Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 108
76 5. desember 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is RÚNAR JÚLÍUSSON TÓNLISTARMAÐUR (1945-2008) ANDAÐIST ÞENNAN DAG. „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.“ Rúnar var meðal afkasta- mestu tónlistarmanna lands- ins. Hann vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Hljómum í Keflavík árið 1963 og var æ síðan áberandi í útgáfu og tónleikahaldi. MERKISATBURÐIR 1492 Kristófer Kólumbus stígur fyrstur Evrópumanna á land á Hispaníólu. 1796 Í Reykjavíkurskóla er frumsýnt leikritið Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson. Síðar fékk það nafnið Hrólfur. 1848 Gullæðið rennur á í Kali- forníu er forseti Bandaríkj- anna, James K. Polk, stað- festir að mikið magn gulls hafi fundist þar. 1932 Lyfjafræðingafélag Íslands er stofnað. 1945 Sveit fimm sprengjuflug- véla á vegum bandaríka flotans týnist í Bermúda- þríhyrningnum. 1968 Jarðskjálfti af stærðinni 6 stig finnst í Reykjavík og er sá snarpasti frá 1929. Írar lýstu yfir stofnun írska fríríkisins þennan dag árið 1922. Írland var þó áfram hluti breska samveldisins eins og önnur sjálfstjórnarríki sem tilheyrðu því. England hafði stjórnað Írlandi frá því á 12. öld. Öldum saman reyndu írskir kaþólikkar að brjót- ast undan veldi þeirra en var haldið niðri. Hreyfing sem barðist fyrir heima- stjórn Írlands hóf upp- reisn í kringum aldamótin 1900 sem einnig var barin niður. Írski lýðveldisherinn, IRA, hóf í ár- anna rás skæruhernað gegn breska hernum og þar kom að lýst var yfir friðarsáttmála. Árið 1922 var svo skrifað undir samning þar sem Írar fengu sjálfsstjórn yfir suðurhluta landsins en sex nyrstu sýsl- ur landsins voru enn undir stjórn Bret- lands. Borgarastyrjöld braust út áður en lýst var yfir stofnun írska fríríkisins sem endaði með sigri sjálfstæðis- sinna. Írska þjóðin tók upp stjórnarskrá árið 1937 og lýsti því yfir að Írland væri fullvalda og sjálfstætt ríki. Írska fríríkið tók upp nafnið Ír- land, Eire, og árið 1949 var nafn írska lýðveldis- ins tekið upp. ÞETTA GERÐIST: 5. DESEMBER 1922 Írar stofnuðu fríríki „Þegar við vorum að byrja hér í Garð- heimum lögðum við áherslu á að fá fólk til að líta á garðinn sinn sem hluta af heimil- inu, raunverulega eins og aðra stofu. Það hefur gerst. Fólk borðar í auknum mæli úti á góðviðrisdögum á sumrin og notar garðana til afslöppunar,“ segir Gísli Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Garðheima, þegar hann er beðinn að rifja lítillega upp þróun verslunarinnar í tilefni af tíu ára afmæli hennar. Eigendurnir hafa verið þeir sömu frá upphafi. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki,“ segir Gísli. Við Jónína S. Lárusdóttir, konan mín, höfum unnið hér frá byrjun og börn okkar fjögur hafa verið að koma meira og meira inn í dæmið. Við vonumst til að þau taki við þessu þegar tímar líða. Sömuleiðis lykilstarfsmenn sem hafa verið með okkur gegnum tíðina.“ Garðheimar voru sem sagt opnaðir í Mjóddinni 2. desember 1999. „Hérna voru bara móar áður og brúin við Staldrið var ekki komin,“ rifjar Gísli upp. Fyrir- tækið Gróðurvörur sem Garðheimar grundvallast á er þó eldra. „Við keyptum árið 1991 verslun Sölufélags garðyrkju- manna á Smiðjuvegi af bændum og þá stofnuðum við fyrirtækið Gróðurvörur. Það er heildsöluhlutinn sem almenning- ur þekkir minna en þar erum við að selja allt frá fræjum upp í stórar garðyrkju- stöðvar með öllum tæknibúnaði. Þegar við keyptum Sölufélagið fórum við strax að skoða Gardencenter erlendis og gera plön. Garðheimar var fyrsta verslunin sem byggð var með því fyrirkomulagi hér á höfuðborgarsvæðinu því Blómaval í Sigtúni var upphaflega garðyrkjustöð sem óx í að verða sölustaður. Nú erum við nýbúin að opna vefverslunina www. gardheimar.is og hún mun halda áfram að þróast á næsta ári.“ Spurður hvort Garðheimar séu með eigin ræktun svarar Gísli. „Nei, við selj- um bændum bæði fræ og innfluttar smá- plöntur og kaupum frá þeim fullþrosk- aðar afurðir til baka. Erum bæði með ís- lenskar og erlendar vörur því við flytjum líka mjög mikið inn.“ Hann segir fyrir- hugað að opna kaffihús á efri hæðinni í vor. „Þar er fullkomin aðstaða fyrir nám- skeið og sýnikennslu og á því sviði erum við með ýmsar nýjungar á döfinni,“ nefn- ir hann og segir fræðslu ávallt hafa verið hluta af starfsemi Garðheima. Inntur eftir afmælishaldinu svarar Gísli: „Við höfum alltaf styrkt góðgerða- samtök og rétt áður en þú hringdir vorum við að færa Hjálparstarfi kirkjunnar, Rauða krossinum og Mæðrastyrksnefnd fimm hundruð þúsund í tilefni afmælis- ins. Þau eru með sameiginlega söfnun fyrir þessi jól. Svo gefum við 20 prósenta afslátt af öllum vörum verslunarinnar í tvo daga nú um helgina því fólk hefur verið dug- legt að koma til okkar frá fyrstu stundu og fyrir það viljum við þakka. Svo er gaman að segja frá því að viðskiptavin- um okkar hefur fjölgað á þessu ári frá því í fyrra sem sýnir bara að þrátt fyrir efnahaginn hugsar fólk meira um að gera hlýlegt í kringum sig og sína nánustu.“ gun@frettabladid.is GARÐHEIMAR: TÍU ÁRA GRÓÐURMIÐSTÖÐ Í MJÓDDINNI Í REYKJAVÍK Hérna voru bara móar áður JÓNÍNA OG GÍSLI „Viðskiptavinum okkar hefur fjölgað á þessu ári frá því í fyrra, sem sýnir bara að þrátt fyrir efnahaginn hugsar fólk meira um að gera hlýlegt í kringum sig og sína nánustu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veitingastaðurinn Basil & Lime á Klapparstíg 38 gefur vegfarendum kost á að kaupa sér súpu og brauð frá klukk- an tólf til tvö á laugardög- um fram að jólum. Hráefnið í súpuna er gefið og öll vinna einnig en andvirðið renn- ur beint í neyðarsjóð ABC barnahjálparinnar. Súpan er seld í upphituðu tjaldi við veitingastaðinn og þetta er annað árið sem Basil & Lime styrkir ABC barna- hjálp á þennan hátt. Forsvarsmenn ABC á Ís- landi hvetja alla sem eiga leið um miðbæinn á laugar- dögum til að staldra við og fá sér ljúffenga súpu og styrkja gott málefni. - gun Súpa fyrir ABC Efnt verður til finnskrar menningarhátíðar fyrir alla fjölskylduna í Norræna hús- inu í dag milli klukkan 12 og 17. Fjölbreytt atriði eru á dagskránni, tónlist, letka- jenkka-dans, upplestur og kökubasar, svo og kynningu á finnskri menningu, hönnun og arkitektúr. Einnig námi í finnsku við HÍ. Einnig verð- ur jóladagatal Norræna hússins á sínum tíma klukk- an 12.34. Kynntar verða bækur um Finnland og eftir finnska rit- höfunda, meðal annars lesið úr nýjum bókum Väinö Linna og Tapio Koivukari, Óþekkt- ur hermaður og Yfir hafið og í steininn. Sýning verður á munum tengdum Múmínálf- unum, upplestur úr bókinni um þá og þættir sýndir. Aðal- vinningur í spurningaleik er Nokia-farsími og á veitinga- staðnum Dill verður hægt að kaupa finnskar veitingar. Dagskráin hefst með ávarpi sendiherra Finnlands á Íslandi og lýkur síðdegis með kvikmyndinni Hugaðu að treflinum þínum, Tatjana, eftir hinn finnska leikstjóra Aki Kaurismäki. Að hátíðinni standa Hug- vísindasvið Háskóla Íslands, Finnska sendiráðið, Suomi- félagið og Norræna húsið. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir. - gun Finnsk menn- ing í Vatnsmýri MÚMÍNÁLFARNIR koma við sögu í Norræna húsinu í dag. HEIT SÚPA Hressir líkama og sál og ekki spillir ef hægt er að styrkja gott málefni í leiðinni. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Gréta Stefánsdóttir Þórunnarstræti 136, Akureyri, lést miðvikudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameins- félag Akureyrar og Heimahlynningu Akureyri. Páll Gíslason Bergþóra Pálsdóttir Sigurður Pálsson Hólmfríður Sveinmarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir mín, dóttir okkar og systir, Elva Dögg Pedersen Mosarima 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 13.00. Haukur Sigurðsson Alexander Hauksson Palle Skals Pedersen Sæunn Elfa Pedersen Daníel Thor Skals Pedersen Arnór Ingi Ingvarsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför Guðlaugar Snorradóttur frá Syðri-Bægisá. Fyrir hönd ástvina, Hulda Snorradóttir Halldóra Snorradóttir Heiðrún Arnsteinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.