Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 124

Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 124
92 5. desember 2009 LAUGARDAGUR „Þetta er unglingaleikrit fyrir alla aldurshópa,“ segir Kári Viðarsson leikari í leikhópnum The Fiasco Division. Hann setur upp leikritið Devotion í Leikfélagi Hafnar- fjarðar ásamt Aldísi Davíðsdóttur leiklistarnema og Árna Grétari Jóhannssyni leikstjóranema. Bæði nema þau við Rose Bruford Coll- ege í London en Kári er útskrifað- ur frá skólanum. „Okkur langaði að gera leikrit sem fjallar um ofbeldi og einelti því að það er mikil umræða um þetta í samfélaginu, Okkur langaði líka til að fá tækifæri til að skoða þetta sjálf. Þegar maður er að vinna svona leikrit gefst oft tæki- færi fyrir leikara til að kafa djúpt ofan í viðfangsefnið og við erum búin að læra mikið af því að búa þetta til,“ segir Kári. Tvær sýning- ar verða 18. desember og ein hinn 19. og þar sem einn leikarinn er frá Bretlandi verður leikið á ensku. „Leikritið er hrátt, fyndið, ögrandi og veltir upp hugmyndinni um hve- nær leikur hættir að vera leikur og verður að alvöru. Það snertir einn- ig á viðkvæmum málum eins og einelti og annars konar ofbeldi og býður upp á tækifæri fyrir áhorf- andann til að íhuga eigin skoð- anir og hugmyndir hvað varðar ýmiss konar árekstra milli hópa og einstaklinga og þau vandamál sem þessir árekstrar geta valdið,“ útskýrir Kári. „Eftir áramót förum við í eldri bekki grunnskóla og í framhaldsskólum víðs vegar um landið, í þeim tilgangi að varpa ljósi á og opna umræðu um ein- elti og ofbeldi. Þetta hefur mikið fræðslugildi fyrir alla aldurs hópa og ég held að allir hefðu gagn og gaman af því að sjá sýninguna,“ segir hann. - ag Leikrit um einelti FRÆÐANDI LEIKRIT Kári segir Devotion vera unglingaleikrit fyrir alla aldurshópa, en leikritið verður sýnt í Leikfélagi Hafnarfjarðar 18. og 19. desember. Sérstakt uppistandskvöld verður haldið á Næsta bar á miðvikudaginn næstkom- andi því þar koma fram fimm vinkonur en þetta verður í fyrsta sinn sem þær reyna við uppistand. „Þetta byrjaði þannig að við vorum nokkrar vinkonur að ræða hvers vegna engar stelpur væru með uppistand. Við vitum það sjálfar að stelpur geta verið mjög fyndn- ar þó þær geri ekki mikið af því opinberlega. Í kjölfarið ákváðum við að gera þetta sjálfar og skipu- lögðum uppistandskvöld,“ segir Helga Katrín Tryggvadóttir, en hún ásamt Kötlu Ísaksdóttur, Þór- dísi Nadiu Óskarsdóttur, Soffíu Hrönn Gunnarsdóttur og Uglu Egilsdóttur munu stíga á svið á miðvikudagskvöldið. Helga Katrín, sem stundar meist- aranám í þróunarfræði, segist lítið vilja gefa upp um umfjöllunarefni sitt og tekur fram að sé fólk for- vitið verði það bara að mæta á staðinn sjálft. Aðspurð segist hún ekki sannfærð um að karlar séu fyndnari en konur. „Alveg eins og konur eru ekki fyndnari en karlar. Ég er ekki gefin fyrir að alhæfa svona, ég held að húmor sé fyrst og fremst persónubundinn.“ Hún segist síðast hafa staðið á sviði í grunnskóla en sé þrátt fyrir það lítið stressuð fyrir kvöldinu. „Það getur vel verið að stressið komi klukkutíma áður en ég stíg á svið. Við erum flestar búnar að fullmóta efnið okkar. Ég ætlaði fyrst að spinna efnið á staðnum en hætti við það og kom með aðeins fastmótaðra efni. Annars held ég að þetta fari allt eftir áhorfendun- um og ég held ég muni reyna að spila þetta svolítið eftir eyranu,“ segir Helga Katrín að lokum. Uppistandið hefst klukkan 22á Næsta bar og er aðgangur ókeypis. - sm Fyndnar stelpur FYNDNAR STÚLKUR Helga Katrín og vinkonur hennar halda stelpu-uppistand á Næsta bar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fréttir af slysi og meintu framhjá- haldi kylfingsins Tiger Woods hafa verið á allra vörum undanfarna daga. Tímaritið US Weekly heldur því fram að Elin Nordegren, eigin- kona Tiger Woods til fimm ára, ætli sér að standa með manni sínum í gegnum þessa erfiðu tíma. Tímaritið vill þó meina að Nordegren geri það aðeins peninganna vegna því Woods hefur lofað að greiða henni ríkulega fyrir. Samkvæmt kaupmála sem hjónin gerðu með sér þarf Nordeg- ren að vera gift Woods í tíu ár til þess að fá tuttugu milljónir Banda- ríkjadala af auðæfum Woods. Nú hefur þessi fjárhæð verið hækkuð til muna. Sænski kylfing- urinn Jesper Parnevik, sem Elin Nordegren vann eitt sinn hjá, segist sjá eftir því að hafa kynnt stúlkuna fyrir Woods á sínum tíma. „Við héld- um greinilega að hann væri betri maður en hann er. Ætli ég skuldi Elinu ekki afsökunarbeðni,“ var haft eftir Parnevik. Rachel Uchitel, konan sem á að hafa hrundið þessu öllu af stað, er orðin stórstjarna í Bandaríkjunum og önnur konan, Jaimee Grubbs, sagði í nýlegu viðtali að það hafði sært hana mjög að komast að því að Woods ætti fleiri hjásvæfur en hana. Í vondum málum BROTIN FJÖLSKYLDA Fjöldi kvenna hefur komið fram og viðurkennt að hafa átt í sambandi við hinn gifta Tiger Woods. Litla Fiskbúðin Fiskur á heildsöluverði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.