Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 126

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 126
94 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Ríó tríó hitar upp fyrir Snorra Helgason á útgáfu- tónleikum hins síðarnefnda í Þjóðleikhúskjallaranum 17. desember. Um skemmtilegt uppátæki er að ræða því Helgi Pétursson í Ríó tríó er einmitt faðir Snorra. Bæði Snorri og Ríó tríó sendu frá sér plötur á dögunum. Plata Snorra nefnist I´m Gonna Put My Name On Your Door en Ríó tríóið gaf út jólaplötu sem nefnist Gamlir englar – Sígildir á jólum. Hljómsveitin Sigríður Thorlaci- us & Heiðurspiltar kemur einn- ig fram á tónleikunum sem hefj- ast klukkan 20.30. Miðaverð er 1.500 krónur. Hitar upp fyrir soninn FEÐGAR Snorri Helgason og faðir hans Helgi Pétursson spila í Þjóðleikhúskjall- aranum 17. desember. Ævisögur Magga Eiríks, Gylfa Ægis og Villa Vill fljúga nú út úr bóka- búðunum. Því er líklegt að fleiri popparar hugsi sér gott til glóðar- innar á komandi árum og áratugum að segja sögu sína í bók. Hér eru nokkrar ævisögur sem fastlega má búast við að gefnar verði út í fram- tíðinni. Poppævisögur framtíðarinnar Hjálpaðu mér upp Bransasaga Björns Jörundar (2020) Í þessari mögnuðu ævisögu segir Björn Jörundur sögu sína af einstakri hreinskilni. Hvort heldur sem Björn skrifar um víf og vín, tvíbura, árin með Nýdönsk, villtu árin í Brasilíu, kynni hans af sálarrannsóknum og frímerkjasöfnunarástríðuna, getur lesandinn alltaf verið viss um eitt: Björn leggur öll spilin á borðið. Herra Popp! Páll Óskar leysir frá skjóðunni (2030) Í tilefni af sextugsafmæli herra Páls Óskars Hjálm- týssonar, forseta lýðveldisins, kemur Herra Popp! – óritskoðaðar æviminningar einnar litríkustu per- sónu lýðveldissögunnar. Kíkt er bak við tjöldin, bæði á Bessastöðum og á risatónleikasölum víðs vegar um heim. Lesendur eru beinlínis með nefið ofan í atburðunum sem skóku þjóðfélagið. Stórkostleg bók! Frumskógatrommur Ótrúleg ævisaga Emilíönu Torrini (2033) Ung að árum sneri Emilíana frá villu síns vegar, yfirgaf gerviheim popptónlistarinnar og helgaði líf sitt Jesúm í gegnum kristniboðssamtökin Hvítu dúfuna. Í þessari vönduðu ævisögu segir systir Torrini frá kynnum sínum af fólkinu sem breytti lífi hennar og starfi kristniboðs- samtakanna í fátækustu löndum Afríku. Sæljónsi Ævisaga Jónsa í Sigur Rós (2035) Í þessari mögnuðu bók er sögð saga eins mesta athafnamanns Íslandssögunnar. Spennandi og lifandi frásögn af árunum með Sigur Rós og Sea Lion World- ævintýrinu, sem gerði Jónsa að einum alræmdasta og auðugasta manni Íslands. Hér fær lesandinn sannleik- ann. Allan sannleikann. Magnaður! Magni í lífsins ólgusjó (2038) Saga söngvarans goðsagnakennda, frá Rock Star Supernova ævintýrinu til sautjándu plötu Á móti sól, 17. Hvað gerðist bak við tjöldin í Hollywood og hvað gerðist bak við tjöldin í Húnaveri? Með bókinni fylgir sautjánda plata Á móti sól, 17, á örflögu. Úr Mínus í plús Hin lygilega ævisaga Krumma Björgvinssonar (2040) Í þessari ævintýralegu bók segir Krummi á hrein- skilinn hátt frá árunum með Mínus, sigurgöngunni í Eurovision 2031 og hvernig honum tókst að slá í gegn á verðbréfamarkaðinum með sínum einföldu töfralausnum. Í aukakafla kennir Krummi lesendunum að koma lagi á heimilisbókhaldið. Leiðin til Las Vegas Lífssaga Jóhönnu Guðrúnar (2042) Ung að árum sigraði hún hjörtu heimsins í Eurov- ision, en það var bara byrjunin. Eftir að hún söng titillagið í stórslysamyndinni Dubai Burns! lá leiðin um stærstu tónleikahús heimsins, þar til hún sló endanlega í gegn með sýningu sinni í Las Vegas. Í þessari mögnuðu bók horfir Jóhanna um öxl og dregur hvergi undan. Svona varð ég ríkasti maður Íslands Ingó segir frá (2045) Segja má að Bahama-eyjar hafi verið örlagavaldur í lífi Ingós. Smellurinn kom honum á kortið en Ingó kom Bahama-eyjum á kortið eftir að hann breytti höfuðborginni Nassau í spilavítishöfuðborg heims- ins. Í þessari einkar glæsilegu bók segir Ingó sögu sínu og landsfrægur kveðskapur hans er hvergi langt undan. Bókinni fylgir viðauki þar sem allar sjö eiginkonur Ingós tjá sig um árin með honum. ZAC EFRON Efron ber mikla virðingu fyrir kollega sínum Leonardo DiCaprio. Leikarinn Zac Efron ætlar að taka sér Leonardo DiCaprio til fyrirmyndar þegar kemur að kvikmyndaferlinum. Ástæðan er sú að DiCaprio hefur leikið í mjög fjölbreytt- um myndum, sem er einmitt það sem Efron langar að gera. „Ég fylgist mjög vel með þró- uninni á ferli Leos. Hann er besti mælikvarðinn fyrir mig. Það er magnað að sjá leikara halda jákvæðni sinni ár eftir ár og einbeita sér að vinn- unni í von um að standa sig sem allra best,“ sagði hinn 22 ára Efron, sem sló í gegn í High School Musical-myndun- um. Efron hefur einnig mik- inn áhuga á að leika í James Bond-mynd í framtíðinni. „Ég er mikill James Bond-aðdá- andi. Ég væri til í að leika illmennið. Ég hef séð eigin- lega allar Bond-myndirnar og Sean Connery er í mestu uppáhaldi.“ Vill líkjast Leo Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgartilboð 7.995,- 5.995,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.