Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 64
5. desember 2009 LAUGARDAGUR2
„Sumar gjafirnar voru skrýtnar,
til dæmis þegar ættingjarnir rugl-
uðust á hvað maður væri gamall.
Ég fékk rakspíra í jólagjöf átta
ára og púsluspil með Íslands-
korti fjórtán ára.“ Þetta og margt
fleira skemmtilegt rifjar Magnús
Scheving meðal annars upp í bók-
inni Jólaminningar sem birtir
viðtöl við tólf þekkta Íslendinga
og endurminningakafla eftir aðra
tólf sem nú eru látnir. Þó mikill
aldursmunur sé á sögumönnunum
er ljóst að hátíðin á alltaf sinn sess
í hugum fólks þótt tímarnir hafi
breyst og ytri umgjörð jólanna
líka.
Ingibjörg Þorbergs, söngkona
og tónskáld, er einn viðmælenda í
bókinni. Hún segir meðal annars:
„Ég var voða mikið jólabarn og
hef alltaf verið. Þegar ég var orðin
fullorðin fór ég að semja jólalög í
staðinn fyrir að baka smákökur.“
Þetta rifjar hún upp nú þegar
fimmtíu og fimm ár eru
frá því lag hennar „Hin
fyrstu jól“ kom út á 78
snúninga plötu.
Í bókinni er líka brot
úr grein eftir Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur
frá 1912. Þar stend-
ur meðal annars:
„Margir kvarta yfir
umstanginu við jólin
og kostnaðinum við
þau. En það er ekki
rétt, jólin leiða það
besta fram í mönn-
unum, þar sem þau
fá að njóta sín. Þau
gera okkur kærleiksríkari. Á jól-
unum langar okkur til að sjá alla
glaða. Þá óskum við að friður á
jörðu og guðsvelþóknun hvíli yfir
öllum mönnum.“
Í þriðja kafla Jólaminninga
eru rifjaðar upp fréttir úr fjöl-
miðlum sem tengjast jólahaldi á
tuttugustu öld. Sem
dæmi má nefna frétt
Morgunblaðsins frá
19. desember 1937
af því að gjaldeyris-
og innflutningsnefnd
hefði ákveðið að synja
beiðni kaupsýslu-
manna um innflutn-
ing á ávöxtum fyrir
jólin. Við annan tón
kveður 1941. Þá skrifar
Freysteinn Gunnarsson
skólastjóri meðal ann-
ars: „Aldrei hefur kaup-
geta manna í þessum
bæ verið slík sem nú og
munu jólakaup almennings bera
því órækt vitni.“
Jónas Ragnarsson tók saman
þessa bók og í formála kemur
fram að það sé ósk hans og útgef-
anda að hún hjálpi landsmönnum
að komast í jólaskap.
gun@frettabladid.is
Fékk rakspíra átta ára og
Íslandspúsl fjórtán ára
Hátíð ljóssins í hugum Íslendinga er undirtitill nýrrar bókar sem Bókafélagið Ugla gefur út. Hún heitir
Jólaminningar og þar eru birtar frásagnir þekktra Íslendinga og viðtöl við aðra um jólin í þeirra lífi.
Ingibjörg Þorbergs, söngkona og tónskáld, samdi jólalög í stað þess að baka smákökur en á hægri myndinni er Magnús Scheving
með öskju sem hann fékk í jólagjöf frá dóttur sinni þegar hún var fjögurra ára. MYND/ÚR BÓKINNI JÓLAMINNINGAR
JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafar-
vogs eru prýdd myndinni Vetrardrottningin
eftir Ólöfu Erlu Einarsdóttur.
H O M E F A S H I O N
Zeus heildverslun - Sia
Austurströnd 4 • 170 Seltjarnarnes
Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - s: 581 2141
20% afsláttur
af úlpum og kápum
www.hjahrafnhildi.is