Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 16
16 5. desember 2009 LAUGARDAGUR LÍKNARMÁL Bláliljan – sérhannað íslenskt hálsmen – verður seld til styrktar blindum börnum. Sjóður- inn Blind börn á Íslandi var stofn- aður sumarið 1992 í útvarpsþætti Jóns Axels og Gulla Helga. Er sjóð- urinn í vörslu Blindrafélagsins en hlutverk hans er að styrkja blind og sjónskert börn til aukins þroska og ánægju. Eggert Pétursson list- málari og Sif Jakobs gullsmiður hönnuðu bláliljuna sem seld verð- ur í versluninni Leonard. Vigdís Finnbogadóttir afhenti í fyrradag Ívu Marín, ellefu ára, fyrsta bláliljuhálsmenið. Íva Marín er alblind og ein þeirra sem munu njóta góðs af sölu mensins. - bþs Sérhannað skart til styrktar blindum og sjónskertum börnum til aukins þroska: Bláliljan seld fyrir blind börn BLÁLILJAN Íva skoðar nýja menið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, afhenti fyrstu Bláliljuna við hátíðlega athöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Ragnheiður Haraldsdóttir tekur við starfi forstjóra Krabba- meinsfélags Íslands eftir áramót- in. Ragnheiður er nú sviðsstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. „Ragnheið- ur er traustur og öflugur leiðtogi með mikla reynslu af stjórnun og störfum á heil- brigðissviði,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, í tilkynningu. „Baráttan gegn krabbameini er krefjandi og erfið, fram undan eru miklar áskoranir vegna þjóðfélagsástandsins,“ segir Ragnheiður. Hún tekur við forstjóra starfinu af Guðrúnu Agnars dóttur. - gar Krabbameinsfélag Íslands: Nýr forstjóri um áramótin RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR DÝRAHALD Yfirvöld Tálknafjarðar- hrepps og Vesturbyggðar bíða enn átekta eftir viðbrögðum þriggja ráðuneyta varðandi handsömun og slátrun útigangsfjár sem enn gengur laust á fjallshryggnum Tálkna. Í lok október náðust nítj- án kindur þaðan og var þeim slátr- að. Þær voru í misjöfnu ásigkomu- lagi. Þeirra á meðal voru til dæmis hrútur með horn vaxið inn í auga, ær þar sem horn var um það bil að vaxa í auga og hrútur sem misst hafði neðan af fæti, að því er fram kemur í bókun dýraverndarráðs um málið. Enn eru fimm til sjö kindur eftir sem ekki náðust í smöluninni. Umhverfisráðherra vísaði málinu í haust til sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytis, svo og dómsmála- ráðuneytis til athugunar og umfjöll- unar. Landbúnaðarráðuneytið skal fjalla um málið með tilliti til dýra- verndunar og dómsmálaráðuneyt- ið með tilliti til þess hvort lög hafi verið brotin við handsömun fjárins, að sögn Ragnars Jörundssonar bæj- arstjóra Vesturbyggðar. „Ég held að það geti ekki í neinu tilliti flokkast undir dýraverndun- arsjónarmið að láta skepnurnar ganga svona,“ segir Ragnar. Í hópnum sem eftir eru í Tálkna eru bæði ær og hrútar. Það má því búast við að féð fjölgi sér og fyrstu lömbin fæðist jafnvel í mars, meðan vetrarríki er enn á fjallshryggnum, að sögn Ragnars. Hann segir jafn- framt að það stóra hlutfall hrúta sem var í hópnum sem náðist sýni að þeir hafi frekar komist á legg við harðan kost heldur en gimbrarnar, enda séu þeir harðgerari. Í ályktun dýraverndarráðs segir meðal annars að aðstæður á Tálkna séu þannig að „ekki er unnt að sinna eftirliti með dýrunum og grípa inn í til að koma í veg fyrir eða stöðva þjáningar þeirra. Af þessum ástæð- um styður dýraverndarráð að féð sé fangað og því komið undir manna hendur“. Hins vegar harmar ráðið að við aðgerðirnar hafi dýr hrapað fyrir björg, en hefur skilning á að erf- itt getur verið að koma í veg fyrir slíkt. Bændasamtök Íslands hafa sam- þykkt að „lýsa eindregnum stuðn- ingi stjórnar Bændasamtaka Íslands við framgöngu yfirvalda í Vesturbyggð og Tálknafjarðar- hreppi við að framfylgja lögum um fjallskil og búfjárhald“. jss@frettabladid.is FÉÐ ÚR TÁLKNA þessi ær hefði líka átt á hættu að verða blind, þar sem hornið stefndi inn í augað á henni. BLINDUR HRÚTUR Hornið á þessum hrúti hafði vaxið inn í augað á honum, þannig að hann var orðinn blindur á því. Augað var bólgið og það vessaði úr því. Horn óx í auga hrúts og annan vantaði fót Fé það sem handsamað var í Tálkna í lok október var misjafnlega á sig komið. Horn hafði vaxið í auga hrúts, svo hann var orðinn blindur. Annar hrútur hafði misst neðan af fæti, að því er fram kemur í bókun dýraverndarráðs. GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 39 89 1 Meira í leiðinniN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR N1 VERSLANIR Jólagjöf veiðimannsins Veiðikortið fæst hjá N1 WWW.N1.IS SÍMI 440 1000 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.