Vikan


Vikan - 23.03.1961, Page 9

Vikan - 23.03.1961, Page 9
KEPPT UM ÞRJÁ TITLA Sú er kjörin verður „Ungfrú Island 1961“, mun um leið verða Fegurðar- drottning Reykjavíkur, verði hún þaðan. Verði „Ungfrú ísland 1961“ annarsstaðar af landinu, mun sú efsta úr Reykjavík hljóta titilinn. í sambandi við úrslitakeppnina mun einnig verða kjörin bezta ljósmynda- fyrirsætan 1961. Hér fer fegurðarsamkeppnin af stað, eins og boðað hefur verið í þrem undanförnum blöðum. Dómnefnd keppninnar hefur fengið margar og góðar ábendingar og allar líkur til þess, að ekki verði rúmsins vegna í blað- inu, hægt að sinna þeim öllum. Anna Harðardóttir, sem fyrst er í röð- inni af keppendum í fegurðarsamkeppninni 1961, er Reykvíkingur að uppruna. Hún er að verða átján ára gömul, dóttir hjónanna Ingibjargar Oddsdóttur og Harðar Þórðar- sonar, skrifstofustjóra. Anna er ljós yfir- litum, með ljóst hár og gráblá augu. Hún hefur numið við gagnfræðaskóla Vestur- bæjar, en auk þess farið til Englands og dvalið þar við nám í ensku. Hún hefur líka verið i Danmörku og talar dönsku. Áhugamál hennar eru fyrst og fremst þau, að sjá sig um í heiminum og komast á skóla, þar sem hún getur lært snyrtingu. Hún les mikið í tómstundum, aðallega sakamála- sögur eftir Agötu Christie. Anna er 170 cm. á hæð. önnur mál: mitti 21% tomma, brjóst 34 t., mjaðmir 35 t. og hálsmál 12 tommur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.