Vikan


Vikan - 23.03.1961, Síða 18

Vikan - 23.03.1961, Síða 18
<3 Að lolcnum miklum erfiðleikum og basli tókst Sophiu, þá sautján ára, að fá hlutverk í mynd sem nefndist Afríka á hafsbotni. Hún hafði fengið hlutverkið á þeim forsendum að hún kynni að synda, en þegar til kom, var eitthvað fátt um þá kunnáttu. Samt sem áður hélt hún hlutverkinu. Ekki var fatakosturinn mikill, því hún var eingöngu á sundbol í þeim atriðum, sam hún lék í. Hér í bæ er haldin hver yfirlitssýningin annarri merki- legri á verkum myndlistarmeistara okkar. Þetta varð okkur ^ ábending um hvernig haga skal hlutunum þá er maður vill koma Þarna er Sophia Scieolone átta ára og þegar farin að stilla sér upp. Við hlið hennar stendur syst- ir hennar, sem er fjórum árum yngri. Ekki sakar að geta þess, að fjölskylda hennar var mjög fátæk og stafaði það ekki sízt af þvi, að faðir hennar var dálítið fjöllyndur í kvennamálum og hafði ekki gifzt móður Sophiu, heldur tekið aðra stúlku fyrir eiginkonu um þær mundir, er báðar áttu von á sér. Sú var yngri en móðir Sophiu. En hann hefur séð sig um hönd og er nú tekin saman við móður Sophiu. Fimintán ára tók Sophia þátt í fegurðarsamkeppni. Og hér er sú mynd, er þar var tekin. Ekki hreppti hún fyrstu verðlaun, en dómnefndin sæmdi hana samt titlinum „Miss Elegance“. 1B VIKAN jyÉLiiirr Sophia ásamt eiginmanni sinum og þó ekki eiginmanni, og er málið orðið svo flókið nú upp á síðkastið, að við teljum okkur ekki fært að úrskurða hver sé gift hverjum og hver ek'ki. Jæja, hvað sem því líður, þá er þessi mynd af þeim Sophiu og Carlo og virðast þau að minnsta kosti ánægð þá stundina. einhverju merkilegu á framfæri. Þar sem Sophia Loren valdist á forsíðu í þetta sinn og okkur finnst hún merkiskona, þá varð það úr, að hafa nokkurs konar yfirlitssýningu á henni. Smám saman fjölgar hlutverkunum, og cinnig verða þau þý<5- ingarmeiri. Hitt er svo annað, að elcki cru þau merkileg að sama skapi. En þó rekur að þvi að hún tekst á hendur að sýrta einhver tilþrif í leik, og hér er hún í myndinni La Ciociarai, sem okkur hefur nú ekki borizt fyrir augu, en höfum þa^ð eftir áreiðanlegum heimildum, að hún hafi tekið af allan vafa’, hvort kalla ætti hana leikkonu, svo góðan leik á hún að háfa sýnt. Nú er af sem áður var. Sophia er komin það hátt í tekjustiganum, að hún getur leyft sér ýmislegt, og þar á meðal eru fatakaup. Það er svo, að hún gengur nokkuð frumlega til fara, eins og myndin ber með sér. mmss VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.