Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 56
56 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
Í
slenska tónlistarútrásin heldur
áfram eins og ekkert hafi í skor-
ist. Hljómsveitin múm hefur verið
að fylgja eftir nýjustu plötunni
sinni, Sing along to songs you
don‘t know, síðan í ágúst og spilað
á hátt í áttatíu tónleikum fyrir alls konar
fólk á alls konar stöðum. Bandið hefur
ferðast þvers og kruss um Evrópu, til
Japans og Ísraels og hringinn í kringum
Bandaríkin og Kanada. Heimkomutón-
leikar múm fara fram föstudagskvöldið
18. desember í Iðnó og verða fyrstu tón-
leikar hljómsveitarinnar hérlendis síðan
2004, ef framkoma sveitarinnar á Air-
waves 2007 er undanskilin. Ýmislegt
skemmtilegt getur gerst á vegum úti. Hér
eru nokkur sýnishorn frá heimstúr múm.
Örvar Þóreyjarson Smárason sér um að
útskýra myndirnar.
múm flengist
um heiminn
Slitnir gítarstrengir, tómar bjórflöskur, kaldar rútur,
óvæntar uppákomur, sólgleraugu og táfýlusokkar.
Þetta er allt hluti af lífi tónlistarmannsins á vegum úti.
Í Lúxemborg „Eiríkur Orri er sérstaklega
hress maður og gerir allt til þess að létta
lundina og stytta stundirnar á ferðalögum
okkar. Á þessari mynd er hann að sýna vel
þekkta stellingu í svörtum grunnbúningi.“
MYND/SAM HISCOX
Katowice í Póllandi „Benni Hemm
Hemm hitaði upp fyrir okkur á stórum hluta
Evróputúrsins og eins og lesa má úr svipnum
á Gunnari er hann ljúfur ferðafélagi. Það er
alltaf gaman fyrir okkur að spila í Póllandi,
enda eru landsmenn mjög hlýir og opnir og
kunna vel að meta svona hálf-ringlaða popp-
tónlist.“ MYND/SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR
Brussel „Hljómsveitin múm á sviði.“
MYND/SAM HISCOX
Winterthur í Sviss „Eftir miðnætti að
loknum tónleikum okkar í Winterthur var
ákveðið að Hildur ætti afmæli. Henni voru
færðar þessar litríku makkarónur og fyrir ein-
skæra tilviljun var hún í kjól í stíl við kökurnar.
Vakti það kátínu.“ MYND/SAM HISCOX
Eyjan Vlieland
við norður-
strönd Hol-
lands „Daginn
eftir makkarónu-
afmælið flugum
við svo beint til
Hollands þar sem
okkur var smalað
í ferju á leið á
tónlistarhátíðina
Great Wide Open
sem fer fram á
huggulegri eyju
þarna fyrir norðan.
Skyndilega brast
á aftakaveður og
áður en við spil-
uðum var okkur
tilkynnt að báturinn sem átti að fara með okkur til baka væri ekki byggður fyrir svoleiðis sjó-
ferðir. Þar sem samkvæmt dagatalinu var ennþá afmælið hennar Hildar var ákveðið að halda
upp á að við værum veðurteppt með því að taka þátt í skemmtilegum hollenskum leik, sem
gengur út á að negla tíu tommu nagla í viðardrumb. Eftir langa keppni stóð Eiríkur uppi sem
sigurvegari og var hann hylltur sem slíkur.“ MYND/SAM HISCOX
París „Við tókum upp nokkur lög fyrir „Take-Away-Show“ seríuna sem vakið hafa svo mikla athygli á hinu franska
Blogotheque. Hér erum við í strætó, nýbúinn að syngja lagið „If I Were a Fish“ fyrir farþegana, sem þó virtust varla
taka eftir okkur.“ MYND/SAM HISCOX
Aftur París „Við enduðum upptökurnar
fyrir Blogotheque í þessum útsýnisskála í
Buttes Chaumont-garðinum með útsýni yfir
borgina.“ MYND/SAM HISCOX
Tókýó „Japansferðin var skemmtileg eins og áður og virðist landið liggja vel
fyrir okkur. Á þessari mynd eru Róbert, Samuli, Hildur, Gunnar og Sigurlaug að
skoða sig um í almenningsgarði.“ MYND/EIRÍKUR ORRI ÓLAFSSON
New York „Síðan í ágúst höfum við að mestu leyti búið í rútu. Hér erum
við fyrir utan heimili okkar, sem að þessu sinni er lagt fyrir utan tónleika-
staðinn í New York.“ MYND/ANGEL CEBALLOS
Swift Current í Kanada „Við fengum einn frídag
allan Norður-Ameríkutúrinn og eyddum honum í smábæ í
Saskatchewan-fylki í Kanada. Það var einmitt hrekkjavaka þetta
kvöldið, en fátt í boði í þessum bæ nema sýning á Rocky Horror
Picture Show. Við náðum ekki að safna saman nægilega mikilli
orku til að fara, en Róbert og Sindri úr Sin Fang Bous létu þó ekki
sitt eftir liggja og klæddust þessum fallegu kjólum.“ MYND/SAM HISCOX
Seattle „Við fórum í nokkrar útvarpsupp-
tökur á meðan á ferðalaginu stóð. Hér erum
við í útvarpstúdíói KEXP í Seattle.“
MYND/SAM HISCOX
Portland „Frítími getur verið af skornum
skammti á hljómleikaferðalögum og því
mikilvægt að nýta tímann vel. Hér erum við
strákarnir komnir með bæjarleyfi og á leiðinni
í átt að miðborg Portland í Oregon. Eftirvænt-
ingin leynir sér ekki.“ MYND/EIRÍKUR ORRI ÓLAFSSON