Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 48
48 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
B
ókin er viðbragð við
færeyska láninu,“ segir
Huldar. „Þegar Færey-
ingar lánuðu okkur pen-
ing þá rifjuðust Fær-
eyjar upp fyrir mér. Ég
var ekki búinn að hugsa þangað árum
saman og eiginlega búinn að gleyma að
eyjarnar væru til. Viðbrögð íslensku
þjóðarinnar komu mér líka á óvart. Það
fór í gang ákveðin Færeyjavæmni og
þeir voru allt í einu orðnir okkar eina
sanna vinaþjóð. Mér fannst skrítið að
upplifa það því ég hafði aldrei komið
til Færeyja og ekki einu sinni talað við
Færeying. Ég fór að velta Færeyjum
fyrir mér. Að maður vissi allt um eyj-
arnar en samt ekki neitt. Að þær virt-
ust fjarlægar en væru samt bara einn
og hálfan tíma í burtu. Þetta allt gerði
mig forvitinn og ég fékk eyjarnar hálf-
partinn á heilann. Ákvað svo að skella
mér.“
Eins og gallalausir Íslendingar
Fyrst lýsti Huldar ferðum sínum um
Ísland á gömlum jeppa í bókinni Góðir
Íslendingar sem kom út 1998. Svo
flæktist hann yfir fjöll og firnindi
meðfram Kínamúrnum í bókinni Múr-
inn í Kína, sem kom út 2004. Færeysk-
ur dansur lýsir mánaðarlöngu flandri
um stærstu eyjarnar af þeim átján sem
saman mynda Færeyjar.
„Í öllum þessum þremur bókum hef
ég gert í því að vera grænn þegar ég
fer af stað. Að vita ekki mikið um stað-
ina sem ég er að heimsækja. Mér finnst
skemmtilegra að mæta sem venjulegur
maður og mig grunar að maður sé nær
lesandanum þannig,“ segir Huldar.
Þú hlýtur samt að hafa haft
einhverjar væntingar til Færeyja.
„Jú, jú, maður hafði séð sjarmerandi
ljósmyndir af trillum og svona. Eyj-
arnar voru miklu minni ég átti von
á. Fyrstu viðbrögðin þegar ég kom til
Þórshafnar voru að ég væri kominn til
Hafnarfjarðar.“
Það má lesa í bókinni að þú kunnir
vel við Færeyinga.
„Já, þeir eru stundum eins og galla-
lausir Íslendingar. Þeir eru hægari en
við og lifa meira í núinu. Minna stress-
aðir. Það er reyndar fyndið hvernig
þeir horfa á okkur. Það er sagt í Fær-
eyjum að það þurfi tíu gyðinga til að
plata einn Íslending í fjármálum en
einn gyðing til að plata tíu Færeyinga.
Þetta segja þeir meira að segja ennþá.
Það er rasismi í þessu kommenti en
það sýnir samt hvaða augum þeir líta
á okkur. Sérstaklega líta þeir upp til
okkar í sjálfstæðismálunum af því að
við kýldum á það en þeir hafa ekki gert
það ennþá. Danir fara mjög mikið og
mjög auðveldlega í taugarnar á þeim,
kannski skiljanlega, en Íslendingarn-
ir ekki. Þeir vilja meina að við séum
ennþá voða klárir þrátt fyrir hrunið.
Við lentum bara í því. Þeir lentu nátt-
úrlega sjálfir í svipuðu á sínum tíma.“
Glottandi tuddar
Er færeyski lífsstíllinn eitthvað sem við
ættum að tileinka okkur?
„Við getum lært eitt og annað af
þeim, já. Daglega lífið er fallegt hjá
þeim. Miklu afslappaðra og rembings-
lausara. Þegar maður horfði heim frá
Færeyjum fannst manni Íslendingarn-
ir svolítið gráðugir og grimmir. Íslend-
ingar glotta mun meira en Færeyingar.
Þeir eru grunlausari og vænta einskis
ills á meðan við erum með svartan
húmor og getum verið tuddar.“
Höfum við breyst eitthvað eftir
bankahrunið?
Færeyingar glotta minna en við
Fimm árum eftir að hann flæktist meðfram Kínamúrnum birtist Huldar Breiðfjörð nú með ferðabókina Færeyskur dansur.
Huldar sagði Dr. Gunna að Færeyingar litu enn upp til Íslendinga og teldu þá afburðamenn í viðskiptum.
ÞRÁ EFTIR SAMHENGI Huldar Breiðfjörð segir að hann hafi haft Færeyjar á heilanum áður en hann skellti sér þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég fer í Kópavog á hverjum degi og
syndi í sundlauginni. Þetta er besta
sundlaug á landinu. Maður nær að
tengja í ræturnar. Ég bjó þarna í gegnum
allan grunnskólann. Bjó á Nýbýlavegi og
fór í Digranesskóla. Kópavogur er bara
staðurinn. Ég á eftir að flytja þangað
aftur. Mér er sagt að þeir sem alist upp
í Kópavogi og flytji í burtu komi alltaf
til baka. Mér þótti hræðilegt að flytja
á sínum tíma, en það var ágætt að sjá
heiminn. Fara alla leið til Reykjavíkur.
Ég skil samt ekki alveg hvað er í gangi
þarna í Smáralindinni. Mér finnst það
ekki hafa tekist mjög vel. En „Kópavogur
classic“ – austurbærinn og vesturbærinn
– er orðinn að einhvers konar Kóphattan
nú þegar öll þessi nýju úthverfi eru risin.
Sundlaugin heldur þessu bæjarfélagi í
topp þremur á Íslandi. Ekki skemmir fyrir
að Blikarnir eru orðnir bikarmeistarar.
Arnar Grétarsson, gamli bekkjarfélagi
minn, náði loksins að lyfta bikar. Það
er búið að leyfa hundahald í bænum.
Manni fannst það alltaf svo ómanneskju-
legt að hundahald væri bannað. Svo
er Gunnsteinn, gamli smíðakennarinn
minn, orðinn bæjarstjóri, þannig að það
mælir allt með því að ég flytji í Kópavog-
inn bara strax á morgun!“
HULDAR UM KÓPHATTAN
„Tja … við erum ennþá stödd í miðj-
unni á þessu öllu svo það er erfitt að sjá
það. Mér finnst þó meiri samkennd á
meðal fólks og meiri samstaða. Fólk er
meira boðið og búið. Ég vona að þetta
sé breyting til frambúðar. Ég kann þó
alveg ágætlega við geggjunina í Íslend-
ingum þó að hún hafi reyndar keyrt úr
hófi fram í þetta skiptið.“
Ertu búinn að ákveða hverjum hrunið
er um að kenna? Hvern myndirðu velja
ef þú værir í rannsóknarnefndinni?
„Úff, það eru svo margir sem koma
til greina. Nei. Maður flengist fram og
til baka í þessari umræðu og nær aldrei
utan um hana. Maður er ennþá að reyna
að koma sér upp skoðun á þessu.“
Ertu ekkert farinn að loka bara á
þetta allt saman?
„Jú smá, en samt upplifir maður
það þannig að maður megi ekki loka á
þetta. Að það sé ábyrgðarhlutverk að
láta sig hafa það og hlusta á allan hel-
vítis Spegilinn til enda. Að vera með-
vitaður.“
Hefur eitthvað breyst í þínu lífi?
„Í sjálfu sér ekki. Ég er enn að vinna
á auglýsingastofu og að kenna. Það er
helst að aðgangur manns að útlöndum
hafi breyst. Ég fór til dæmis til Dan-
merkur um þarsíðustu helgi og var að
drekka kaffibolla á 1.200 kall og borða
pylsu á 600 kall. Ég hef aldrei verið
eins feginn að komast heim í íslenskt
verðlag!“
Svo ég spyrji þig nú allra kreppu-
klisjuspurninganna: Hver er leiðin út
úr kreppunni?
„Er það ekki bara að halda áfram að
lifa og láta tímann líða? Að halda áfram
að vakna á morgnana hlýtur að vera
eina leiðin.“
Annað en ævintýraþrá sem togar
Allnokkrir höfundar sérhæfa sig í
ferðasögum, en Huldar er líklega sá
eini hér á landi.
„Þetta æxlaðist svona og ég er bara
glaður og ánægður með það. Það detta
alltaf einhverjar ferðasögur inn, en
það er furðulega lítið af þeim miðað
við hvað Íslendingar ferðast mikið og
miðað við að annan hvern Íslending
dreymir um að skrifa. Ég var búinn
að ferðast svolítið áður en ég skrifaði
Góðir Íslendingar. Sú bók og þessi nýja
eru tengdar að því leyti að í þeim er
þrá eftir samhengi, þrá eftir að setja
sjálfan sig í samhengi. Mér finnst
íslenska þjóðin oft vera samhengis-
laus. Þó hún eigi að heita ein af Norð-
urlöndunum upplifi ég okkur ekki sér-
staklega mikið þannig. Ég var búinn
að flækjast um allan heim áður en ég
ferðaðist um Ísland og upplifði svipaða
hluti með Færeyjar, sem er næsta land
við okkur. Ég var búinn að fara út um
allt en ekki þangað.“
Hefur þú augastað á einhverjum stað
fyrir næstu bók?
„Nei, en ég er hrifinn af úthverfum
og frekar flötum stöðum. Ég er ekki
hrifinn af ævintýrastöðum eins og að
fara til Kúbu, Afganistan eða Afríku.
Það er annað sem togar í mig en ævin-
týraþrá þó að Kínabókin hafi verið
hálfgert rugl. Það var mikil þrekraun
að ganga yfir fjöll í þrjá mánuði. Ég
vissi bara ekkert hvað ég var að fara
út í þegar ég lagði af stað.“
Lestu mikið af ferðabókum sjálfur?
„Nánast aldrei, nei. Ég hef til dæmis
aldrei lesið bók eftir Bill Bryson. Ég
tek eina og eina. Ég er hrifinn af
bókum Pauls Theroux. Hann er alltaf
svo skemmtilega pirraður og þreyttur
á þessu og ég hef gaman af því.“
Fókus á Flateyri
Hversu sannleikanum samkvæmar eru
bækurnar þínar?
„Ég vil að þær renni vel og að
atburðarásin ráði. Ég vinn þetta upp
úr dagbókum og færi kannski aðeins
til upp á flæðið. Ég er aðeins búinn að
fikta í þessu enda finnst mér skemmti-
legt að hafa lesandann stundum á
mörkum staðreynda og skáldskapar.
Frá og með fyrsta degi þegar ég er að
skrifa bækurnar þá byrja ég daginn á
að skrifa í dagbókina. Það stillir mann
af og maður fer fókuseraður út úr húsi
í leit að efni og stöðugt að hugsa.“
Hvar kláraðir þú svo bókina?
„Ég skrifaði hana á Flateyri. Eftir
Færeyjaferðina fór ég vestur og kom
mér fyrir í Önundarfirði. Það var hinn
fullkomni fókuspunktur. Fallegur
fjörður sem er rammaður inn af fjöll-
unum. Það er búið að dynja svo mikið á
þessum stað að það er bara æðrulaust
fólk eftir. Það eru tæplega 200 eftir af
450, skemmtilegt og sterkt fólk. Fær-
eyingar gáfu Flateyri leikskólann eftir
flóðin svo Flateyringum þykir vænt um
Færeyinga.“
Gætirðu hugsað þér að búa í Fær-
eyjum eða á Flateyri til frambúðar?
„Nei, ekki eins og er. Það kemur
kannski að því síðar. Maður þyrfti
að vera með fjölskyldu með sér. Það
er gott að vera þarna hluta úr ári, en
koma svo aftur í bæinn og halda áfram
að rugla.“
Það er sagt
í Færeyjum
að það
þurfi tíu
gyðinga til
að plata
einn Ís-
lending í
fjármálum
en einn
gyðing til
að plata
tíu Færey-
inga. Þeir
segja þetta
meira að
segja enn-
þá.
SUNDLAUGIN Í KÓPHATTAN