Vikan - 23.03.1961, Blaðsíða 16
Fléttað
belti
Hið nýjasta núna er
að hafa belti á peys-
unum og flétta þau
sjálfur. Ég sagði
flétta, ekki prjóna.
Þetta er t. d. tilvalið,
ef peysan er úr
mohair-garni, og
auðvitað þarf maður
helzt að hafa prjónað peysuna sjálfur, þannig að mað-
ur eigi garnafgang. Þið fáið ykkur fimm langa garn-
enda og hafið hvern enda margfaldan, svo að beltið
vefði nógu þykkt. Á endana bindið þið svo hnút og
festið siðan ailt á stólarm eða eitthvað þess háttar. Nú
fléttið þið svona 1,25 m langa gjörð (sjá teikningu) og
bindið hana síðan lauslega um mittið. Þetta var nú allt
og sumt.
Einfalt, en fallegt og ódýrt
Hver kannast ekki við það að eiga nokkrar fallegar mynd-
ir liggjandi niðri i kommóðuskúffu, sem alltaf á að hengja
upp, en ekkert orðið úr? Það geta verið teikningar, ljós-
myndir eða myndir úr vikublöðum, sem maður hefur freist-
azt til að klippa út, og margt fleira. Allt saman eru þetta
hlutir, sem maður gæti vel hugsað sér að hafa uppi á
vegg að minnsta kosti dálítinn tima, en tímir ekki að kaupa
utan um dýran ramma. Svo festið þið kannski myndina
upp með teiknibólum, en þá
eyðileggjast þær fljótlega, og
veggurinn hefur ekki heldur
gott af þvi. En hvernig væri
að reyna upplímingsaðferð-
ina? Hérna eru leiðbeiningar
um hana, gefnar af faglærð-
um manni.
Fyrst verðið þið ykkur úti
um eina örk af þunnum pappa
til að líma myndina á og eina
örk af þykkum pappa, sem
settur er á bakhliðina, einn-
ig lítinn pappabút til að festa bandið á. Þá eru það bréf-
klemmur, tvíarma, með bólum á endunum, glerplata
(24x30 cm, kostar 6—7 krónur), dálítið snæri eða band og
lím. Einnig þurfið þið þykkt, litað limband í kantinn á
rammanum. En athugið, að það límist svo vel, að maður
verður að vera alveg öruggur um, hvar maður ætlar að
hafa það, áður en maður byrjar að lima.
Þá byrjið þið á því að lima myndina upp á þunna papp-
ann, þannig að alls staðar sé bil fyrir utan. Þegar þið
hafið komizt að niðurstöðu um það, hve stór myndin á að
vera, leggið þið leið ykkar í fyrirtækið Glerslípun og spegla-
gerð og kaupið gler. Þykka pappann skerið þið svo jafn-
stóran glerinu, og aftan á hann límið þið eða saumið litla
bútinn, eftir að þið hafið fest bréfklemmurnar í (sjá teikn-
ingu). Á bréfklemmurnar festið þið bandið, sem myndin
á að hanga i, en eigi hún að standa, er fótur festur á
pappabútinn.
Nú leggið þið myndina fyrir framan ykkur og glerið ofan
á, og siðan er þetta límt sam-
an með límbandinu. Það er
auðveldast að byrja á bak-
hliðinni og snúa svo við og1
beygja bandið yfir á fremri
hliðina. Hornin má skreyta
með aukaþríhyrningum af
bandinu.
Það er skemmtilegt að búa
til ramma á þennan hátt, og
þar sem þetta er ódýr ánægja,
viljum við mæla með aðferð-
inni.
Reglusemi
Allar stúlkur þekkja það, þegar þær koma þjót-
andi heim, henda yfirhöfninni og töskunni í for-
stofuna og þjóta inn í herbergi. Blússunni er hent
til hægri og pilsinu til vinstri, skónum undir rúm
og undirkjólnum á stólinn. Hvar er nú blái kjóll-
inn? Og hvers vegna vantar alltaf hnapp ein-
hvers staðar, þegar maður er að flýta sér? Hvar
er rauða slæðan, og ó, hamingjan góða,
ma-a-amma, hefurðu séð svörtu skóna mína?
Og loks kemst maður út um dyrnar, rauður
í framan af áreynslu, og eftir sig hefur maður
skilið vigvöll og umstang, sem sjálfur Napóleon
hefði verið ánægður með. En hann ætti heldur
að skammast sorgmæddur yfir því, hvernig ungar
stúlkur meðhöndla föt sin oft og tiðum. Vié
erum svo vön fötum, sem eru falleg, Þægileg og
hentug, að við of-
metum eiginleika
þessara undraefna.
Nælon, terýlen, da-
kron, orlon, banlon
og ókrumpandi baðm-
ull, — allt á að með-
höndla gætilega. Það
er ekki hægt að
henda sólplíseruðum
terýlenpilsum á stól
og búast svo við því,
að plíseringarnar séu
alltaf eins og nýjar.
Pilsið á að hengja á
herðatré og gæta þess
vel, að plíseringarnar
fellist rétt, og helzt
eigið þið ekki að
ganga lengur i pilsinu
en einn dag í einu.
„Hvild" er nefnilega
mikilvægt atriði í
meðferð á fötum.
Ágætt er að kaupa klemmuherðatré, sem notuð
eru fyrir herrabuxur, fyrir pils. 1 Þau getið þið
hengt fleiri en eitt pils i einu. Annars eru herðatré
mjög mismunandi í laginu, og gott og vel lagað
herðatré skiptir miklu fyrir kápuna. Þegar kápan
er vel hengd upp, á að hneppa henni og slétta
úr kraganum, tæma vasana og taka burt hanzka
og annað slikt. Hversdagskjólana á að bursta
og leggja yfir plastslá. Síðbuxurnar á að hengja
upp á herðatré eins og pilsin. Betri kjólana er
gott að setja í stóra plastpoka, viðkvæm efni
skemmast fljótt á því að þvælast fram og til
baka í skápnum. Eina stúlku könnumst við við,
sem er mjög hrifin af pokakerfinu. Á hverju
hausti setur hún sumarföt sína I svona poka og
hengir þá innst i skápinn, og á vorin skiptir hún
og setur vetrarfötin í staðinn. Hún hengir heldur
aldrei peysurnar sínar á herðatré. Þegar búið er
að þvo þær eða hreinsa, eru þær brotnar vel
saman og settar í plastpoka. Blússur sem þarf
ekki að straua, nælonundirföt, og nælonsokka á
svo að þvo á hverju kvöldi, ekki aðeins af því, að
það er huggulegra, heldur halda þau sér miklu
betur.
Ef maður ætlar að halda uppi reglu í skápum
sinum og skúffum, ríður á að hafa „system“ á öll-
um hlutum. Undifötin er bezt að flokka og raða
upp, hverri tegund fyrir sig, og ef maður hefur
mikla þolinmæði, er gott að binda silkiband um
hvern bunka. Það lítur mjög skemmtilega út.
Sokkapokann festum við á herðatré innan á skáp-
hurðina, og öll belti hengjum við á sama stað, og
klúta vefjum við saman, svo að þeir séu ekki
krumpaðir, þegar á þarf að halda. Hanzka og húf-
ur geymum við í plastpokum. Ef ekkert snyrtiborð
er til, verður að nota efstu kommóðuskúffuna
fyrir snyrtivörur og smádót. Það mundi vera til
mikillar hjálpar, ef hægt væri að fá bróður sinn
eða föður til að skipta skúffunni í smáhólf með
þunnum krossviði. En einnig má notast við litlar
pappaöskjur, sem búið er að taka lokið af. Þær
festið þið með teiknibólum í botn skúffunnar,
og þá ætti að vera auðvelt að hafa reglu á hlut-
unum.
Skórnir eru alveg saga út af fyrir sig. 1 þá á
alltaf að stinga tréiistum, og það á að hreinsa þá,
áður en þeir eru settir á sinn stað. Það er rétt að
ráðfæra sig við búðarstúlkuna, þegar maður kaup-
ir skó, svo að maður fái alltaf réttan skóáburð
með sér heim. Skó á alltaf að laga til, eftir að
maður hefur notað þá, og þeir glansa eins og
nýfægðir túskildingar, ef þeir eru pússaðir með
flauelstykki. Gamlan skóáburð má fjarlægja með
tetraklór, og óhreinindi á rúskinnsskóm má fjar-
lægja með þar til gerðum burstum. Séu skórnir
blautir, á að fylla þá út með dag-
blöðum og leyfa þeim að þorna
smám saman. Og munið að fara
nógu fljótt til skósmiðsins, Það
borgar sig alltaf.
Það tekur tíma að fara vel með
föt sín, en það borgar sig.
Ef að þið hafið ekki ráð á því,
að kaupa ykkur endalaust kjóla,
dragtir og kápur, mun það gleða
ykkur að lesa það sem Dior nr. 2
Yves Saint-Laurent, sagði dag
nokkurn við vinkonu sína.
— Ef að ég teikna fyrir þig
reglulega einfaldan kjól, án alls
íburðar og klassiskan í sniðinu, er
það nóg til að gera Þig smart og
áberandi, með því móti, að þú út-
vegir þér rétta hluti til að hafa
með, við hvert tækifæri.
Og það sem átt er við með rétt-
um hlutum til að hafa með, er
fyrst og fremst falleg taska, vel
valdir hanzkar og skór, „raffiner-
aðar“ slæður, finir sokkar og góð-
ar snyrtivörur. Meðal þessara smá-
hluta, viljum við halda Því fram,
að það sem að tízkukóngurinn
reikni sem mikilvægast sé slæð-
an. Slæður er nefnilega hægt að
nota til svo margs, Þær geta gefið
fötunum glæsilegan svip. Svo ef
að þið hafið ekki ráð á að kaupa
ykkur kjól, getið þið að minnsta
kosti keypt ykkur slæðu og vel
á minnst, „rétta slæðu“ úr alsilki.
handsaumaða og í fallegum lit-
um . . .
Finnst manni sjálfum, að maður
sé ekki reglumannskja í eðli sínu,
er auðvelt að þvinga sig til þess.
Fyrst er það aðeins kraftur og
ákveðni, sem vantar, en síðan
verður það að vana og það góð-
um vana. ★
Skinnbætur
Þessar hentugu skinn-
bætur, sem meðal annars
eru notaðar í olnbogabæt-
ur, eru oft ekki eins hent-
ugar, þegar á að fara að
sauma þær, þar sem skinn-
ið er oft of hart til þess,
að unnt sé að stinga i það.
En ef þið stillið saumavél-
ina á stærsta spor, áður
en þið byrjið að sauma,
og saumið svo allan hring-
inn með engan tvinna í
vélinni, myndast regluleg-
ar holur í skinnið. Og þá
saumið þið bótina. Nú er
auðvelt að sauma þetta í
hendinni með því að fara
upp og niður um götin.
Leðurbótin verður með
þessu móti bæði finlega og
vel fest á.
16 VIKAN