Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 28
28 5. desember 2009 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Úlfar Hauksson skrif- ar um örlög íslensks sjávarútvegs í ESB Ef Ísland gerist aðili að ESB er ekki raun- hæft að gera ráð fyrir því að Íslendingar geti staðið alfarið fyrir utan sjávarútvegsstefnu ESB til frambúðar; auk þess er spurn- ing hvort slíkt þjónaði hagsmun- um Íslands. Um þetta er þó ekkert hægt að fullyrða. Aðalspurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar geti tryggt hagsmuni sína og yfir- ráð á íslensku hafsvæði í aðildar- viðræðum. Í þessari síðustu grein af þremur verður farið yfir samn- ingsstöðu Íslands í aðildarviðræð- um en í fyrri greinum var farið ofan í saumana á sjávarútvegs- stefnu ESB og aðildarsamninga Noregs og Möltu. Samningsmarkmið Leiða má líkum að því að samn- ingsmarkmið Íslendinga verði í grundvallaratriðum þau sömu og Norðmanna, þ.e. að tryggja veiði- möguleika Íslendinga til frambúð- ar og áframhaldandi ábyrga stjórn fisveiða innan íslenskrar efnahags- lögsögu. Áherslur Íslendinga verða samt augljóslega að mörgu leyti aðrar en Norðmanna og á það sér efnahags- og landfræðilegar skýr- ingar. Íslendingar munu leggja áherslu á að um þjóðarhagsmuni sé að ræða en ekki svæðisbundna eins og Norðmenn gerðu. Eins og kom fram í síðustu grein þá deila Norðmenn fiskistofnum með ESB þar sem efnahagslögsögur þeirra og sambandsins liggja saman. Efnahagslögsaga Íslendinga ligg- ur hvergi að efnahagslögsögu ESB og eru flestir okkar helstu nytja- stofnar innan íslenskrar lögsögu staðbundnir. Á milli Íslendinga og ESB eru því engir samningar í gildi um nýtingu á deilistofnum í lögsögu hvors annars líkt og er á milli Norðmanna og sambands- ins. Samningsstaða Íslendinga er því augljóslega töluvert frábrugð- in samningsstöðu Norðmanna hvað þetta varðar. Veiðiréttindi og aflahlutdeild Í tengslum við EES-samningin gerðu íslensk stjórnvöld samning við ESB um gagnkvæm fiskveiði- réttindi og hefur ESB rétt til að veiða allt að þrjú þúsund tonn af karfa á afmörk- uðu svæði í íslenskri lögsögu innan ákveðins tímaramma. Á móti fá Íslendingar 30 þúsund tonn af loðnu sem ESB hefur fengið frá Græn- lendingum. Um veiðar ESB gilda strangar regl- ur og hefur eftirtekjan verið frekar rýr. Hvað varðar aðrar veiðiheim- ildir ESB á Íslandsmiðum þá höfðu Belgar um tíma rétt til að veiða allt að fjögur þúsund tonn af botnfiski hér við land. Síðustu árin náðu þeir einungis að nýta rúm þúsund tonn. Sú veiðireynsla sem ESB hefur innan íslenskrar lög- sögu, og byggt yrði á við úthlutun kvóta, er því sáralítil. Veiðireynsla fyrir útfærslu landhelginnar í 200 mílur yrði ekki tekin gild, ESB hefur gefið fordæmi fyrir því, og veiðireynsla Belga er einnig það gömul að hún er í raun fyrnd. Regl- an um hlutfallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil ef nokk- ur breyting yrði á úthlutun veiði- heimilda í íslenskri lögsögu. Gagnkvæmar kröfur í aðildarviðræðum Óhætt er að ganga út frá því sem vísu að í aðildarviðræðum komi fram krafa af hálfu einstakra ESB ríkja um aflahlutdeild á Íslands- miðum. Slík krafa kom fram í EES ferlinu og verður örugglega einn- ig varpað fram í komandi aðildar- viðræðum. Að sama skapi má slá því föstu að krafa Íslendinga verði sú að aflaheimildir ESB muni ekki aukast frá því sem nú er. Hér er um sambærilega kröfu og Norð- menn settu fram en þeim tókst að tryggja svo til óbreytta stöðu mála frá EES-samningnum. Leiða má líkum að því að þróun aðildar- viðræðna verði sú að ESB muni leggja áherslu á að sambandsþjóð- unum verði gert tæknilega mögu- legt að veiða þau þrjú þúsund tonn af karfa á Íslandsmiðum sem þau hafa rétt á samkvæmt EES-samn- ingnum. Líkleg niðurstaða er sú að gengið verði að þeim kröfum. Jafnframt má gera ráð fyrir því að í stað þess að semja um fasta aflatölu verði samið um ákveðna prósentutölu líkt og gert var um þorskafla norðan 62. breiddar- gráðu í norska samningnum. Hlutdeild ESB í karfa á Íslands- miðum verður því háð sveiflum í leyfilegum hámarksafla. Meðafli í öðrum tegundum yrði svo bundin við ákveðið hlutfall eins og venja er í slíkum samningum. Ef út í það er farið má túlka meðaflann þannig að þar með sé komið til móts við þó fyrnda veiðireynslu Belga. Í aðildarviðræðunum yrði því um að ræða nánari útfærslu á gildandi samningi við sambandið um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Að öðru leyti er engin ástæða til að ætla að sókn ESB-þjóða á Íslands- mið myndi aukast sem nokkru nemi frá því sem nú er nema ef til kæmi gagnkvæmur réttur Íslend- inga í lögsögu ESB. Ólíklegt verð- ur að teljast að ESB standi fast á kröfum um að við greiðum „aðgangseyri“ að sambandinu í formi umfangsmikilla veiðiheim- ilda. Aðilum sem málið varðar innan ESB er fullljóst að slík krafa yrði með öllu óásættanleg fyrir Íslendinga. Í EES-ferlinu á sínum tíma féll ESB frá öllum kröfum um veiðiheimildir í íslenskri lögsögu í skiptum fyrir aðgang að mörkuð- um og staðfesti „gífurlegt mikil- vægi fiskveiða fyrir Ísland“ og að sjávar útvegur sé „grundvöllur efnahagsstarfseminnar“. Engin ástæða er til að ætla að samband- ið snúi við blaðinu hvað þetta varð- ar í aðildarviðræðum. Fjárfestingar í sjávarútvegi Uppi hafa verið raddir um að slaka beri á núverandi löggjöf sem bannar beina eignaraðild útlendinga í sjávarútvegi. Samt sem áður má ætla að Íslendingar muni leggja töluvert upp úr því að ákvæði EES-samningsins um varan lega undanþágu frá fjárfest- ingum útlendinga í sjávarútvegi yrði fest í aðildarsamningi. Öruggt má telja að tímabundin undanþága fáist en ólíklegt er að varanleg undanþága næði fram að ganga. Þó má benda á að í tengslum við EES-samninginn héldu talsmenn ESB því fram, allt fram á síðustu stundu, að slík undan þága væri óhugsandi. Jafnframt má benda á skýra undanþágu sem Danir hafa um fjárfestingar útlendinga í sum- arbústaðalöndum og undanþágu Maltverja gagnvart fjárfestingum útlendinga í fasteignum og komið var inn á í fyrri greinum. Í aðildarviðræðum virðist um þrjá kosti að ræða sem grund- völl í samningum um takmarkan- ir á fjárfestingum erlendra aðila í sjávar útvegi: Að fá varanlega undanþágu líkt og nú er að finna í EES-samningnum; að fá ótvírætt leyfi til að setja lög sem binda heimild til fjárfestinga í sjávarút- vegi við búsetu – svipað og danska sumarbústaðaákvæðið; að fá heim- ild til að setja lög sem kveða á um sterk efnahagsleg tengsl á milli útgerðar og heimahöfn skips eins og fordæmi eru fyrir. Ákvörðun heildarafla Að því gefnu að Ísland fái ekki undanþágu hvað varðar ákvörðun heildarafla á Íslandsmiðum blasir sú staðreynd við að við aðild yrði endaleg ákvörðun tekin í ráð- herraráðinu. Eitt og sér er þessi staðreynd frágangssök að marg- ara mati og má líkja þessu við deiluna um ríkisráðsákvæðið á tímum sjálfstæðisstjórnmála. Þá settu margir sig upp á móti því að sérmál Íslands, sem Alþingi sam- þykkti, væru borin upp af ráð- herra Íslands í ríkisráði Dana til formlegrar staðfestingar. Engin dæmi voru um að ríkisráðið gerði grundvallarbreytingar á tillögum ráðherra Íslands. Samt sem áður snérust íslensk stjórnmál um þetta formlega ferli í marga áratugi og má með góðum rökum segja að sú deila hafi tafið framfarir í mörg- um þjóðþrifamálum eins og félags- og atvinnumálum. Engin ástæða er til að ætla að önnur sjónarmið en Íslendinga yrðu ráðandi við form- lega ákvarðanatöku á hámarksafla á Íslandsmiðum í ráðherraráði ESB þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni. Eftir sem áður myndi sjávarútvegsráðherra Íslands móta tillögur um hámarks- afla á Íslandsmiðum byggða á ráð- leggingum fremstu vísindamanna og í samráði við hagsmuna aðila. Formleg ákvörðun færi síðan fram á vettvangi ráðherraráðs- ins þar sem sjávarútvegsráðherra Íslands mun eiga sæti. Íslending- ar gætu svo úthlutað aflanum eftir því kerfi sem þeim hugnaðist best. Þetta er sá veruleiki sem blasir við án þess að nokkuð yrði sérstaklega að gert til að formfesta sérhags- muni Íslands í aðildarsamningi. Sérákvæði Sjávarútvegur snertir grundvallar- hagsmuni Íslendinga. Á því leikur enginn vafi og samninganefnd ESB er það fullkunnugt. Eins og kom fram í fyrri greinum hefur aldrei reynt á þennan málaflokk að neinu marki í aðildarviðræðum vegna þess að þjóð með ríkjandi hagsmuni í sjávarútvegi hefur aldrei sótt um aðild að ESB. Það er því alls ekki hægt að útiloka þann möguleika að Íslendingar geti náð fram í aðildarsamningi sérákvæðum sem tryggðu óbreytt fyrirkomulag á Íslandsmiðum til frambúðar. Að auki blasir sú stað- reynd við að íslenska fiskveiðilög- sagan er eins einagruð frá lögsög- um annara ESB ríkja og hugsast getur. Jean-Luc Dehane, fyrrver- andi forsætisráðherra Belgíu, viðraði á sínum tíma hugmyndir þess eðlis að gera íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið hluta af sjávarútvegsstefnu ESB ef til aðildarviðræðna kæmi. Hann sagði fordæmi fyrir því að önnur stjórnunarkerfi gildi á ákveðnum hafsvæðum, eins og til dæmis á svæðum við Írland og Hjaltlands- eyjar. Hér var Dehane að opna á þá umræðu að íslenska fiskveiði- lögsagan verði gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan ESB. John Maddison, fyrrum sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi, léði á sínum tíma einnig máls á svip- uðum hugmyndum. Segja má að þessi umræða hafi náð hámarki í umtalaðri „Berlínarræðu“ Hall- dórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, árið 2002. Rökin fyrir þessu sjónarmiði eru þau að ESB hefur vikið frá megin- stefnu sinni í sjávarútvegsmálum og skapast hefur fordæmi fyrir því að tekið sé tillit til sérþarfa einstakra svæða og byggðalaga sem háð eru fiskveiðum. Á það einkum og sér í lagi við í tilvik- um þar sem ekki getur orðið um að ræða mismunun á grundvelli þjóðernis vegna staðbundinna stofna sem einungis eru nýttir af innlendum aðilum. Sú staða er ríkjandi á Íslandsmiðum. Samantekt Hér hafa verið reifaðar hugmyndir um það hvort og þá hvernig Íslend- ingar geti tryggt hagsmuni sína í sjávarútvegsmálum í aðildarvið- ræðum við ESB. Ísland á hvergi lögsögu að ESB og Íslendingar sitja einir að staðbundnum nytja- stofnum. Sterk rök hníga að því að lítil sem engin breyting yrði þar á við aðild. Varðandi deilistofna á alþjóða hafssvæðum, sem lítið hefur verið hægt að fjalla um hér, þá hefur þegar verið samið um skiptingu þeirra og yrði til fram- tíðar byggt á þeim samningum. Eina undantekningin er makríll, sem Íslendingar eru nýlega farnir að nýta. Jafnframt hefur lítið verið hægt að fjalla um hugsanleg tæki- færi fyrir íslenskan sjávarútveg sem gætu opnast við aðild að ESB. Hér verður því ekki haldið fram að aðildarviðræður verði einhver dans á rósum fyrir samninga- nefnd Íslands. Það er alveg ljóst að Íslendingar þurfa á öllu sínu að halda í glímunni við samninga- nefnd framkvæmdastjórnarinnar. Jafnframt er augljóst að fullyrð- ingar í þá veru að það sé ekki um neitt að semja standast ekki gagn- rýna hugsun. Höfundur er stjórnmálafræðingur og vélstjóri á Sólbaki EA- 1. Greinin byggir á rannsókn höfundar sem birtist í bókinni Gert út frá Brussel? árið 2002. Jafnframt er stuðst við grein höfundar „Hvalreki eða skip- brot“ sem birtist í bókinni Ný staða Íslands í utanríkismálum frá 2007. ESB og íslenskur sjávarútvegur ÚLFAR HAUKSSON Uppi hafa verið raddir um að slaka beri á núverandi löggjöf sem bannar beina eignaraðild útlendinga í sjávarútvegi. ÖRYGGISMÖRK Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Ráðstefna á vegum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á Grand hótel miðvikudaginnn 9. desember kl. 13:30 Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona Setning: Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónu Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður AÐGANGUR ÓKEYPIS Frummælendur verða: Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Eva Þengilsdóttir formaður samtakanna Almannaheill Pétur Blöndal alþingismaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.