Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 104

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 104
72 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið standa hundruð tómra húsa, misjafnlega langt á veg komin í byggingu en öll laus við allt mannlíf. Þetta finnst hópnum ótækt enda hljóti að vera eðlilegt að nýta þessi verðmæti. Hann vill færa von til samfélagsins með því að umbreyta hálfkláruðum húsum í skap- andi umhverfislistaverk og nýta þannig aðstæðurnar sem skapast hafa í þjóðfélaginu í eitthvað uppbyggilegt og jákvætt. Hópurinn sér fyrir sér að kalla saman hóp listamanna í tveggja vikna vinnuferli. Í lok þess verði opnuð sýning sem myndi vara í tvær helgar. Gestir gætu farið á milli umhverfislistaverkanna, sem hvert fengi sitt sjálfstæða líf og því alltaf eitthvað nýtt að finna á hverjum stað. Ferlið yrði fest á filmu og í dagbók og síðar yrði bók gefin út um ferlið. Sú myndi grípa tíðarandann og vera dýrmæt heimild í fram- tíðinni. Hópurinn telur jafnframt að framtakið gæti aukið sölumöguleika fasteigna. Hann vonast til að geta haldið sýninguna í sumar og leitar nú samstarfs við listamenn og eigendur tómu húsanna. Hugmyndir framtíðarkennara Meistaranemar úr listkennsludeild Listaháskóla Íslands kynntu nýverið verkefni sem þróuð voru í áfanganum Leiðtoginn og verkefnastjórnun í haust. Í nemendahópnum eru myndlistarmenn, hönnuðir, tónlistarfólk og arkitektar og kynningarnar voru hressandi og fjölbreyttar eftir því. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fylgdist með og forvitnaðist um næstu skref verkefnanna. „Við erum áhugafólk um ullina sem vopn í baráttunni gegn kulda og tísku en einnig sem efni til listsköpunar.“ Þannig kynnti hópurinn sem aðhyllist ullarblæti hugmynd sína. Hann ætlar að búa til kvikmynd á óljósum mörkum tónlistarmyndbands og stuttmyndar um íslensku ullina. Myndin á að sýna fæðingu hnykils. Að gerð hennar koma, til viðbótar við hópmeðlimi, mynd- listarmenn, tónlistarmenn og hönnuðir sem eiga það sameiginlegt að blóta ullina að íslenskum sið. Voru liðsmenn hljómsveitarinnar Flís þar sérstaklega nefndir. Kvikmyndina segja hópmeðlimir þeirra leið til að þakka ullinni og afsprengi hennar, hnyklinum – hjarta þjóðarinnar – fyrir allt sem þau hafa gert fyrir landann í gegnum aldirnar. Ullin hafi átt ákveðna endurkomu í samfélaginu að undanförnu og því sé tímasetningin gullin. Hin listræna stuttmynd á að þjóna þjóðinni bæði í menningarlegu samhengi en einnig sem listrænt markaðstæki. Hana á að sýna í tengslum við ýmsar listrænar uppákomur, sem á að verða til þess að auka markaðsmöguleika ullarinnar. Þessi hópur sá einnig fyrir sér samstarf við tónlistarhátíðina Réttir. Á hverju ári yrði „Rétta peysan“ hönnuð, af mismun- andi hönnuði á ári hverju. Ullarblæti – kvikmynd um íslensku ullina Hópinn skipa aðdáendur nútímatónlistar sem hafa þá sameiginlegu ósk að hún verði gerð aðgengilegri fyrir almenning. Tillaga hópsins er að nútíma- tónlist verði hljóðheimur verslunarmiðstöðvar í einn dag eða hluta úr degi. Hópurinn telur fólk almennt ekki vita mikið um nútímatónlist. Það telji sig heldur kjósa popptónlist, af því að slíkri tónlist er haldið að þeim í fjöl- miðlum og á ýmsum stöðum þar sem hópar fólks koma saman. Hljóðheimi verslunarmiðstöðvar myndi hópurinn vilja breyta um helgi að vori. Fólk myndi sennilega ekki sækja viðburðinn, þar sem hann yrði ekki auglýstur, heldur hljóðumhverfið skyndilega breytt. Þannig gefist fólki kostur á að heyra nútímatónlist – tónlist sem það hugsanlega vill í reynd heyra en veit það bara ekki sjálft. Hópurinn telur einnig ákjósanlegt að leita til félags- fræðideildar Háskólans eftir samstarfi. Það væri áhugavert rannsóknarefni að skoða hvernig kauphegðun fólks breytist með því að skipta um tónlist á fóninum. Pling Plong – nútímatónlist í verslunarmiðstöð „Til hvers að fara út úr bænum til að fara í réttir?“ spyr hópurinn sem langar að fylla Klambratún, Lækjartorg eða annað bersvæði í Reykjavík af jarmandi sauðfé. Samkvæmt hópnum hefur rof skapast á síðustu árum í íslensku samfélagi. Heil kynslóð sé að vaxa úr grasi fullkomlega úr tengslum við fortíð og sögu þjóðarinnar. Það sér hópurinn sem stórhættulega þróun. „Það dýrmætasta sem við eigum liggur í menningu okkar,“ sagði forsprakki hópsins um leið og inn í salinn var teymdur stærðarinnar hrútur í fylgd heillar bændafjölskyldu. Sú var sögð tilheyra fyrirmyndarstétt í íslensku samfélagi í dag, við dynjandi lófatak viðstaddra. Til að færa fólk nær rótum sínum með sem minnstri fyrirhöfn leggur hópurinn til að réttirnar verði færðar inn í Reykjavík. Viðburðurinn verði upplýsandi fjölskylduskemmtun. Hugsanlega yrði féð rekið í gegnum hluta af miðbæ Reykjavíkur áður en endað yrði í réttunum. Þar yrðu settir upp kynningar- og sölubásar tengdir sauðkindinni og öðrum þjóðlegum afurðum. Hópurinn á þegar í viðræðum við tónlistarhátíðina Réttir um samstarf og ekki ólíklegt að réttirnar verði haldnar innan vébanda tónlistarhátíðarinnar, ef leyfi fæst fyrir þeim. Sveitin inn í borgina – Réttir í Reykjavík Framsækni smíðavöllurinn – ný formhugsun og efnisnotkun „Hversu margir hérna inni tóku þátt í smíðavöllunum sem krakkar?“ spurði kynnir hópsins um framsækna smíðavöllinn. Stór hluti hópsins rétti upp hönd. Þegar hann spurði svo hversu margir myndu sérstaklega eftir afrakstri smíðavinnunnar fór einungis ein hönd á loft. Hugmyndin um framsækna smíða- völlinn gengur út á að kynna börnum nýjar leiðir í formhugsun og efnisnotk- un, auk þess að efla umhverfisvitund þeirra. Krakkar gætu lært svo mikið annað en að munda hamar og sög á smíðavöllunum. Þau séu hugmyndarík og móttækileg og það eigi að byrja snemma að láta þau tileinka sér að vera meðvituð um umhverfi sitt. Framsækni smíðavöllurinn á að verða tveggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum níu til tólf ára. Þau munu enga forskrift fá að því hvernig bygging eigi að líta út. Þau eiga að finna sér sinn eigin ramma, byggða á náttúrunni, áhugamálum þeirra eða einhverju allt öðru. Nota á allt tiltækt efni sem fellur til í nútímasamfélagi, til dæmis flöskur, dósir, dekk, torf, grjót og snæri. Hópurinn leitar nú styrkja og samstarfs við sveitarfélög og byggingarfyrirtæki, um að fá að nýta afganga sem falla til hjá þeim. Hann hefur fengið góð viðbrögð við hugmyndinni hjá ÍTR, þó ekkert hafi enn verið staðfest. Tóm hús – Tóm hús verða umhverfislistaverk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.