Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 6
Alltaf stendiir mér andllt þitt fyr-
ir hugskotssjónum, Sén-Lí, — œtið,
þegar mér verður hugsað til Shang-
hai. Þú lyftir höfði úr rökkrinu og
reynir að brosa. Allt i einu opnar
þú munninn, líkt og þú viljir æpa.
En hann gefur ekkert hljóð af sér,
forljótur gúll með gulum tannabrot-
um. Og út úr þessum gúl tekur blóð
að vætla. Þá hneigir þú höfuð þitt
aftur, og ég sé ekkert nema beran
og hnöttóttan skallann ...
Þegar ég kom heim, undir morg-
un að öllum jafnaði, rakst ég alltaf
á þig. Það var óhreinn krókur i
stigaganginum minum. Þar varstu
vanur að sofa. Þetta var stór
skrifstofubygging, og dyravörðurinn
fleygði þér iðulega út, ef þér tókst
ekki að múta honum með nokkrum
koparskildingum.
En þér tókst alltaf að læðast inn
aftur, með einhverjum ráðum. Það
var sifelld barátta á milli ykkar. Og
hvað gaztu annars gert? Gamall
dráttardrengur liefur enga von um
að eignast sæng. Og ekki gaztu sof-
ið í vagninum, þvi að hann tókstu
á leigu af japönskum fjárplógs-
manni tólf stundir sólarhringsins.
Þann tíma varstu á hlaupum inn-
an um háreysti borgarinnar, Shang-
hai hinnar kaldrifjuðu, til þess að
vinna þér inn fyrir einni skál af
hrísgrjónum eða hálfóætum soja-
baunum. Kæmi það fyrir, að þú
skilaðir kerrunni einni minútu of
seint, veittist starfsfólk vagneigand-
ans að þér með höggum og slögum.
Þú varst svo fátalaður við mig, —
jafnvel þótt ég reyndi að toga út úr
þér með nokkrum skildingum ögn
af enska hrognamálinu þínu, —
lézt þig heldur dreyma. Það var
kannski rétt af þér. Draumarnir
voru að minnsta kosti fallegri eD
allt þitt lif að öðru leyti. Vist un»
það.
ÞVÍ að eitt sinn, er ég spurði um
drauma þína, varðstu blátt áfram
mælskur. Þá sagðirðu mér frá æsku
þinni, í fátækt og vesöld. En ein-
hvern tíma gaztu tekið þér fyrir
að fara í teningaspil og syngja
gömlu ljóðin hans Li-Tai-Pe. Löngu
horfinn ilmur af möndlublómum,
asaleur með eldrauðum krónum,
rammur þefur frá runnum tejurt-
arinnar, þetta var það, sem þig
dreymdi í myrkum og fúlum stiga-
gangi inni í miðri heimsborginni..
6 VIKAN