Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 83
matur 7
Hvort sem marsípanið er í þrívídd eða flatt þá er það mikil prýði.
Hér er það sem til þarf í jólasveina-
húfu, poka og skúf.
Hendur, skegg og nef. Jólasveininn er auðvelt að gera í
nokkrum skrefum.
Bryndís Marsibil Gísladóttir,
starfsmaður hjá versluninni Vín-
berið við Laugaveg, er líkt og aðrir
farin að huga að bakstrinum fyrir
jólin. „Það skal nú viðurkenn-
ast eins og er að þegar maður er
að vinna eins og ég langt fram á
kvöld þá er ekki mikill tími aflögu
í bakstur. En ég hef einsett mér
að nýta hann sem best til að baka
nokkrar gerðir af smákökum,“
segir hún og telur þær upp. „Korn-
flexkökur skreyttar með súkkul-
aðiperlum og smartís falla í kram-
ið, piparkökur sem yngstu börnin
telja órjúfanlegan hluta jólanna
og hafrakökur með heimagerðu
rækjusalati sem eru fastur liður í
jólahaldi fjölskyldunnar. Þetta er
góð aðferð til að sameina fjölskyld-
una.“ Hún segir liggja beint við að
bjóða upp á gott konfekt.
Á hvaða leynivopnum skyldi
Bryndís svo luma á í eldhúsinu.
Hún hlær við. „Veistu að það er
einna helst góða skapið, ég á ekk-
ert annað leynivopn,“ segir hún
og bætir við að hún fari aldrei
nákvæmlega eftir uppskriftum
heldur láti hjartað ráða för. „Einna
helst að röð og regla skipti máli.
Annars kveiki ég bara á kertum og
góðri tónlist. það er leyndarmálið
að vel heppnuðum árangri.“ - rve
Hjartað ræður för í bakstrinum
Bryndís segir góða skapið skipta sköpum í bakstrinum. Hér er hún ásamt dóttur
sinni Opale Hlíf, tíu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LEYNIVOPNIÐ
Marsípan er mauk úr möluðum möndlum, eggjahvítu og sykri sem
er soðið saman, kælt og hnoðað. Talið er að mauk sem Forn-
Grikkir gerðu úr möluðum möndlum og hunangi hafi ekki verið
ósvipað marsípani en annars er þess fyrst getið í riti sem bóka-
vörður Vatíkansins, Bartolomeo Sacci, gaf út um 1475.
Marsípan er notað í ábætisrétti og kökur en þó einkum í ýmiss
konar sætindi og konfekt. Eins er hægt að fletja það út eins og
deig og þannig er það oft notað til að þekja kökur og sætindi.
Víða á Norðurlöndunum njóta marsípangrísir, jólasveinar og
aðrar jólalegar marsípanfígúrur vin-
sælda fyrir jólin og eru þær
mikið keyptar sem tæki-
færisgjafir og látnar
prýða jólaborðin yfir
hátíðarnar. Á suð-
lægari slóðum má
hins vegar sjá litríka
marsípan-ávexti og
grænmeti allan ársins
hring. - ve
FYRST GETIÐ 1475
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Enginn hvítur sykur, ekkert hvítt hveiti
og allar marineringar heimalagaðar.
Við sýnum og sönnum að hollur matur er
líka gómsætur matur!
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki