Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 18
 5. desember 2009 LAUGARDAGUR HJÁLPARSTARF Hjálparstarf Mæðra- hús sem reist var að frumkvæði Íslendinga var formlega opnað í bænum Engela í Namibíu í vik- unni. Forsetafrú Namibíu, frú Penehupifo Pohamba, opnaði húsið að viðstöddu fjölmenni, en hún var verndari söfnunar til byggingar hússins. Saga hússins á rætur sínar að rekja til þess er Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri Þróunar- samvinnustofnunar Íslands í Nam- ibíu, ók fram á konur sem biðu fæðingar á spítalanum í Engela í Ohangwena-sýslu nyrst í Namibíu. Spítalinn er sá eini í sýslunni en í henni búa 230 þúsund manns og þangað koma mæður hvaðanæva að. Einkum sækjast konur sem ótt- ast vandamál við fæðingu eftir að fæða á spítalanum. Ekkert pláss var hins vegar til þess að taka konurnar inn fyrr en hríðir hóf- ust. Höfðust þungaðar konur því við undir tveimur trjám í nágrenni spítalans, elduðu sér mat á hlóð- um og sváfu úti, oft í talsverðum kulda. Við svo búið mátti ekki una og eftir umræður og bollaleggingar var hafist handa við að safna fé til húsbyggingar. Margir lögðu hönd á plóginn við að reisa húsið, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu til að mynda. Íslendingar lögðu til um þriðjung af heildarkostnaði, Reykjanes- bær stóð fyrir fjáröflun á Ljósa- nótt árið 2007, en þar söfnuðust 300.000 krónur sem runnu í bygg- ingu mæðrahússins. Þróunarsam- vinnustofnun Íslands lagði einnig til fé. Talsverðar tafir urðu á byggingu hússins, meðal annars vegna flóða. En það reis að lokum og er mikil ánægja með það í héraðinu sam- kvæmt upplýsingum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Í húsinu eru átta gististofur sem geta hýsta sextíu konur samtímis. Þar er eld- unaraðstaða sem konurnar geta nýtt sér og einnig er góð hrein- lætisaðstaða með sturtum. Í hús- inu er aðstaða til að veita mæðrum ráðgjöf um fæðingar og umönnun barna. sigridur@frettabladid.is Athvarf fyrir sextíu konur Mæðrahús opnaði í Namibíu í vikunni. Áður þurftu barnshafandi konur að hafast við úti meðan þær biðu eftir fæðingunni. Húsið reist fyrir íslenskt fé að hluta. Íslendingar hófu þróunarsamvinnu við Namibíu sama ár og landið fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku, árið 1990. Í upphafi var samvinnan fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs. Íslenskir sérfræðingar og sjómenn hafa starfað við hafrannsóknir og namibískir líffræðingar hafa verið í þjálfun á Íslandi, en einnig störf- uðu íslenskir kennarar í Namibíu við undirbúning og kennslu í sjó- mannaskóla. Á liðnum misserum hafa verkefni ÞSSÍ í Namibíu þó einkum verið félagsleg og í dag eru verkefnin fyrst og fremst til stuðnings jaðarhópum í namibísku samfélagi. Þróunarsamvinnu Íslands og Namibíu mun ljúka í lok næsta árs, árið 2010. Íslendingar hafa jafnframt heitið því að standa við allar skuldbindingar og fyrirheit um framkvæmd samningsbundinna verkefna. ÞRÓUNARSAMVINNU LÝKUR SÖFNUNARFÉ AFHENT Íslendingar borguðu þriðjunginn af húsinu. HEILBRIGÐISMÁL „Á sama tíma og spara þarf verulega í starfsem- inni, enn eitt árið í röð, er ljóst að þjónustan mun að öllum líkind- um skerðast,“ segir í ávarpi sem Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, sem birt var á heimasíðu spítalans í gær. „Á næstu vikum mun ég, ásamt framkvæmda- stjórum og öðrum stjórnendum spítalans, boða til funda með starfsmönnum deilda um sparn- að og hagræðingu,“ segir Björn og biðlar til starfsmanna um til- lögur um sparnað. „Þannig getur hver og einn lagt af mörkum til að spara í því umhverfi sem hann þekkir best, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi,“ segir forstjórinn og sendir starfsmönnum baráttu- kveðjur. - gar Forstjóri Landspítalans: Skert þjónusta á spítal- anum kynnt fljótlega Suður-Afríka Namibía Angóla Botsvana Mósambík Madagaskar Sambía Simbabwe Suðurhluti Afríku BJÖRN ZÖEGA Forstjóri Landspítalans ræðir sparnað á fundum með starfsfólki. Skógarhlí› 18 105 Reykjavík Sími 595 1000 Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Kanarí Kr. 149.990 – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador *** í 14 nætur með “öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herbergi með “öllu inniföldu” kr. 187.900. Aukalega fyrir einbýli kr. 29.000. Sértilboð 19. des. HOTEL DUNAS MIRADOR Ótrúlegt sértilboð! Frá kr.149.990 Frábær gisting – aðeins örfá herbergi! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum um jólin á ótrúlegu tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Fleiri sértilboð einnig í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og herbergja í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! – með „öllu inniföldu“ 19. desember 14 nátta jólaferð Óskað er eftir börnum tveggja ára eða eldri sem þjást af vægri eða meðalsvæsinni bráðri miðeyrnabólgu í klíníska lyfjarannsókn. Sprotafyrirtækið Auris ehf. vinnur að þróun lyfs til meðhöndlunar á bráðri miðeyrnabólgu. Rannsóknin hefur fengið ley Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Aðalrannsakandi er Hannes Petersen, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum. Rannsóknarly ð inniheldur virka efnið týmól, sem er þekkt jurtalyf innan læknis- og lyfjafræðinnar fyrir bakteríudrepandi eiginleika sína. Týmól er algengt innihaldsefni í ýmsum kvef- og hóstalyfjum, munnskoli og húðsmyrslum. Tilgangur rannsóknarinnar er að leggja mat á verkun, öryggi og þol rannsóknalyfsins við meðferð á börnum, tveggja ára eða eldri, sem eru með væga eða meðalsvæsna bráða miðeyrnabólgu. Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi sem klárar rannsóknina fái 6 skammta (meðferð) af ly nu y r þriggja daga tímabil. Rannsóknarly ð verður ge ð í eyrnagang í þar til gerðum eyrnatappa. Mögulegar aukaverkanir af útvortis notkun týmóls eru m.a. erting (sviði, roði, kláði).Önnur áhætta af þátttöku felst í mögulegum ófyrirséðum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins. Þetta er í fyrsta skipti sem týmól er ge ð börnum með eyrnabólgu í klínískri lyfjarannsókn. Ly ð hefur áður verið ge ð heilbrigðum fullorðnum einstaklingum í rannsókn sem fór fram á Íslandi 2008. Alls er gert ráð fyrir 75 þátttakendum í rannsókninni. Rannsóknin mun fara fram á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, Háls-, nef- og eyrnadeild, Fossvogi, 108 Reykjavík. Þátttakendur koma í þrjár heimsóknir á u.þ.b 8 daga tímabili á rannsóknarsetur og hitta rannsóknarlækni. Gert er ráð fyrir að skimunarheimsóknin muni taka um 60 til 75 mínútur en aðrar heimsóknir muni taka um 45 mínútur eða skemur Ekki verður greitt fyrir þátttöku. Hins vegar verður ferðakostnaður vegna þátttöku greiddur, að hámarki 3000 fyrir hverja heimsókn. Þeir foreldrar/forráðamenn barna sem kynnu að hafa áhuga er bent á að leita frekari upplýsinga um rannsóknina á rannsóknarsetri í síma 664 9901 eða 664 9902. Tekið skal fram að þeir sem hafa samband við rannsóknarsetur hafa á engan hátt skuldbundið sig (barnið sitt) til að taka þátt í rannsókninni. Taki barnið þátt, getur foreldri/forráðamaður þess dregið það út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. AUR-OM-201 Klínísk lyfjarannsókn Er barnið þitt með eyrnabólgu?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.