Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 122

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 122
90 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Ferðamálaráð Kanaríeyja fór í haust af stað með verk- efnið No Winter Blues. Þeir fyrstu sem boðið var til eyjanna voru eitt hundrað Íslendingar. Hópurinn gisti á fimm stjörnu hótelum og borðaði kvöldverð á 268 rétta hlaðborðum þar sem vínið flaut eins og bjór. Atli Fannar Bjarkason slóst í för með hópnum á fjórða degi og fylgdi honum þangað til eyjarnar voru kvaddar. Ímyndum okkur aðstæður. Ímyndum okkur að við búum í kreppu hrjáðu landi þar sem stjórn- málamennirnir eru búnir að elta eigið skott í meira en ár. Verðlag í landinu hefur hækkað mikið vegna þess að gjaldmiðillinn er ónýtur og það hefur einnig ryksugað sjarm- ann af utanlandsferðum. Já, svo er drullukalt í ímyndaða landinu. Þetta er um það bil það síðasta sem ég hugsaði um á þriðjudags- kvöld þegar ég bað kokk á Princesa Yaiza-hótelinu á Lanzarote-eyju á Kanarí að koma mér á óvart. Hve- nær segir maður það við kokk? Jú, þegar maður er á hóteli sem setur „L“ við hliðina á stjörnunum fimm, svo að lúxusinn fari örugglega ekki á milli mála. Íslendingarnir 100 sem fóru til Kanaríeyja í boði ferðamálaráðs eyjanna upplifðu ótrúlegan lúxus án þess að borga krónu fyrir. Lúxus hótel, margrétta máltíðir (268 réttir voru metið – minnir mig), góð vín og nánast endalausar ferðir. Bretum og Hollendingum finnst ekki mikið til Íslendinga koma, en á Kanarí var komið fram við þá eins og kóngafólk. Það kom samt fljótt í ljós að þeir (og ég með- talinn) eru öllu frjálslegri í fasi en hefðbundið kóngafólk, sem kann til dæmis ekki við að segja „bæði“ þegar þjónninn spyr: „Rautt eða hvítt?“ – og bæta svo við „y una cerveza por favor“. Ég hitti íslenska hópinn síð- asta laugardag á Cordial Mogan- hótelinu á suðurströnd Gran Canaria-eyjunnar, sem ligg- ur austan við Tenerife. Þá hafði hópurinn þegar heimsótt tvær eyjar í Kanaríklasanum og átti þrjár eftir. Allir sem ég talaði við voru sammála um að lúxus- inn væri ótrúlegur. Eitthvað sem aðstandendur ferðarinnar vona að Íslendingarnir verði duglegir við að tala um í framtíðinni – sem á að skila sér í fleiri íslenskum ferða- mönnum. Ferðamönnum á Kanarí hefur sem sagt fækkað og Ari Eld- járn, einn af heppnu Íslendingun- um, uppistandari og starfsmaður auglýsingastofunnar Jónsson og Le Mack, orðaði þetta best og líkti ferðamönnum við þorskstofninn. Íslenski ferðamaðurinn er hnign- andi stofn sem þarf að rækta, en eins og flest kostar það peninga. No Winter Blues-verkefnið kost- ar milljarða og var bókstaflega öllu tjaldað til í ferðinni. Nú eru íslensku þorskarnir farnir til síns heima og ferðamálaráð Kanaríeyja vonar að þeir hrygni og afkvæmin syndi suður. Verkefnið verður svo keyrt í fleiri löndum, en hvergi verður jafn mörgum boðið. Íslend- ingarnir eru fjölmennasti hópur- inn og gætu verið búnir að sjá til þess að ferðamálaráðið endurskoði að bjóða upp á frítt áfengi heilu kvöldin. Segi svona. Á mánudag var flogið til eld- fjallaeyjunnar Lanzarote þar sem stefnan var tekin á Princ- esa Yaiza-hótelið. (Þið vitið, fimm stjörnu hótelið með „L“-inu). Þar riðu Íslendingarnir kameldýrum og borðuðu á veitingastaðnum El Diablo. Maturinn þar var eldaður með hita úr eldfjalli og bragðað- ist vel, þrátt fyrir sósuskortinn. Á hótelinu biðu svítur sem voru stærri en meðalíbúð. Í sturtunni gekk ég um og hugleiddi hvort ég ætti að stela sloppnum sem fylgdi svítunni. Niðurstaðan var sú að hann myndi verja flatskjáina tvo fyrir höggum í töskunni minni. Daginn eftir sigldum við til Fuerteventura þar sem við skoð- uðum gullnar strendur og synt- um í heiðbláum sjónum. Eyjar- skeggjar skelltu sér reyndar ekki í sjóinn með okkur þar sem það var skýjað og ekkert hrikalega hlýtt. En við erum Íslendingar og látum ekki nokkur ský stoppa okkur. Börn hafsins láta ekki að sér hæða. Næsta dag var flogið til Tenerife og heim. Almennt voru Íslendingarnir gríðarlega ánægð- ir með ferðalagið. Dagskráin var stíf og fólk kom gríðarlega sátt og á sama tíma gríðarlega þreytt heim. Gaman verður að sjá hvort átakið skili árangri og Íslendingar hópist til Kanarí á næstu árum. ÞRJÚ TONN AF SANDI Íslendingarnir hlaupa upp á sandhól á eyjunni Fuerteventura. Leiðsögumaðurinn Roger sagðist hafa hugleitt að skipuleggja kapphlaup, en hætti við vegna þess að hann var hræddur um að einhver fengi hjartaáfall, enda ekki á allra færi að spretta upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ATLI FANNAR Á STRÖNDINNI Ari Eldjárn, Draupnir Draupnisson og Linda Guðrún Karlsdóttir voru eldhress í ferðinni. Þarna eru þau á ströndinni á eyjunni Fuerteventura í einkennis- bolum ferðarinnar – sem þóttu afar glæsilegir. Í SVIÐSLJÓSINU Myndatökufólk fylgdi Íslendingunum hvert sem þeir fóru, en oftast var aðeins verið að taka upp fyrir No Winter Blues-verkefnið. Fjölmiðlar mættu þó á svæðið þegar hópurinn fór á veitingastaðinn El Diablo á eldfjallaeyjunni Lanzarote. Sól, sandur og fimm stjörnu hótel Frá Íslandi GRAN CANARIA TENERIFE LANZAROTE FUERTEVENTURA GOMERA LA PALMA HIERRO Til Íslands Íslendingarnir voru á ferð og flugi í ferðinni og heimsóttu alls fimm eyjar á sjö dögum. Mikið ferðalag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.