Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 114

Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 114
82 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Bókmenntir ★★★★★ 100 bestu plötur Íslandssögunnar Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen Góðu heilli hefur íslenskri dægurtónlistarsögu verið sinnt af nokkurri alúð á um það bil áratugsfresti frá því í upphafi níunda áratugarins, með merkisritum eftir Jens Guð, Gest Guðmundsson og Dr. Gunna. Tímasetningin á 100 bestu plötum Íslandssögunn- ar fylgir hefðinni að því leyti en þó er um annars konar verk að ræða, fyrstu svokölluðu sófaborðsbók- ina sem tileinkuð er íslenskri tónlist. Því er í raun um brautryðjendaverk að ræða, og er það einstak- lega vel heppnað sem slíkt. Plöturnar hundrað sem fjallað er um voru valdar af almenningi og fagfólki í kosningu fyrr á árinu. Í bókinni gefur að líta sögurnar á bak við plöturnar, farið er yfir upptökuferlin, rifjuð upp forvitnilega atvik sem þeim tengjast og einnig viðbrögð almenn- ings og poppskríbenta, svo fátt eitt sé nefnt. Vandséð er að betri menn en Jónatan og Arnar Eggert hefðu getað valist til verksins. Yfirgripsmikil þekking og óbilandi áhugi þeirra á viðfangsefninu leynir sér ekki í lipurlega skrifuðum og á köflum launfyndnum textanum, og er takmarkað rýmið sem hverri plötu er ánafnað, af skiljanlegum ástæðum, afar vel nýtt. Helst mætti finna að þeim örfáu tilfell- um þar sem upptalning á tónlistarfólki er tvítekin, kemur fyrir bæði í megin- og upplýsingatexta, sem er ofrausn þegar plássið er af skammti afar skorn- um (svo vitnað sé í hljómsveit sem á tvær plötur á listanum). Það hlýtur að ískra af gleði í mörgum poppnörd- inum yfir þeirri gnótt óvæntra fróðleiksmola sem í boði eru (til dæmis er ekki á allra vitorði að með- limir Ham hafi fagnað goðsagnakenndum kveðju- tónleikum sínum með því að glápa á gamla Prúðu- leikaraþætti heima hjá Páli Óskari, eða að sérstæða raddbeitingu Valgeirs Guðjónssonar í Afasöngnum á Hrekkjusvínaplötunni megi rekja til Brodda Brodda- sonar fréttamanns), en engu að síður ætti bókin að gagnast lesendum á öllum stigum tónlistaráhuga. Þá er öll uppsetning eins og best verður á kosið. Bókin er mjög aðgengileg, umslögum platnanna gert hátt undir höfði með stórum myndum og upplýsing- um, og prentun og útlitið er upp á tíu. Eins og áður sagði eru kostirnir mýmargir, og hlýtur einn þeirra að teljast sú staðreynd að úrslit kosninga af þessu tagi verða aldrei óumdeild. Fátt jafnast á við gott popprifrildi, og staða ýmissa platna á listanum og fjarvera annarra eru til þess fallnar að sjá lesendum fyrir skeggræðum fram á næstu öld ef því er að skipta (eða þar til næsta kosning fer fram). Hvernig stendur á því að frum- raun Rottweilerhundanna er ekki á topp hundrað? Er Millilending nokkuð síðri en Loftmynd? Hvar í ósköpunum er Helgi Björns???! Möguleikarnir eru endalausir, og flestir jafn skemmtilegir. 100 bestu plötur Íslandssögunnar er einfald- lega frábær bók, glæsilegt verk sem vonandi ryður brautina fyrir fleiri slík, því næg eru víst tilefn- in til að hampa íslenskri tónlistarsköpun. Skyldu- eign fyrir allt tónlistaráhugafólk, hvorki meira né minna. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Aðgengileg, fróðleg og umfram allt stór- skemmtileg sófaborðsbók með alfræðiívafi. Skyldueign fyrir allt tónlistaráhugafólk. Tónlistararfinum fagnað Upplestrarkvöld Forlagsins á Rosenberg á Klapparstíg, sunnudagskvöldið 6. DESEMBER KL. 20 Kynnir: Svavar Knútur LJÁÐU MÉR EYRA! Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir Viktor Arnar Ingólfsson / Sólstjakar Eiríkur Örn Norðdahl / Gæska Guðmundur Brynjólfsson / Þvílík vika Árni Heimir Ingólfsson / Jón Leifs – Líf í tónum Steinar Bragi / Himinninn yfir Þingvöllum Pétur Gunnarsson / ÞÞ – Í forheimskunarlandi Finnsk menningarhátíð fyrir alla fjölskylduna Norræna húsið 5. desember kl. 12-17 Fjölbreytt kynning í anddyri á finnskri menningu, tónlist, dans, bókakynningar, spurningaleikur (Nokia farsími í vinning), kökubasar, bíó, hönnun, nám o.fl. Múmínálfadagskrá í bókasafni Dagskrá í fyrirlestrasal: 12.10 Ávarp sendiherra Finnlands 12:34 Jóladagatal Norræna hússins 13:00 Letkajenkka dans 13:30 Tove Jansson og Múmínálfarnir 14:00 Bókaupplestur, nýjar finnskar þýðingar 14:30 Kalevala, þjóðarkviða Finna 15:00 Finnsk hönnun og arkitektúr 15:30 Aki Kaurismäki og norræn kvikmyndagerð 16.00 Bíó: Hugaðu að treflinum þínum, Tatjana Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í leiklist Laust er til umsóknar starf háskólakennara í leiklist við leiklistardeild með stöðuheiti lektors, dósents eða prófessors. Umsækjandi skal vera skapandi listamaður, s.s. leikstjóri eða leikari, og hafa kennt við viðurkennda listaskóla. Gerð er krafa um meistaragráðu á sviði leiklistar, eða sambærilega háskólagráðu, eða jafngilda þekkingu og reynslu. Starf háskólakennara skiptist í kennslu, stjórnun, og listsköpun / rannsóknir með áherslu á leiktúlkun. Í starfinu felst að háskólakennari er fagstjóri á leikarabraut. Háskólakennari er sjálfstæður listamaður og er það hluti af hans starfi við skólann að þróa áfram verkefni sín og rannsóknir og miðla afrakstri þeirra og niðurstöðum til samfélagsins. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en mánudaginn 4. janúar næstkomandi til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is NÝ TÍMARIT Út er komið vetrarhefti af Þjóð-málum sem Jakob F. Ásgeirs- son ritstýrir. Að venju kennir margra grasa í heftinu, sem er 96 síður að stærð. Ögmundur Jónasson skrifar um Umsátrið, bók Styrmis Gunnarssonar, Björn Bjarnason fjallar um spurninguna hvort íslensk utanríkisstefna sé úr sögunni, en hann á einnig ritdóm í heftinu um starfssögu Jónasar Kristjánssonar. Vilhjálmur Eyþórsson ræðst til atlögu gegn hugmyndinni um gróðurhúsa- vandann. Þá eiga í heftinu greinar eftirtaldir höfundar; Atli Harð- arson, Bryndís Schram, Styrmir Gunnarsson, Lárus Jónsson, Páll Vilhjálmsson og Þorsteinn Páls- son, meðal annarra. Rætt er við biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, og John Curran um Agöthu Christie. Heftið fæst í öllum betri bókaverslunum. Bókmenntafélag- ið Uglan gefur út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.