Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 129

Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 129
LAUGARDAGUR 5. desember 2009 97 „Við hættum að kalla þetta jóla- markað og ákváðum að kalla þetta frekar Aðfangamarkað, þar sem fólk kemur og kaupir aðföng fyrir jólin,“ segir Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps. Aðfanga- markaðurinn fer fram í Félags- garði í Kjós í milli klukkan 12 og 17, en þar munu heimamenn hafa framleiðsluvörur sínar á boðstól- um og kvenfélagið sjá um veitinga- sölu. Þá verður einnig hægt að ná sér í jólatré inni í Hvalfirði. „Það er mikil umferð upp í jóla- trjáaskóginn í Kjós og þá er kjör- ið að fara á markaðinn í leiðinni,“ segir Sigurbjörn, en á boðstólum verður meðal annars, nautakjöt, tvíreykt hangikjöt, glingur úr horni, málverk, jólakort og ýmiss konar listmunir og nytjavara. „Þetta var vel sótt í fyrra og hefur alltaf verið að aukast. Fleiri og fleiri úr sveitinni eru að bjóða sínar vörur og það er frábært að geta komið afurðinni til fólks svona beint frá bóndanum“. - ag Jólamarkaður í Kjós JÓLASTEMNING Í KJÓS Heimamenn verða með framleiðsluvörur sínar á Aðfangamarkaðnum í Kjós í dag. Það versta sem getur hent barnastjörnu er sennilega að vera gripinn af löggunni með allt niður um sig í klámbíói. Ein- mitt þessu lenti Paul Reubens í árið 1991. Hann hafði slegið í gegn snemma á níunda áratugnum í hlutverki Pee Wee Hermans, bæði í vinsælum sjónvarpsþátt- um og í kvikmyndinni Pee Wee‘s Big Adventure, sem Tim Burton leikstýrði 1985. Eftir atvikið hrundi heimur Pauls, þættirnir voru teknir af dagskrá og leik- fangabúðir fjarlægðu Pee Wee Herman dót. Atvikið lagðist þungt á leikarann og hann fór huldu höfði árum saman. Nú er hins vegar allt á uppleið og Pee Wee hefur birst hjá bæði Leno og Conan. Með hjálp förðunarsnillinga lítur hann ekki út fyrir að hafa elst um einn dag. Í janúar fer sýningin The Pee Wee Herman Show á svið í Los Angeles og í undirbúningi er ný kvikmynd um ævintýri grallarans. - drg Pee Wee snýr aftur PEE WEE HERMAN Leikarinn Paul Reubens er þarna undir. Nóg verður í gangi í versluninni Havarí í Austurstræti í dag. Nýj- asta plata Kimono er komin út og ætlar sveitin að halda tónleika í búðinni kl. 17. Myndlistarmaður- inn Harry Jóhannsson hefur bæst í hóp þeirra listamanna sem eiga verk í Havarí. Þá hefur bók- verkaverslunin Útúrdúr flutt inn í verslunina. Útúrdúr var áður með bækistöð í Nýló og er algjör fjársjóðskista fagurra bóka. Kimono í Havarí KIMONO Easy Music for Difficult People er komin út. Í dag er liðið eitt ár síðan Rúnar Júlíusson tók upp á því að yfirgefa okkur. „Það verður svo sem ekkert gert í tilefni þess nema að taka til í stúdíóinu og bara verið á Skóla- veginum með mömmu og svona,“ segir Júlíus Guðmundsson, sonur Rúnars. „Við héldum vel heppnaða uppskeruhátíð Geimsteins á Ránni á fimmtudaginn. Pabbi hafði komið upp þeirri hefð að halda þetta alltaf fyrsta fimmtudaginn í desember.“ Bræðurnir Júlíus og Baldur halda merki Geim- steins á lofti og gefa út þrjá titla í ár. Allir þrír eru tvöfaldir geisladiskapakkar: Minningartón- leikarnir um Rúnar frá því 2. maí, sex ævintýra- plötur Gylfa Ægissonar á tveimur diskum og safn- platan Geimsteinn 33 1/3. Í vikunni kom út ljósmyndabókin Dagur með Rúnari í hundrað eintökum. Í bókinni eru ljós- myndir sem Þorfinnur Sigurgeirsson tók af Rún- ari í ágúst í fyrra og birtist hluti þeirra í umslagi safnpakkans Söngvar um lífið. - drg Eitt ár frá andláti Rúnars LIFIR Í TÓNLISTINNI Rúnar í Geimsteini í fyrra. MYND/ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.