Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 4
SMÁSAGA EFTIR OLLE VING.
Hann var fangavörður og auk
þess kvæntur. Þetta er ekki glæsi-
leg byrjun, en samt er þetta róman-
tísk saga. Kvæntur fangavöröur á
sína drauma eins og aðrir. Líf hans
var grátt og tilbreytingarlaust:
kaldir, dimmir gangar, auðir og
kaldir steinveggir, þar sem þögnin
ríkti, ekkert nema reglur og fyrir-
skipanir, og andlit forstjórans var
eins og malargryfja.
Þrátt fyrir þetta átti fangavörð-
urinn sitt draumaland. Hann
dreymdi um lítið hús uppi í sveit.
Þar átti að vera lítil grasflöt og
hænsni. Eftir tíu ár kæmist hann
á eftirlaun. En meðan hann beið
þess, að draumurinn rættist, var
hann sem sagt kvæntur fangavörður.
Hvernig konan hans leit út? Það
er ekki svo auðvelt að lýsa því.
Hann hafði verið svolítið skotinn
í henni í tunglsljósinu í gamla daga,
en varla hefur hann kjassað hana
mikið, þegar tunglið bar fulla birtu,
því að satt að segja var hún engin
fegurðardis.
Fangavörðurinn átti hálfs dags
frí einu sinni í viku, og einu sinni
í mánuði átti hann fri allan daginn.
Þá var hann laus við lyklaglamrið,
þetta eilífa ráp á göngunum, reglur
og fyrirskipanir, glæpamenn og
strokufanga, — sem sagt fullkom-
lega frjáls.
Á sumrin vildi hann helzt eyða
tómstundum sínum í skóginum,
kveikja í pípunni sinni og hlusta
á fuglasönginn. Á veturna gerði
hann sig ánægðan með að sitja í
þægilegum hægindastól við ofninn.
Hann þráði frið og ró. Og hver getur
láð honum það? En það var nú
öðru nær en hann sæi þessa hóg-
væru ósk sína rætast. Og nú skuluð
þið he-yra, hvernig þetta atvikaðist.
Á miðvikudaginn fékk hann frí
klukkan eitt. Þegar hann kom heim,
tók hann af sér flibbann og fékk
sér matarbita. Þá sagði konan hans:
— Láttu á þig flibbann, Albert.
Hann svaraði: — En ég var að taka
hann af mér. — Ég átti við hreinan
flibba. Og hann svaraði: — Þetta
er frídagurinn minn. Ég ætla að
vera flibbalaus, njóta lífsins og
hvíla mig. Þetta hefur verið erfiður
dagur. Fangarnir hafa verið óstýri-
látir, og ég er dauðþreyttur. Hún
endurtók: — Settu upp flibbann,
Albert. — Og lífið er stundum svo
skrýtið og óútreiknanlegt. Þetta
endaði með þvi, að Albert þvoði sér,
hafði fataskipti og setti upp hrein-
an flibba. Siðan sagði hún: — Mér
finnst við ættum að fara í búðir í
dag. — Og það gerðu þau. Hann gat
ekki hugsað sér neitt leiðinlegra
en rápa i búðir og þjarka um verðið.
Þegar þau voru nýgift, hafði hann
sagt henni sitt álit á þessu í fáum
orðum. Hún hafði svarað með
tveggja tíma ræðu. Þá var það út-
rætt mál, og þau fóru í búðir. Að
þvi loknu fóru þau í bíó. Honum
fannst þreytandi og leiðinlegt að
horfa á kvikmyndir, en henni
fannst það gaman, og það réð úr-
slitum. Og þannig liðu hinir viku-
legu frídagar hans. En þegar hann
átti frí alian daginn, sem sé einu
sinni í mánuði, fóru þau til borgar-
innar, þar sem foreldrar hennar
áttu heima. Hann kunni ekki við
sig i borginni, og skyldfólk hennar
fór í taugarnar á honum. En samt
fór hann með henni. Fyrir mörgum
árum hafði hann reynt að impra á
þessu við hana, en það var alveg
tilgangslaust. Hún hafði nú einu
sinni ákveðið þetta, og þar við sat.
Allir furðuðu sig á, hversu mikla
samúð hann hafði með föngunum.
Og tíminn leið. Nú voru aðeins tíu
ár, þar til hann kæmist á eftirlaun.
Einn góðan veðurdag sagði hann
henni frá framtíðardraumnum um
litla húsið uppi í sveit, grasflötina
og hæsnin. Meðan hann skýrði henni
(Framhald á bls. 35).
Ingimar Sveinbjörnsson, flugstjóri hjá Flugfélagi íslands — lengst
til vinstri á myndinni — segir vinum sínum, hvað það sé gaman
að fljúga.
KVOLD
Hátt dunar dansinn. f Klúbbnum er dansgólfið ekki eins örlítið
og víða annars staðar.
<1
Setustofan við arin-
inn er einn vinsæl-
asti staður hússins.
f miðju eru þær syst-
ur Edda Guðmunds-
dóttir frá Reykjum
í Hrútafirði og syst-
ir hennar, Ingunn.
4 VIKAN