Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 120
88 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Snorri Helgason, Bjarni
Lárus Hall, María Magnús-
dóttir og Kristín Bergs-
dóttir eru öll að gefa út
sínar fyrstu sólóplötur um
þessar mundir. Blaðamaður
hitti þau á Sægreifanum
og spurði þau spjörunum
úr á meðan þau gæddu sér
á sæagrasúpu sem er ný á
matseðlinum.
Bjarni Lárus Hall, betur þekktur
sem Baddi úr hljómsveitinni Jeff
Who? hefur nú sent frá sér sína
fyrstu sólóplötu sem nefnist The
Long Way Home. Snorri Helgason
úr Sprengjuhöllinni er einnig að
þreyta frumraun sína sem sólól-
istamaður og sendi nýverið frá sér
plötuna I‘m Gonna Put My Name
On Your Door. Þær María og Krist-
ín eru hins vegar að stíga sín fyrstu
skref í tónlistarútgáfu, María með
plötuna Not Your Housewife og
Kristín með plötuna Mubla.
Er mikil vinna fyrir tónlistar-
menn að koma sér á framfæri um
jólin?
„Maður þarf bara að vera svolítil
frekja,“ segir María. „Manni er
yfirleitt vel tekið, en maður þarf að
vera duglegur að láta vita af sér,“
segir Kristín. „Ég reyndi að vera
með fyrir jólatörnina, en mér var
sagt að það væru 200 titlar að koma
út fyrir jól svo það er ekkert djók,“
segir María. Þeir Baddi og Snorri
segja það mikil viðbrigði að gefa
út plötur upp á eigin spýtur. „Það
er allt öðruvísi og því fylgja bæði
kostir og gallar,“ segir Baddi og
Snorri tekur undir. „Maður ræður
öllu, en þarf líka að gera allt,“ segir
hann.
Sæagrasúpan er borin fram með
brauðkörfu og smjöri. „Það eru
sæbjúgu ofan í,“ segir Kolbrún
sem ber fram súpuna og sýnir bita
í einni skálinni. „Hvað er það?“
spyr Kristín „Eitthvert loðdýr?“
segir hún og hlær.
Eruð þið stressuð yfir viðbrögð-
um fólks þegar tónlistin ykkar er
annars vegar?
„Já, ég verð að viðurkenna að
ég er mjög stressuð, en ég hef
fengið frekar jákvæða umfjöll-
un. Maður þarf að læra að taka
hvorki inn á sig það slæma né það
góða,“ segir María og Baddi tekur
í sama streng. „Mér finnst þetta
mjög stressandi. Þegar maður
er búinn að vera í hljómsveit fær
maður kannski meiri umfjöllun,
sem er frekar ósanngjarnt því
ég er ekki að gera neitt annað en
María og Kristín, en á móti kemur
er að þeirra diskar eru dæmdir út
frá því hvernig þeir eru á meðan
ég er hræddur um að tónlistin mín
verði tengd við hljómsveitina,“
segir hann. Kristín og Snorri eru
á öðru máli. „Ég er bara ótrúlega
spennt að fá álit frá einhverjum
sem þekkir mig ekki neitt,“ segir
hún og Snorri er jafnafslappaður.
„Ég hef verið skeindur svo harka-
lega að ég er ýmsu vanur,“ segir
hann og brosir.
Sæagrasúpan rann ljúflega
niður og allar skálar eru tómar. En
skyldu kynörvandi áhrif súpunnar
vera farin að láta á sér kræla?
„Hún er ekki farin að kikka inn
strax,“ segir Snorri. - ag
Smökkuðu sæagrasúpu
LJÚFFENG SÚPA Vel fór á með þeim Snorra, Kristínu, Badda og Maríu á Sægreifanum
þar sem þau borðuðu sæagrasúpu á meðan þau ræddu um tónlistina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Það var hringt í okkur frá Sól-
heimum í Grímsnesi og spurt hvert
ætti að senda kertin. Það var bara
einhver sem greiddi,“ segir mat-
reiðslumaðurinn Úlfar Eysteinsson.
Úlfar og félagi hans, hamborgara-
kóngurinn Tómas Tómasson, ætla
að dreifa kertum og spilum til barna
í næstu viku. Eins og Fréttablaðið
greindi frá á dögunum þá biðluðu
kokkarnir til Seðlabanka Íslands
um styrk fyrir kertum frá Sólheim-
um. Í kjölfar fréttarinnar hafði
huldu maður samband við Sólheima
og greiddi kertin og Úlfar segir engu
máli skipta hver var þar að verki.
„Það kom okkur mjög á óvart. Við
þurfum ekki að ónáða neinn með
það,“ segir hann. „Við erum ekkert
að kafa í þetta. Það eru einhverjir
að mótmæla á jákvæðan hátt eins og
við.“
Eins og kunnugt er þá eru Úlfar
og Tómas að mótmæla háum
stýrivöxtum Seðlabankans, en þeir
ætla ekki að raka sig fyrr en vextirn-
ir lækka um 1,5 prósent. Kokkarnir
dreifa huldukertunum og spilunum,
sem Icelandair gaf, í leikskóla, barna-
spítala Hringsins og víðar í næstu
viku. Úlfar segir að allt sé að smella
saman og búið sé að redda því sem
þarf að redda. „Hestvagninn kemur
úr Grindavík og hesturinn og öku-
maðurinn úr Hafnarfirði. Þetta er
allt að bresta á,“ segir hann.
En hvað heitir hesturinn?
„Hann er bleikur og við köllum
hann það. Það var eins nálægt og við
komumst að jólasveinalitnum.“ - afb
Huldumaður greiddi kokkakertin
GJAFMILDIR JÓLASVEINAR Úlfar og Tómas
dreifa gjöfum til barna í næstu viku.
Tónlistarmaðurinn Ronnie Wood
var handtekinn á miðvikudags-
kvöld fyrir að hafa ráðist á unga
kærustu sína á götu úti. Wood var
leystur úr varðhaldi gegn trygg-
ingu daginn eftir, þetta staðfestir
lögfræðingur Woods.
Íbúar í Surrey heyrðu konu
öskra á miðvikudagskvöldið og sáu
mann draga stúlku eftir götunni
og hóta henni líkamsmeiðingum.
„Við heyrðum konu öskra, því næst
sáum við mann henda henni niður
á götuna. Hann öskraði á hana og
svo fannst okkur við heyra hljóð
eins og verið væri að kyrkja ein-
hvern. Þá hljóp kærasti minn út
til að skakka leikinn. Þegar hann
kom út áttaði hann sig á því hver
maðurinn var,“ var haft eftir kon-
unni sem hringdi á lögregluna og
tilkynnti málið.
„Ekaterina var miður sín og var
illa rispuð á hnjám og fótleggjum
og svo virtist sem Wood hafi dreg-
ið hana eftir götunni nokkra vega-
lengd. Hún vildi alls ekki leggja
inn kæru, en vegna framburða
vitna gæti verið að Wood verði
kærður fyrir líkamsárás,“ sagði
lögreglan um málið.
Wood og Ekaterina hafa verið
saman í rúmt ár, en samband
þeirra varð til þess að eiginkona
Woods til tuttugu ára sótti um
skilnað.
Hótaði kærustunni
STORMASAMT SAMBAND Ronnie Wood
var handtekinn fyrir að hafa ráðist á
kærustu sína.
> PAMELA Í TÓNLIST
Pamela Anderson undirbýr nú tónlistarferil sinn.
Fyrsta lagið sem hún mun gefa út nefnist
High og fjallar um tískubransann. Fyrr-
um Baywatch-stjarnan vinnur lagið í
samvinnu við Richie Rich og í viðtali
við dagblaðið New York Post segir
hann Pamelu ekki vilja syngja neitt
of flókið. Saman eru þau Richie
einnig að undirbúa nýja fatalínu
sem verður frumsýnd á tískuviku í
New York í febrúar næstkomandi.
NJARÐARBRAUT 9 - REYK
JAN
ES
BÆ
FIS
KIS
LÓÐ
3 - REYKJAVÍK
Gæða vetrardekk fyrir alla bíla
Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333