Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 132

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 132
100 5. desember 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Þórunn Helga Jónsdóttir og félagar í Santos tryggðu sér bikarmeist- aratitilinn í Brasilíu í vikunni og þetta er annað árið í röð sem Þórunn vinnur bikarinn í Brasiliu. Santos vann þrjá af fjórum titlum í boði á árinu. Santos tryggði sér bikarinn með 3-0 sigri á Botucatu í úrslitaleik. „Þetta var rosalegur stressleikur en mjög vel spilaður leikur hjá báðum liðum. Ég held að þetta séu klárlega tvö bestu kvennalið Brasilíu í dag,” segir Þórunn, sem þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum í leiknum. „Auðvitað vilja allir fá að spila úrslitaleik í svo stórri keppni. Mér gekk vel í undanúrslitaleiknum og gat alveg eins átt von á að byrja þess vegna, en samkeppnin í liðinu er gríðarleg og ég er að keppa við landsliðsmiðju Brasilíu og það var landsliðsmaðurinn Ester sem kom inn í byrjunarliðið fyrir mig. Ég spilaði allan undanúr- slitaleikinn og kom inn á í úrslitaleiknum, svo ég er bara sátt við minn hlut,” segir Þórunn. Það var líka mikið fjör í lokin þegar þriðji titill ársins var í höfn. „Fagnaðarlætin voru gríðarleg. Þetta er eina keppnin í Brasilíu í kvennaboltanum þar sem bestu liðin frá öllum fylkjum landsins taka þátt svo að á eftir Copa Libertadores er þetta sú keppni sem hefur fengið mesta fjölmiðlaumfjöllun,” segir Þórunn. „Það er búið að vera frábært að spila með svona góðum ein- staklingum í svona góðu liði með besta þjálfara sem ég hef kynnst. Ég held að ég hafi bætt mig í öllum smáatriðum. Það eru gerðar mjög miklar kröfur hérna,” segir Þórunn Helga. Þórunn segist ekki vera að breytast í Brasilíumann þrátt fyrir langa dvöl í landinu. „Ég fæ að minnsta kosti engan lit sama hversu oft ég fer á ströndina og ég er ekki ennþá búin að venjast því að æfa í fjörutíu stiga hita eða sofa í óloftræstu húsi. Annars kann ég mjög vel við Brasilíu og Brasilíu- menn og hefði ekkert á móti því að breytast svolítið í Brasilíumann,” segir Þórunn sem segist hafa fengið mikla æfingu í portúgölskunni þökk sé því að búa með svona mörgum stelpum. „Ég bý ennþá með stærstum hluta liðsins, um þrjátíu stelpum, svo að það er aldrei þögn á heimilinu, svo að tungumálið lærðist nokkuð fljótt,” segir Þórunn í léttum tón. ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR: ÞREFALDUR MEISTARI MEÐ BRASILÍSKA LIÐINU SANTOS Ekki búin að venjast því að æfa í 40 stiga hita M YN D/ PE DR O E RN ES TO GU ER RA A ZE VE DO KÖRFUBOLTI Signý Hermanns- dóttir, miðherji KR, hefur fund- ið sig vel með KR það sem af er í Iceland Express-deild kvenna. Signý kom í Vesturbæinn í sumar og KR hefur unnið fyrstu þrett- án leikina í öllum keppnum með hana innanborðs. Áhrif Signýj- ar leyna sér ekki í hinni nýju plús og mínus tölfræði en KR hefur unnið leik- ina með 24 stig- um að meðaltali þann tíma sem hún hefur verið inni á vellinum. KR er þannig í mínus (-3) þegar Signý hefur setið á bekknum í deildinni í vetur. Signý lætur reyndar til sína taka í öðrum tölfræðiþáttum því hún er efst í deildinni í fráköst- um (11,1 í leik) og vörðum skot- um (4,8 í leik) auk þess að skora 12,2 stig og gefa 2,5 stoðsending- ar að meðaltali í leik. Signý átti mjög góðan leik með KR-liðinu á móti Grindavík á mið- vikudaginn þar sem hún var með 17 stig, 23 fráköst, 9 varin skot og 5 stoðsendingar. KR vann líka leikinn með 22 stigum þær 33 mínútur sem hún var inn á vellinum. Signý (+240) er að sjálf- sögðu efst í plús og mínus í Iceland Express-deildinni til þessa í vetur en næstar eru liðs- félagar hennar úr KR; Margrét Kara Sturludóttir (+212), Hildur Sigurðardóttir (+189) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (+160). KR tekur næst á móti Hamar átta liða úrslitum Subwaybikars- ins klukkan 19.16 á sunnudag- kvöldið. - óój Signý Hermannsdóttir hjá KR í kvennakörfunni: Hefur mikil áhrif +240 KR-liðið er mikið í plús með Signýju inni á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN HANDBOLTI Ljótt atvik átti sér stað í leik Gróttu og Fram í N1- deild karla á fimmtudagskvöld- ið. Framarinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánarson beitti þá hinu alræmda „Júggabragði“ á Jón Karl Björnsson, leikmann Gróttu. Bragðið gengur út á að taka í fót andstæðingsins er hann stekk- ur inn af línunni og koma honum þannig úr jafnvægi. Bragðið er stórhættulegt enda hafa menn dottið illa sem lenda í slíku. Hús- víski ljósmyndarinn Einar Ólason var ljósmyndari hjá Þjóðviljan- um þegar hann náði fyrstur allra mynd af slíku atviki árið 1987. Það var í landsleik Íslands og Júgóslavíu en einn Júgginn tók þá í fót Guðmundar Guðmundssonar, núverandi landsliðsþjálfara. Júgó- slavar beittu þessu bragði á þeim tíma og er það því nefnt í höfuð- ið á þeim. Fréttablaðið hafði samband við hinn sextán ára gamla Arnar Birki og spurði hann einfaldlega að því hvað hann hefði verið að spá. „Þetta gerðist í hita leiksins. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð og ekkert planað. Ég viðurkenni vel að þetta var gróft en þetta var samt ekki ákveðið fyrir fram,“ segir Arnar Birkir en hann segist aldrei hafa gert þetta áður. Hann virtist samt ekki sjá mikið eftir atvikinu enda virðist honum ekki líka vel við Jón Karl. „Ég held að hann eigi þetta alveg skilið. Hann var að þjálfa 4. flokk Hauka þegar ég var í 4. flokki. Þá lagði hann alltaf upp með að láta strákana æsa mig nógu mikið til að ég fengi rautt. Ég hef aldrei þolað þennan mann og alltaf reynt að gera eitthvað við hann og þarna kom að því,“ sagði Arnar Birkir, sem gerir ráð fyrir að fá nokkurra leikja bann fyrir viðvikið. - hbg Arnar Birkir Hálfdánarson beitti „Júggabragðinu“ í leik Gróttu og Fram: Aldrei þolað Jón sem átti þetta skilið ÓÞVERRABRAGÐ Arnar Birkir sést hér krækja í fótinn á Jón Karli. MYND/EYJÓLFUR GARÐARSSON > Hafnarfjarðarslagur í bikarnum Það er bikarhelgi í boltanum hér heima. Á sunnudag byrja átta liða úrslitin í Eimskipsbikar karla. Þá mætast Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar í Kaplakrika í stórleik umferðarinnar. Selfoss tekur á sama tíma á móti HK. Á mánudag klárast átta liða úrslitin með leikjum Víkings og Grótta annars vegar og leik Vals og Fram hins vegar. Á laugardaginn er síðan spilað í Subway-bikarnum í körfubolta hjá báðum kynjum. Flestir leikir eru lítt spennandi fyrir fram og helst vekur athygli viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í kvennaflokki. Vönduð tvöföld jólakort með þinni mynd • Aðeins 99 kr. • Tilbúin á 24 tímum FÓTBOLTI Gríðarleg spenna var í Höfðaborg í gær þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppn- ina sem fram fer næsta sumar. Menn voru misjafnlega kátir eftir dráttinn enda sluppu sumar þjóðir vel á meðan aðrar þjóðir horfa fram á erfitt verkefni við að komast upp úr riðlakeppninni. Dauðariðillinn að þessu sinni er G-riðillinn. Þar eru Brasilía, Portúgal, Fílabeinsströndin og Norður-Kórea. Tvö lið fara upp úr hverjum riðli og því verður eitt- hvert sterkt lið að sitja eftir í þess- um riðli. Veðbankar telja líkurnar á því að England geri eitthvað af viti á HM enn meiri eftir dráttinn í gær. England mætir Bandaríkjunum, Alsír og Slóveníu. Vel sloppið fyrir Englendinga. Diego Maradona, landsliðsþjálf- ari Argentínu, mun endurupplifa Heimsmeistarakeppnina frá 1994 að einhverju leyti því Argentína er í riðli með Nígeríu, Grikk- landi og Suður-Kóreu. Maradona féll á lyfjaprófi á HM 1994 en þá var Argentína einmitt í riðli með Nígeríu og Grikklandi. Heimamenn í Suður-Afríku eru nokkuð sáttir með sitt en þeir munu spila opnunarleik keppn- innar gegn Mexíkó. Frakkar eru þó eflaust allra þjóða sáttastir í þessum riðli en þeir hefðu hæg- lega getað lent í mun sterkari riðli. Lukkan heldur því áfram að leika við Frakkana. henry@frettabladid.is Englendingar sluppu vel G-riðillinn verður dauðariðillinn á HM næsta sumar en England, Spánn, Ítalía og Frakkland sluppu öll afar vel. Heimamenn mæta Mexíkó í opnunarleiknum. DAUÐARIÐILLINN G-riðilinn sést hér á skjánum í Höfðaborg í gær en hann er fyrir fram áhugaverðasti riðill HM 2010. NORDIC PHOTOS/AFP HM 2010 Í SUÐUR-AFRÍKU Svona líta riðlarnir út. A-riðill: Suður-Afríka, Mexíkó, Úrúgvæ, Frakkland. B-riðill: Argentína, Suður-Kórea, Nígería, Grikkland. C-riðill: England, Bandaríkin, Alsír, Slóvenía. D-riðill: Þýskaland, Ástralía, Gana, Serbía. E-riðill: Holland, Japan, Kamerún, Danmörk. F-riðill: Ítalía, Nýja-Sjáland, Paragvæ, Slóvakía. G-riðill: Brasilía, Norður-Kórea, Fíla- beinsströndin, Portúgal. H-riðill: Spánn, Hondúras, Chile, Sviss.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.