Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 112
80 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
ath. kl. 16 í Guðríðarkirkju
í Grafarholti
Kvennakór Reykjavíkur heldur þar
seinni aðventutónleika sína þar
sem frumflutt verður verkið Hodie
eftir Harald V. Sveinbjörnsson, en
dagskráin fellur í tvær áttir, létt
verk og hátíðleg. Einsöngvari er
Stefán Hilmarsson, Sigrún Þor-
geirsdóttir stjórnar en Vignir Þór
Stefánsson leikur undir.
Á morgun verða 150 ár liðin frá fæðingu Einars
Hjörleifssonar Kvaran rithöfundar. Hafa afkomend-
ur hans af því tilefni boðað til athafnar í Borgareik-
húsinu á morgun kl. 14.30. Þar verða flutt stutt
erindi um brautryðjandann, rithöfundinn, skáldið,
blaðamanninn, leikhúsmanninn og spíritistann og
eru þá ekki allar hliðar tæmdar á lífsstarfi þessa
merkilega manns í íslensku menningarlífi.
Einar fæddist á Fljótsdalshéraði 1859 og lést
1938. Hann var alinn upp í Húnaþingi og
Skagafirði, en sótti síðar nám til Hafnar. Þaðan
hélt hann til Vesturheims og stóð þar að stofnun
Lögbergs og Heimskringlu. Hann var þegar á
Hafnarárunum brautryðjandi í skáldskap í anda
raunsæisstefnunnar en hafði birt sínar fyrstu sögur
fyrir tvítugt. Hann var afkastamikið sagnaskáld,
bæði smásögur og skáldsögur samdi hann. Þá
var hann forgöngumaður í starfi spíritista og einn
stofnenda Sálarrannsóknafélagsins. Einar var einn
áhrifamesti maður hér á landi í mörgum deildum
menningarlífs um áratugaskeið.
Á efnisskrá athafnarinnar á morgun er frum-
flutningur lags af Ólöfu Arnalds við eitt ljóða hans.
Þá verður leikrit hans Syndir annarra flutt í
Útvarpsleikhúsinu kl. 14.
Einar H. Kvaran: 150 ára minning
EINAR H. KVARAN
> Ekki missa af
tónleikum Hlífar Sigurjóns-
dóttur fiðluleikara í kirkjunni
í Reykholti kl. 16. Þar flytur
hún partítur og sónötur eftir
Bach, Vetrartré eftir Jónas
Tómasson, en allar partítur og
sónötur Bachs hljóðritaði Hlíf í
Reykholti á nær átta ára bili en
þær eru nú komnar á disk og
í dreifingu hér og í Bandaríkj-
unum.
Jólauppboð Gallerís Fold-
ar verður haldið í tvennu lagi
mánudags- og þriðjudagskvöld.
Boðin verða upp um 180 verk af
ýmsum toga, bæði nýleg og eftir
gömlu meistaranna. Elsta verk-
ið er frá 1891, málað af Þórarni
B. Þorlákssyni. Þá verður boðin
upp afar sérstæð og glæsileg
geometría eftir Nínu Tryggva-
dóttur, frá 1955, eitt af örfáum
slíkum verkum. Enn fremur
verður Hafmeyjan eftir Nínu
Sæmundsson boðin upp. Eftir-
gerð af henni, sem komið var
fyrir í Reykjavíkurtjörn, var
sprengd upp um áramótin 1960.
Uppboðin í Fold á Rauðarárstíg
og hefjast báða dagana klukkan
18.15
Fold með stóruppboð
Arfurinn er tekinn að færast á
mynddiskinn. Melkorka – rætur
íslenskrar menningar er mynd-
skreytt hljóðbók. Diskurinn er
gefinn út á íslensku og ensku og
geymir söguna af Melkorku, sem
er ein af lykilpersónum Íslands-
sögunnar. Henni tengjast margir
þættir sem skýra mótun Íslend-
inga. Hún var ambátt og nýbúi
á Íslandi en um leið formóðir
merkra sögupersóna. Frá henni
segir hér í þessari myndskreyttu
hljóðbók. Sagan er rakin sam-
kvæmt Laxdælu, fyllt í eyður og
rýnt í leyndardóma. Skýringar
og stuðningsefni fylgir svo auð-
velt sé að átta sig á samhenginu.
Ljósmyndir teknar á sögustöðum
og í Sögusafninu í Perlunni ásamt
lýsandi teikningum koma á skjá-
inn á meðan sögunni vindur fram.
Höfundur og sögumaður er Jakob
Ágúst Hjálmarsson og listræn og
tæknileg útfærsla er í höndum
Emils Sigurbjörnssonar. Efnið er
sett fram á DVD-diski sem upp-
lestur með myndum sem birtast
á skjánum eftir því sem sögunni
vindur fram. Saga Melkorku er
aðalefni disksins en að auki er
ítarefni sem á að skýra bakgrunn-
inn í fimm flokkum: Heimur Mel-
korku, Heimur Höskuldar, Papar,
Víkingar, Kristni á landnáms-
öld. Sögusafnið í Perlunni dreifir
gripnum. - pbb
Saga
Melkorku
Lér konungur eftir William
Shakespeare verður jóla-
leikrit Þjóðleikhússins
að ári og mun Benedict
Andrews, einn þekktasti
leikstjóri okkar tíma, bæði
í Ástralíu og Evrópu, setja
verkið á svið. Andrews
hefur verið hampað sem
skærustu stjörnu samtím-
ans í áströlsku leikhúsi og
sýningar hans í Berlín hafa
notið mikillar hylli.
Sýningar Benedicts Andrews ein-
kennast af djörfung og frumleika,
en um leið er hann þekktur fyrir
framúrskarandi vinnu með leikur-
um sínum og einstakt myndrænt
næmi. Benedict Andrews þykir
sameina á einstæðan hátt nútíma-
lega og frumlega nálgun annars
vegar og hins vegar djúpan skiln-
ing og þekkingu á leikhúshefðinni.
Meðal þekktustu leikstjórnarverk-
efna hans eru uppsetning á Rósa-
stríðunum, byggð á konungaleikj-
um Shakespeares í Sydney með
Cate Blanchett í aðalhlutverki, og
fjöldi sviðsetninga á verkum þýska
leikskáldsins Mariusar von Mayer-
burg.
Benedict Andrews fæddist árið
1972 í Adelaide í Ástralíu. Hann
vakti strax mikla athygli fyrir
fyrstu sýningar sínar sem hann
setti upp að loknu leikstjórnar-
námi, hálfþrítugur að aldri. Hann
hefur síðan þá sett upp fjölda róm-
aðra sýninga á verkum eftir Shake-
speare, Tsjekhov, Beckett, Goet-
he, Calderó, Marivaux, Brecht,
Patrick White, David Gieselmann,
Jez Butterworth og Martin Crimp
og jafna þótt fara ótroðnar slóðir.
Hann hefur reglulega sett upp sýn-
ingar við Schaubühne í Berlín frá
árinu 2002, meðal annars á verkum
eftir Sarah Kane, David Harrower,
Marius von Mayenburg, Caryl
Churchill og Tennessee Williams.
Hann vinnur nú að uppsetningu á
Hjálp eftir Edvard Bond hjá Schau-
bühne en heldur svo til Ástralíu til
að leikstýra óperunni Brúðkaupi
Fígarós hjá Sydney Opera House og
Allt í misgripum eftir Shakespeare
hjá Sydney Theatre Company.
Benedicts Andrews mun svo
ljúka árinu 2010 með því að setja
upp jólasýningu Þjóðleikhússins,
Lé konung eftir Shakespeare.
Benedict hefur dvalið hér á landi
undanfarnar vikur og unnið að því
að velja samstarfsfólk og leikara.
Undirbúningur við sýninguna er nú
vel á veg kominn, og munu marg-
ir af fremstu leikurum þjóðarinn-
ar taka þátt í henni. Um leikmynd
sér Börkur Jónsson, Helga I. Stef-
ánsdóttir gerir búninga og tónlist
semur Hildur I. Guðnadóttir. Verð-
ur þetta fjórði flutningur verksins
hér á landi: Þorsteinn Ö. Stephen-
sen lék hinn aldna kóng hjá Ríkisút-
varpinu undir lok ferils síns, Rúrik
Haraldsson lék hann í rómaðri sýn-
ingu Þjóðleikhússins 1972 og Pétur
Einarsson fór með hlutverkið í sýn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur 2001.
Tvö höfuðskáld hafa þýtt verkið á
íslensku, Steingrímur Thorsteins-
son og Helgi Hálfdanarson.
pbb@frettabladid.is
LÉR KONUNGUR EFTIR ÁR
LEIKLIST Cate Blanchett í frægu atriði úr Rósastríðunum í sviðsetningu Andrews.
MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Jól í
Salnum
Tónleikar
á aðventu
Lau
05. des
Kl. 21 Stefán Hilmarsson
AF FINGRUM FRAM
Sun
06. des
Kl. 15
Ljótu hálfvitarnir
FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR
Fim
10. des
Kl. 20.30 Sniglabandið
JÓL, MEIRI JÓL
Mið
16. des
Kl. 20.30
Megas
og Senuþjófarnir
SEGÐU EKKI FRÁ
Fös
18. des
Kl. 21 Lárusdætur
INGIBJÖRG, ÞÓRUNN OG DÍSELLA
Tryggðu þér miða á salurinn.is
Einnig er hægt að kaupa eða panta miða í Salnum virka daga milli kl. 14 og 18 og fram að tónleikum á tónleikadögum. Sími í miðasölu er 5 700 400.