Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 54
54 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
Þ
egar Þórunn var á sjötta ári
(1945) var farið að ræða á
heimilinu að fjölskyldan flytt-
ist til Englands, en Jóhann,
faðir Þórunnar hafði mikinn
áhuga á að mennta sig frekar
í tónlist, einkum hljómsveitarstjórn. Jafn-
framt var rætt um að Þórunn héldi tónlist-
arnámi sínu áfram í Lundúnum á meðan
fjölskyldan byggi þar. Þessi Englandsför
var því hugsuð fyrir þau bæði. Hvorki
Jóhann né Klöru grunaði þá að borgin
yrði heimili þeirra næstu áratugina enda
var í fyrstu aðeins ætlunin að vera eitt ár
í burtu.
Það var þó ekki hlaupið að því að fá land-
vistarleyfi. Umsókn Jóhanns var synj-
að af yfirvöldum enda var matarskortur
mikill í borginni og húsnæðismál í ólestri.
Jóhann lét fylgja með landvistarumsókn-
inni til breska innanríkisráðuneytisins að
kornung dóttir hans væri á leið í tónlist-
arnám við Royal Academy of Music. Þá
óskaði breska innanríkisráðuneytið eftir
skriflegri staðfestingu frá skólanum þess
efnis. Þegar Jóhann fór á fund rektors var
honum tjáð að það væri algjörlega óraun-
hæft að sjö ára barn ætti erindi í slíkan
skóla. Rektorinn spurði þó hvort til væri
hljóðupptaka með píanóleik barnsins. Þá
mundi Jóhann eftir hljóðupptökunni, sem
var í vörslu útvarpsins, með Beethoven-
sónötunni. Hann lét senda sér hana til Eng-
lands og eftir að skólastjórinn hafði hlýtt á
upptökuna samþykkti hann að barnið fengi
inngöngu í yngri deild skólans. Þórunn var
með þessu orðin yngsti nemandinn sem
tekinn hafði verið inn í Royal Academy
of Music, aðeins sjö ára gömul, en yngri
deildin var ætluð tólf ára nemendum.
Basl
Þórunni finnst óskemmtilegt að hugsa til
þessara fyrstu ára fjölskyldunnar í stór-
borginni. Kuldi og raki, slæm húsakynni
og endalausir flutningar eru henni ofar-
lega í huga. „Mér var alltaf kalt.“ Klöru,
móður Þórunnar, fannst eins og hún væri
að fara hundrað ár aftur í tímann að koma
til Lundúna. Það voru engir skápar í fyrstu
íbúðinni, sem fjölskyldan bjó í, og það var
ekki þægilegt fyrir stóra fjölskyldu, auk
þess sem hún var ísköld. Síðan þurftu þau
að sætta sig við matarskömmtun. Fiskur og
grænmeti var þó ekki skammtað og nýtti
fjölskyldan sér það þótt fiskmetið væri
dýrt. Hins vegar fengu þau næga mjólk,
einn pott fyrir hvert barn, og var það jafn-
vel meira heldur en fékkst í Reykjavík á
þeim tíma. Kjötmáltíð fékkst einu sinni í
viku, en lítið var til af smjöri og sykri. Þá
var brauð af skornum skammti.
„Við bjuggum fyrst í Gloucester Road í
Kensington, fluttum okkur fljótlega í aðra
íbúð í því hverfi og síðan vorum við á hót-
eli í skamman tíma. Við vorum stöðugt að
flytja á milli íbúða, bjuggum einnig um
tíma í Earls Court. Fjölskyldan var eins
og sígaunar á endalausum þvælingi um
borgina.“
„Fyrstu árin eftir að ég flutti út sótti ég
ekki nám í venjulegum breskum barna-
skólum heldur kenndi pabbi mér heima.
Ég fékk því íslenska, bóklega menntun
þar til ég varð ellefu ára. Pabbi fékk allar
námsbækur að heiman til að ég fengi sömu
menntun og jafnaldrar mínir á Íslandi.
Hann hafði töluverðan metnað til þess að
ég héldi íslenskunni góðri og við töluðum
alltaf íslensku á heimilinu. Á meðal þess
sem pabbi kenndi mér var íslenska, landa-
fræði, kristinfræði, dýrafræði og stærð-
fræði. Drjúgur tími fór síðan í æfing-
ar á píanóið. Yfirleitt æfði ég mig í þrjár
til fimm klukkustundir á dag, alla daga
vikunnar.“
Tónleikaferðir til Íslands
Til að fjölskylda Þórunnar gæti framfleytt
sér í Lundúnum varð hún að hafa einhverj-
ar tekjur og þær komu frá Íslandi. „Mín
fyrsta tónleikaferð til Íslands var árið
1947 þegar ég var átta ára gömul. Þetta
var skelfileg flugferð með einni fyrstu
farþegaflugvélinni, sem Lofleiðir keyptu,
Douglas DC-4 Skymaster. Hún tók 38 far-
þega og 7 voru í áhöfninni. Það var ískalt
um borð í vélinni og ferðin tók margar
klukkustundir.“
Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram
í Trípólíbíói. Þar flutti Þórunn Mozart,
Chopin og Haydn en einnig verk sem hún
hafði samið sjálf þegar hún var sex ára.
Þessi ferð var frekar stutt en síðar voru
þau feðginin oft mánuð í senn á Íslandi.
Þá ferðaðist Þórunn um landið og hélt
tónleika.
Blöðin slógu því iðulega upp þegar Þór-
unn litla, eða „undrabarnið“, eins og hún
var kölluð, og faðir hennar komu til lands-
ins og margir sóttust eftir því að fá hana til
að vera með tónleika. Almennur áhugi var
á að heyra þetta íslenska undrabarn, sem
stundaði nám í enskum tónlistarháskóla,
leika.
Oft var farið til Akureyrar, Húsavíkur,
Dalvíkur, Siglufjarðar, Akraness, Selfoss,
Vestmannaeyja og einnig vestur á Ísafjörð.
„Við fórum þó aldrei á Austfirði. Ég man
eftir því í eitt skipti að við vorum í Vest-
mannaeyjum þar sem ég hafði verið með
tónleika. Daginn eftir átti ég að spila á
Akranesi og við áttum að fljúga til Reykja-
víkur en þar sem ekki var flogið vegna
veðurs sigldum við með litlum mjólkurbát
yfir til Þorlákshafnar og þaðan var keyrt
á Skagann. Mér leið ekki vel, var eigin-
lega fárveik og kastaði upp. Í bátnum var
stæk lykt af bensíni og mjólk sem bland-
aðist saman og það var hræðilegt. Þegar
ég byrjaði að spila á tónleikunum fannst
mér eins og nóturnar gengju í bylgjum.
Ég sagði pabba frá því hvernig mér leið og
hann sagði að ég mætti engum segja frá
því. Það var auðvitað ekki gott til afspurn-
ar hve strangt tónleikaprógramm hafði
verið sett upp fyrir barnið. En þessar
tónleikaferðir héldu fjölskyldunni uppi.“
Erfiðleikar heima
Hinir sífelldu flutningar fjölskyldunnar
á milli staða fyrstu árin í Lundúnum auð-
velduðu Þórunni ekki lífið. Enn þungbær-
ara þótti henni þó hversu vínhneigður faðir
hennar var. „Pabbi drakk allt of mikið og
þurfti ekki nema örlítinn sopa af áfengi,
að mér fannst, til að það yrði á honum per-
sónuleikabreyting. Hann minnti mig stund-
um á sögupersónuna Dr. Jekyll and Mr.
Hyde en slíkar breytingar verða oft á fólki
sem á við áfengisvanda að glíma.“
Þórunn hafði jafnframt áhyggjur af því
hversu illa faðir hennar fór með fé fjöl-
skyldunnar og hversu ótrúlega óskipu-
lagður hann var í þeim málum. Enda-
lausir erfiðleikar urðu þegar borga átti
húsaleiguna um hver mánaðamót.
„Pabbi var að öðru leyti vænn maður,
góðhjartaður og vildi allt fyrir alla gera.
Auk þess var hann mjög hæfileikaríkur á
tónlistarsviðinu. Það fóru bara alltaf allir
hlutir í bölvaða vitleysu hjá honum. Það
sem fór með hann var þessi áfengisdrykkja
og kæruleysi í peningamálum. Þetta ástand
á heimilinu gerði mig mjög áhyggjufulla og
ég hugsaði oft með mér: Af hverju getum
við ekki bara átt venjulegt og heilbrigt
fjölskyldulíf?“
Öryggisleysið, sem áfengisdrykkja
Jóhanns olli Þórunni á barnsaldri, hefur
mótað hana alla tíð og stundum segist hún
fá óþarfa áhyggjur sem hún telur að séu
afleiðingar frá æskunni. Öryggi, traust og
gott skipulag á hlutunum hafa alla tíð síðan
skipt hana miklu máli.
„Einnig fannst mér óþægilegt að svo
virtist sem foreldrar mínir teldu mig eldri
en ég var í raun því alveg frá sjö, átta ára
aldri var ég þátttakandi í foreldratali,
vandamál foreldra minna urðu einnig mín
vandamál. Peningamál og áhyggjur af hús-
næðismálum voru rædd við mig eins og ég
væri fullorðin. Stundum þótti mér nóg um.
Það var eins og við værum þrjú að reka
heimilið. Eflaust var það einmitt þannig
því að ég fékk töluverðar tekjur af tónleik-
unum mínum sem allar runnu til reksturs
heimilisins.“
Um tvítugt kynntist Þórunn eiginmanni
sínum Vladimír Ashkenazy, sem var líkt og
hún afar efnilegur píanóleikari. Þau gift-
ust og eignuðust fimm börn. Þórunn lagði
píanóleik á hilluna og gerðist helsti tón-
listarráðgjafi eiginmanns síns. Hann er
nú talinn einn besti og virtasti píanóleikari
heims.
Skútusiglingar og St. Lucia
„Sumarið sem ég varð fimmtug, árið
1989, sigldum við í tíu daga og fórum þá til
Kýpur sem er nokkuð löng sigling en var
mjög ánægjuleg ferð. Við leigðum skútu í
þrjú sumur og þar sem okkur og börnun-
um okkar líkaði þessi ferðaaðferð svo vel
ákváðum við árið 1992 að fjárfesta í 70 feta
skútu sem var undir breskum fána og hét
Aquarius.
Stundum bjóða þau hjón gestum með sér
í siglingu enda er skútan rúmgóð. Þar eru
tvær góðar káetur með litlum baðherbergj-
um, stofa og eldhús auk rýmis fyrir áhöfn.
Bæði fjölskyldan og vinir þeirra hafa siglt
með þeim. ...
Skútunni hafa þau siglt talsvert í Eyja-
hafinu og í Miðjarðarhafinu en einnig við
St. Lucia í Karíbahafi, þar sem þau hafa
átt frístundahús í fimm ár. Húsið létu þau
smíða sérstaklega fyrir sig en það stendur
hátt uppi í fjalli og frá því er afar fallegt
útsýni. Frá húsinu og niður í sundlaugar-
garðinn eru 96 þrep svo að það er talsverð
líkamsrækt að ganga það. Undanfarin jól
hafa þau hjón farið til St. Lucia og dvalið
þar í sex vikur. „Við njótum þess mjög að
slaka þar á og endurnýja okkur fyrir næsta
áhlaup. ...
Sasha, yngsta dóttir okkar, gifti sig í St.
Lucia og þá kom öll fjölskyldan þar saman.
Það var mjög skemmtilegt þótt mér finn-
ist stundum vera fullmikil læti í kring-
um okkur þegar svona margt fólk kemur
saman. Við eigum sjö barnabörn og þetta
er því orðinn stór hópur. Það var mikið líf
og fjör hjá okkur og brúðkaupsveislan mjög
vel heppnuð á þessum fallega stað.“
Tónleikaferðir til
Íslands héldu fjöl-
skyldunni uppi
Þórunn Ashkenazy var undrabarn sem einungis sjö ára gömul
hóf nám í píanóleik við konunglegu tónlistarakademíuna í Lund-
únum. Í nýútkominni bók eftir Elínu Albertsdóttur er átakamik-
illi æsku hennar lýst og viðburðaríkri ævi en Þórunn hefur farið
víða um heim ásamt eiginmanni sínum Vladimír Ashkenazy
píanóleikara. Fréttablaðið birtir hér kafla úr bókinni.
UNDRABARNIÐ Þórunn var þaulvön að koma fram
þegar á unga aldri. Á myndinni er hún átta ára.
HEIMSKONA Þórunn og eiginmaður hennar hafa
ferðast víða og eiga sér athvarf í mörgum löndum.
VILLUR VÍÐA UM HEIM Hér sést í hluta af villu þeirra hjóna á eyjunni St.Lucia í Karíbahafi, en þau eiga
húseignir í nokkrum löndum, meðal annars fornan kastala í Frakklandi.
ÞÓRUNN LITLA MEÐ FÖÐUR SÍNUM JÓHANNI TRYGGVASYNI Feðginin standa á tröppum Royal Academy of
Music í Lundúnum. Þórunn er yngsti nemandi sem hefur útskrifast úr skólanum.