Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 134

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 134
102 5. desember 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Hrunið á síðasta ári hafði mikil áhrif á íþróttalífið í land- inu og það sást hvað best á því að knattspyrnuliðin hættu nær öll við hinar árlegu æfingaferðir sínar. Aðeins þrjú félög – FH, Keflavík og ÍBV – lögðu út í þann kostnað. Þessi áhrif voru ekki varanleg því nú er fastlega búist við því að um fimmtán félög leggi land undir fót næsta mars og skelli sér í sól- ina þar sem þau munu æfa við bestu mögulegu aðstæður. „Ég er líklega kominn með átta til tíu lið hjá mér og fleiri eru að skoða málið. Það er ekki óvarlega áætlað að fimmtán lið fari út,“ sagði Lúðvík Arnarson hjá Vita- ferðum. Lúðvík býst við því að flest liðin muni fara til Algarve. Flest liðin í Pepsi-deild karla stefna á að fara í æfingaferð, ein- hver kvennalið eru einnig að skoða ferð og svo jafnvel einhver lið í neðri deildunum. „Það er þannig í öllum tilvikum að það eru leikmenn sem safna. Ég veit ekki um neitt félag sem borg- ar fyrir sína leikmenn,“ sagði Lúð- vík en leikmenn safna peningum á herrakvöldum, með getraunaleikj- um og öðrum fjáröflunum. „Það má ekki gleyma því að góður leikmaður á Íslandi kost- ar sitt. Svona ferð fyrir heilt lið kostar ekki mikið meira en góður leikmaður að ég tel. Ég held að margir þjálfararnir myndu segja að ein svona vikuferð væri meira virði en góður leikmaður. Hún gerir nefnilega heilmikið fyrir liðin,“ segir Lúðvík en af hverju fóru svona fá lið fyrir síðasta tíma- bil? „Það ríkti náttúrlega algjör svartsýni á þeim tíma. Menn þurfa að bóka ferðirnar í desember og janúar og það var enginn að fara neitt á þeim tíma í fyrra. Óvissan var svo mikil að það þorði enginn að hreyfa sig neitt. Félögin sögðu svo reyndar í mars að það hefðu verið algjör mistök að fara ekki. Þessi óvissa og hræðsla er ekki lengur fyrir hendi og menn orðnir vanir þessu gengi,“ segir Lúðvík en slík æfingaferð kostar um 140 þúsund krónur á manninn. Leik- menn eru oftast ekki lengi að safna fyrir lunganum af þeirri upphæð. henry@frettabladid.is Æfingaferð kostar sama og góður leikmaður í eitt ár Íslensk knattspyrnulið munu fjölmenna í æfingaferðir á ný á næsta ári. Aðeins þrjú lið fóru utan í æfingaferð fyrir síðasta tímabil en þau verða líklega um fimmtán talsins að þessu sinni. Leikmenn safna sjálfir fyrir ferðunum. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Íslensk knattspyrnulið hafa farið utan til Algarve í æfinga- búðir í mörg ár. Þessi mynd er frá árinu 2004 og er tekin fyrir leik FH og Vals. MYND/EYJÓLFUR ÓLAFSSON HANDBOLTI Deildarbikarkeppni HSÍ, sem hefur farið fram síðustu tvö ár milli jól og nýárs, verður að öllum líkindum slegin af á stjórnarfundi HSÍ sem fram fer næsta þriðjudag. „Það er afar líklegt að þetta mót verði slegið af. Þessi keppni var upphaflega sett á þar sem það var engin úrslitakeppni en nú er hún komin aftur og þá er þessi keppni í raun orðin óþörf,“ segir Einar Þor- varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en Evrópusæti var í boði fyrir sigurvegara keppninnar. Um það sæti verður nú keppt í deildarkeppninni. Ekki hjálpar til að eina leiðin til að fá þetta í sjón- varpi er að spila á annan í jólum og 27. desember. Það vekur athygli hversu seint þessi ákvörðun er tekin og hefur Fréttablaðið heyrt óánægjuraddir frá Akureyri vegna málsins. Vilja einhverjir þar meina að hætt hafi verið við keppnina svo HSÍ þurfi ekki að borga flug og uppihald fyrir lið Akureyrar sem hefði líklega orðið með í keppninni. „Það er ekkert slíkt í gangi. Ég vísa slíkum sögu- sögnum algjörlega á bug,“ segir Einar. - hbg Breytingar á mótafyrirkomulagi HSÍ um jólin: Deildarbikarinn verður sleginn af FÓTBOLTI Chelsea fer inn í helg- ina með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Man. Utd situr í öðru sæti. Fram undan hjá Chelsea er próf á útivelli gegn jafnteflis- kóngunum í Manchester City. Chelsea hefur gengið lygilega vel með City á síðustu árum og unnið átta síðustu leiki liðanna. Óvissa er með þáttöku Shauns Wright-Phillips, leikmanns Manchester City, í leiknum en hann meiddist gegn Arsenal í vik- unni. Á meiðslalista Chelsea eru Salomon Kalou, Jose Bosingwa og Alex. West Ham fær Manchester United í heimsókn. Má búast við fjörugum leik enda hefur verið skorað mest á Upton Park í vetur. United vann báðar viðureignirn- ar í fyrra. Carlton Cole og Valon Behrami verða ekki með West Ham. Edwin van der Sar gæti komið aftur í mark United. - hbg Áhugaverðir leikir í enska boltanum um helgina: Uppgjör ríku liðanna HARKA Joe Cole og Vincent Kompany berjast hér í fyrra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Portsmouth - Burnley Arsenal - Stoke City Aston Villa - Hull City Blackburn - Liverpool West Ham - Manchester United Wigan - Birmingham Wolves - Bolton Manchester City - Chelsea Sunnudagur: Everton - Tottenham Fulham - Sunderland Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt upplifað ógleymanlega stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára fá að fara ásamt fylgdarmanni á leik í Meistaradeild Evrópu í Englandi 2010 og leiða leikmann inn á völlinn. Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA SÍNA INN Á VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI   
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.