Vikan


Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 7
Þú lézt hugann reika til háaldraðra hofa og dynbjallnanna i Kvan-jin-musterinu með silfur- hijóminn, — þangað til dyravörðurinn kom og sparkaði þér út á regnvota götuna. Minning- arnar frá löngu liðnum dögum, veruleiki, sem átti sér ekki lengur stað, sveif á þig eins og höfugt vin. Þær stundir komu meira að segja, að þú dirfð- ist að hugsa til þeirra daga, er þú gazt enn hlegið. En þegar svo ramman þef af hvítlauk og svita lagði af skítugri skyrtunni þinni, að hann gekk af draumi þinum dauðum, reistu þegjandi á fætur. Þá gekkstu hljóður þina leið, svo að ég stóð aleinn eftir. Helzt var þá að sjá sem þig langaði mest til að leggja út á þann óraveg, er skildi þig frá bernskubænum, til þess að leita löngu týndrar æsku á leirgötum hans. En — þú fórst bara þvert yfir götuna, yfir i japanska sendi- ráðið, og tókst á leigu vagninn þinn til næstu tólf stunda. LANGT í fjarska og fjarri þér stóðu hofin miklu í höfgum blundi. Kvan-jin-musterið lika og kvæðin gömlu blunduðu óræð og hljóð. En úti fyrir öskraði Sanghai. Þar orgaði og hrein það helviti, sem þeir rilctu yfir, hinir japönsku djöflar og hvítu mennirnir, sem þú hataðir. Naktar iljar dráttardrengjanna skullu án afláts á malbikuðum götum. Þarna var sú veröld, er þin beið, full af rotn- un, eldrauðum umferðarljósum og illum fnyk af bráðnandi malbiki i brennandi sólarhitanum. Yfirbragð hins ævaforna, grálynda lífs: barátt- an fyrir hrísgrjónaskálinni — og silfurhljóm- urinn i hlátri riku frúnna, sem þú ókst til dans- leikjanna i vagni þinum. Ég held ég hafi skilið þig, Sén-Li, er þú sagðir eitt sinn við mig: „Gamall dráttarjálkur slær ekki aftur undan sér, herra. Sá, sem er orðinn jafnþreyttur og slitinn sem ég, getur ekkert annað en látið sig dreyma. Og jafnvel það getur stundum verið nógu erfitt.“ Þú gerðir sannarlega ekki miklar kröfur til lífsins, Sén-Li. En jafnvel þær kröfur voru of miklar fyrir Shanghai. í þeirri borg getur mað- ur ekki látið sig dreyma án þess að farast. Það fékkst þú að reyna. SVO var það sólheiðan júlídag. Sanghai ang- aði i sólskininu, titraði i tibránni. Hitasóttin heltók fólkið, yfirbugaði það, svo að menn hrundu niður eins og göturakkar úr óþrifum. Rika fólkið þyrptist upp í hressandi fjallaloftið, upp til Ku-ling. Ég minnist þess enn, hvernig þú þverbeygðir með vagninn þinn inn á Hong- Iíong-veginn út af Sesjúan-götu, — hvernig þú greipst andann á lofti — með galopnum munni. En það var ekkert lifsloft framar til fyrir Sén-Lí i Shanghai. í þinum augum var Hong- Kong-vegurinn eins og snarbrött hlíð, er lá upp i heiðbláan himininn. Og enn opnaðir þú munn- inn — eins og í krampa, likt og þú vildir æpa upp yfir þig ... En það var bara stuna frá lung- um þínum ofreyndum, sem þú reyndir að koma upp. Þú megnaðir það ekki framar, Sén-Lí. Hægra hné þitt krepptist upp að bolnum. Yagn- inn var enn á fullri ferð og ýtti á eftir, beint inn í bak þitt, bogið og feyskið. — Þú hrasaðir, hrauzt yfir brotinn kjálkann á vagninum — og féllst endilangur á grúfu á götuna. Enn lyftir þú höfðinu um þverhandarbreidd: Það rann blóð úr vitum þinum. Glæsilegur, hvitur herramaður steig úr vagni þinum, másandi og blásandi, og brá upp hend- inni. Það var ekki þin vegna, — en fimm aðrir dráttardrengir þutu til, er þeir sáu merki þetta. Hvíti maðurinn steig upp i einn vagnanna, leit kviðandi á klukku sina og þaut af stað. 1 hans augum var þetta ekkert annað en töf og tima- eyðsla. Það eru alltaf einhverjir dráttardreng- ir að láta lífið á götunum í Shanghai. Hver skyldi fást um það? Bersýnilegt var, að mann- inum hafði ekki einu sinni orðið hugsað til þess. Hann virtist hafa annað merkilegra i kollinum en þótt einn dráttardrengur félli, — kannski verðbréfin hans hafi verið að falla? Hann hefði ekki einu sinni skilið það, þótt honum hefði verið sagt, að hann væri hugsunar- laus og hrottafenginn. En þú, Sén-Li, lást í göturæsinu með hægri handlegginn brotinn. Þú hélzt krampakenndu taki um tuskuna, er þú notaðir til að þurrka framan úr þér svitann á hlaupunum ... SJÁLFSAGT var það heilt kvigildi manna, er sá þig falla. Þeir litu ekki einu sinni við. Að- eins fáeinir dráttardrengir stóðu kyrrir og há- tíðlegir i hæfilegri fjarlægð. Ekki snertu þeir við þér. Þeir vildu vera alveg lausir við þetta mál, — bæði vegna lögreglunnar og vegna þess, að menn verða nú einu sinni að deyja í Shang- hai, — til þess að hinir fái lifað deginum leng- ur. Beizkur sannleikur þetta: Því fleiri sem deyja, þvi betra útlit fyrir hina að geta lifað. Þetta vissir þú líka, Sén-Lí. Þér voru kunn hin óskrifuðu og ómannúðlegu lög þíns risa- vaxna lands, að milljónir hljóta að deyja fyrir þá sölc, að þeir geta ekki lifað, — ekki fyrir elli sakir og sjúkleika. Ónei, ekki það, heldur vegna þess, Sén-Li, að þjóð, sem er fjögur hundruð og tuttugu milljónir manna, á þess engin tök lengur að stilla hungur sitt, vegna þess að ofbeldi, valdagræðgi og himinhrópandi ranglæti er það, sem ræður. Því er það, að dráttardrengirnir vilja vera vissir um, að þú sért áreiðanlega dauður. Og ]Dað ert þú. Hvernig Sén-Lí deyr, það er það, sem þeir vilja sjá. Andlit þitt verður sviplaust, og friður færist yfir það. Þú æpir ekki, grætur ekki, hreyfir hvorki legg né lið framar. Varir þínar opnast rétt ofurlitla ögn. Dráttardrengirnir halda áfram. Þú dóst ekki öðruvísi en allir hinir. Og ég stend hér enn þá eftir, óþarfur og til einskis nýtur. En þit ert svifinn, Sén-Li, hina mörg þúsund milna löngu leið, heim til lands þinna drauma ... Þeir fleygðu líki þínu upp á vagn hjá mörg- um öðrum. Malbikið saug blóðpollinn í sig, og sólin reyndi að brenna hann burtu. Að tveimur stundum liðnum var þetta ekki orðið annað en dökkrauður depill í jaðrinum á Hong-Kong- vegi. NÆSTA kvöld sat annar dráttardrengur í stigakróknum þinum. Þetta var svo sjálfgefið, eins og hann hefði verið að biða eftir bana- stund þinni til þess að geta komizt yfir królt- inn. Hann hét Feng. — Þekktir þú Sén-Li? spurði ég hann. Feng kinkaði kolli til samþykkis og hló hæ- versklega. Hann hafði þó áreiðanlega ekkert kannazt við þig. En hann kunni á þessa lang- nefjuðu djöfla með gleraugun, og honum hafði lærzt að svara aldrei neitandi, ef þeir spurðu einhvers. Ég fékk honum hálfan dollar og sagði honum að kaupa reykelsi fyrir það. Hann átti að brenna það í musterinu fyrir þig, Sén-Li, til þess að veslings, þjakaða sálin þín þyrfti ekki að svelta hinum megin, — eins og þeir segja. Hver hefði svo sem annars átt að gera þetta fyrir þig? Þú áttir engan, Sén-Li, er stungið gæti fáein- um rerykelsisprjónum niður i sandinn i eirskál- inni miklu og kveikt i þeim. Kvöldið eftir var Feng kominn þarna aftur. Ég spurði hann: — Hefur þú fært reykfórnina fyrir Sén-Li? Hann hló og var ósegjanlega hamingjusamur: — Já, herra. Einn prjón ... Hann þagnaði og kveikti í pipu sinni. Síðan bætti hann við með hægð: — Þvi miður skuldaði Sén-Li mér eitt tóbaksstykki. Það varð ég að draga frá, til þess að hann þyrfti ekki að sitja í skuld hinum meg- in. Þess vegna varð það ekki nema einn prjónn, herra. Þykk og grá reykský gusu upp úr pípu Fengs. Hann hallaði sér aftur á bak og lygndi aug- unum ánægjulega. Honum fannst málið liggja ljóst fyrir, hvað sig snerti. Ég kinkaði kolli og hélt áfram upp stigann. Ekki get ég þó sagt, að mér liði vel. TÆPLEGA voru liðnar tíu mínútur, þegar kin- versk stúlka kom inn í herbergið til min. Hún kastaði á mig kveðju, lagði farangur sinn ró- lega á rúm mitt, strauk kakkalakkana af borð- dúknum með flötum lófa og hagaði sér í öllu næsta heimalega. Enginn vafi lék á, að þetta var portkona. Einhver i þessu mikla húsi hafði pantað hana, og svo hlaut hún að hafa farið herbergjavillt, — hugsaði ég. En nú var hún setzt á rúmið mitt. Hún var stóreyg — eins og kálfur á skurð- arborði og sagði snöktandi: — Vinur þinn, Sén-Li, er látinn, herra? Meira þurfti hún ekki heldur að segja. Feng, skálkurinn sá, hafði þá sagt stúlkunni frá öllu saman og vísað henni upp til min. Hún átti að aumka mig, hugga mig og hafa fé út úr mér fyrir allt saman ... Ég stakk seðli i lófa henn- ar. Síðan gaf ég henni kurteislega, en ótviræða bendingu um að hafa sig á brott. — Ég hef ekkert fengið að borða I dag, herra, sagði hún sorgmædd. Nú er ég síður en svo neitt ómenni, — og svangur var ég líka, — nema þarna snæddum við, klukkan tvö um nóttina, hrisgrjón og grænmeti og feitikökur — uppi á rúminu mínu. — Þegar treginn er mikill, er tregt um söng- inn, stundi mærin, er hún var mett orðin. Hún var að þurrka af hendinni á fitugum fötum sín- um, þegar ég ýtti henni með hægð til dyra. Og nú brá svo við, að hún fór af fúsum vilja. ÞAÐ var ekki fyrr en nokkrum mínútum sið- ar, sem ég veitti því eftirtekt, að armbands- úrið mitt hafði líka fyigzt brott með henni — af fúsum vilja. Jæja, telpa mín, svo að það var þess vegna, sem þér fannst allt i einu timi til þess kominn að hypja þig, sagði ég við sjálfan mig og flýtti (Framliald á bls. 26.) vikan 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.