Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 26
26 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Ingrid Kuhlman skrifar
um Þjóðfundinn
Þegar áramótin nálg-ast horfa margir
til baka og rifja upp
merka atburði sem
gerðust á árinu sem
er að líða. Merkasti
dagur ársins 2009 er fyrir mér
Þjóðfundardagurinn 14. nóvem-
ber í Laugardalshöll. Þetta var
sögu legur og algjörlega magn-
aður dagur sem fyllti mig bjart-
sýni og trú á að hlutir geti
breyst þegar við snúum bökum
saman. Þarna fengu 1.500 full-
trúar heillar þjóðar, þekktir
og óþekktir, tækifæri til að
kynnast viðhorfum hver annarra
og koma sjónarmiðum sínum á
framfæri um gildi þjóðarinnar
og framtíðar sýn. Krafturinn og
orkan sem leystist úr læðingi var
ótrúleg og nánast áþreifanleg og
maður fann einlægan vilja þátt-
takenda til að horfa fram á við
og finna lausnir í sameiningu.
Hugmyndaauðgi var ríkjandi
og andrúmsloftið einkenndist af
virðingu – virðingu fyrir hvert
öðru og virðingu fyrir skoðunum
annarra. Gildi þess að fá að ræða
hugmyndir, hugsanir og skoðanir
er ómetanlegt. Fólk fór með bros
á vör inn í framtíðina að fund-
inum loknum og ég held að eng-
inn hafi farið heim ósnortinn. Sú
jákvæðni, bjartsýni og samhugur
sem maður fann á svo áþreifan-
legan hátt í Laugardalshöllinni
hitti mig í hjartastað og var stað-
festing á því að þessi þjóð getur
hvað sem er.
Þátttakendur veltu fyrir sér
þeim grunngildum sem
þeir vilja leggja til grund-
vallar í samfélaginu,
hvernig samfélagi þeir
vilja vera þátttakendur
í og hvernig samfélagi
þeir vilja skila til barna
sinna. Haldið hefur verið
utan um allar þær tæp-
lega 30.000 hugmyndir
sem komu fram á fund-
inum og verða þær aðgengilegar
öllum þeim sem áhuga hafa á vef-
síðunni www.thjodfundur2009.is.
Gagnabankinn, sem er gjöf Þjóð-
fundarins til þjóðarinnar, verður
án efa verðugt rannsóknarvið-
fangsefni næstu ára auk þess sem
samtök, vinnustaðir landsins,
sveitarfélög, stjórnmálaflokkar
og fleiri aðilar geta nýtt sér hann
í sinni stefnumótun. Hugmynd-
um fundarins verður síðan fylgt
eftir á næstu 12 mánuðum með
ýmsum verkefnum, uppákomum
og fundum.
Allir þeir sem tóku þátt í Þjóð-
fundinum og komu að honum
með einum eða öðrum hætti bera
ábygð á að tryggja að það sem
kom fram verði ekki aðeins stafir
á blaði. Við þurfum öll að tileinka
okkur gildin og sýna þau í verki.
Velta fyrir okkur hvernig við
sýnum heiðarleika, virðingu, rétt-
læti og jafnrétti í verki og hafa
þau til hliðsjónar við allar þær
ákvarðanir sem við tökum. Setj-
ast niður í okkar hópi og spyrja
okkur: Fyrir hvað viljum við
standa sem einstaklingar, fjöl-
skylda, vinnustaður, samfélag?
Hvernig viljum við hafa hlutina?
Framtíðin er á okkar ábyrgð.
Höfundur er svæðisstjóri
á Þjóðfundinum.
Mikilvægasti dagur
ársins 2009 UMRÆÐAN
Björn S. Lárusson skrifar
um upplýsingafulltrúa
Nú á tímum er ekkert alvöru fyrirtæki eða
stofnun án „upplýsinga-
fulltrúa eða almanna-
tengils“. Ég set þetta í
gæsalappir vegna þess að
hlutverk þessara starfs-
manna innan fyrirtækja
og stofnana virðist vera á reiki og
allt annað en tíðkast erlendis. Þessi
titill er líka samnefnari fyrir það
sem ýmist er kallað upplýsinga-
fulltrúi, almannatengill eða blaða-
fulltrúi. Til starfa veljast oftast
blaðamenn, sjálfmenntaðir álits-
gjafar eða þeir sem þekkja vel til í
frumskógi stjórnsýslunnar (einka-
vinir). Sárafáir eru menntaðir eða
hafa umtalsverða reynslu af upplýs-
ingamálum og þess vegna hafðir að
skotspæni fyrir afglöp og mistök í
starfi sem stafa af vanþekkingu.
Hér á landi er upplýsingafulltrúa
ætlað að vera einskonar blaða maður
innan fyrirtækisins og hann er
settur hinum megin við borðið til að
svara fyrrum kollegum á fjölmiðl-
um, skrifa fréttatilkynningar og
hóa í fyrrum félaga á fjölmiðlum ef
eitthvað mikið liggur við. Þeir raða
upp stólum á blaðamannafundum,
stilla hljóðnema og sjá um að skjá-
varpinn virki sem skyldi. Ef það
detta inn fyrirspurnir um einhver
mál sem varða starfsemi fyrirtæk-
isins og forstjórinn er ekki við, eru
svörin yfirleitt út í hött og skaða
fyrirtækið. „Það er ekkert hægt
að segja um málið á þessu stigi“ er
dæmigert svar og þýðir einfaldlega;
ég hef ekki hugmynd um hvað þú
ert að tala. Upplýsingafulltrúarnir
eru upp til hópa óupplýstir um
starfsemina eða það sem fer fram
innan fyrirtækisins nema það sem
þeim hefur verið sagt að segja. Þeir
leggja ekkert mat á hvaða
upplýsingar er gagnlegt að
láta frá sér eða hagsmuna-
aðilar eiga heimtingu á og
hafa ekkert frumkvæði.
Ástæðan er sú að þeir vita
yfirleitt ekki hvað er að
gerast. Sumir svokallaðir
upplýsingafulltrúar verða
eins og gúrúar í augum fyr-
irtækjarekenda eða innan
stjórnsýslunnar enda farið
víða í „störfum“ sinum sem
þeim hefur verið úthlutað. Þeir hafa
valist til starfa vegna þess að þeir
eru innvígðir og innmúraðir en
fagleg þekking á upplýsingamálum
skiptir mun minna máli.
Þegar ég hóf störf hjá Bechtel
sem byggði álver Alcoa á Reyðar-
firði var mér tjáð að ég þyrfti að
taka kúrsa í almannatengslum, sam-
félagssamskiptum og upplýsinga-
málum við viðurkennda háskóla á
netinu allan starfstímann á kostn-
að fyrirtækisins. Að auki þyrfti
ég að fara í höfuðstöðvarnar í San
Francisco og kynna mér menningu
fyrirtækisins. Ég maldaði í móinn
og sagði að ég væri með menntun
í viðskiptafræði með markaðsmál
sem sérgrein auk mikillar reynslu.
Jú, það var gott og blessað „en þið
Íslendingar hafið svo undar legar
hugmyndir um svona störf að við
viljum að þú tileinkir þér viður-
kennd vinnubrögð sem tíðkast í
flestum löndum“. Mér var ekki
ætlað að skrifa fréttatilkynningar
eða sjá til þess að hljóðneminn
væri í lagi á blaðamannafundum.
Mér var ætlað að taka frumkvæði
í að koma á framfæri upplýsing-
um um alla starfsemina, viðhalda
tengslum við alla hagsmunaaðila,
hlera samfélagið um hvaða upp-
lýsingar mættu að gagni koma og
bregðast við ef með þyrfti. Aðal-
atriðið væri að samfélagið fengi
upplýsingar óumbeðið til að fyr-
irbyggja tortryggni og viðhalda
góðum samskiptum við hagsmuna-
aðila. Meginmarkmið; að láta fram-
kvæmdirnar ganga vel fyrir sig í
sátt við umhverfi og samfélag. – Og
það gerðu þær svo sannarlega.
Mér var gert að sitja alla fundi
sem vörðuðu framkvæmdirnar og
kæmu mér að gagni við upplýs-
ingaflæði til samfélagsins. Fyrsta
reglan var að segja alltaf sann-
leikann. Önnur regla var að segja
aldrei; ég get ekkert sagt um málið
á þessu stigi – segja heldur; ég skal
segja þér allt sem ég get og veit um
málið og meira þegar ég fæ meiri
upplýsingar. Það kom mér veru-
lega á óvart að eitt stærsta verktaka-
fyrirtæki í heimi og var heldur ljós-
fælið fyrirtæki skyldi vera fúsara
að gefa upplýsingar en pínu litlar
stofnanir á Íslandi þar sem draga
þurfti allt út með töngum. Ástæðan
var einföld. Upplýsingafulltrúar
þessara stofnana vita minna en ekki
neitt um starfsemina eða eru log-
andi hræddir um að veita upplýsing-
ar um það sem þeir eru að gera. Því
meiri leynd, því mikilvægara starf.
Það er því undarlegt að enn skuli
ráðnir „upplýsingafulltrúar“ í ráðu-
neyti, stofnanir og fyrirtæki sem í
raun er ekki ætlað að gera neitt sem
að gagni getur komið. Blaðamenn,
uppgjafa pólitíkusar og besserviss-
erar sitja í flestum þessum störfum.
Að ekki sé talað um upplýsingafull-
trúa sem tóku þátt í hrunadansin-
um og sitja enn í bönkum og gjald-
þrota fyrirtækjum í eigu bankanna.
Þetta er því undarlegra að „hið nýja
Ísland“ á að vera upplýsingasam-
félag þar sem allt á að vera uppi
á borðum. Í þessum efnum hefur
ekkert breyst og jafnvel ráðnir
óhæfir starfsmenn án auglýsinga í
störf sem skipta mestu máli í þróun
okkar frá lokuðu samtryggingar-
kerfi einkavinavæðingar til nútíma
upplýsingasamfélags.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Undarlegir „upplýsingafulltrúar“
INGRID KUHLMAN
BJÖRN S.
LÁRUSSON
Bose SoundDock fyrir iPod
Verð frá: 49.900kr.
Canon PowerShot A480
Verð: 25.900kr.
EOS 1000D með 8 GB minniskorti og EF-S 18-55mm linsu er betri hugmynd og kostar aðeins 109.900kr.
Fáðu fleiri betri hugmyndir að jólagjöfum hjá okkur.
Sony Handycam
Verð: 69.990kr.
My Passport 320GB hýsill
Verð: 16.900kr.
IdeaPad U350 fartölva
Verð: 139.900kr.
Verslun Nýherja, Borgartúni 37
Glæsilegir
vinningar!
Spennandi leikur á betrihugmynd.is
netverslun.is