Vikan - 23.03.1961, Page 26
<
>
-o
_J
1/5
•o
'LU
D
O
O
5
<
D
O
z
■O
o
z
cc
D
SZ
X
>41
CQ
Hátíðasvipur á helmillnu
hvern vlrkan dag fyrlr
LITKRYSTAL FRÁ
TÉKKÓSLÓVAKIU
í hverri sérverzlun er í boðstólum
úrval krystalsmuna, fjölbreyttra
að litum og forml, sem bera vitni
þeirri fullkomnun sem bxheimskir
gleriðjumenn hafa náð fyrir erfðir
og reynslu I margar kynslóðir.
Sérhver hlutur lofar þar meistara
slnn. Sérhver slfkur hlutur er
heimilisprýðl
GLASSEXPORT
PRAG-LIBEREC-TÉKKÓSLÓVAKlA
DOKAÐ VIÐ í SHANG-
HAI.
Framhald af bls. 7.
mér á eftir þeirri litlu. Ég gekk nokkrar götur
á enda, fór fyrir nokkur horn. Alls staðar
mannlaust. Til hvers var ég eiginlega að hlaupa
þetta? Bjóst ég í rauninni við að ná i hana?
Var ég henni annars alvarlega reiður? Hver
vissi, nema stúlkan vœri nú hamingjusöm?
Hana hafði kannski alla ævi langað til að eign-
ast armbandsúr, hafði ef til vill átt um það
hljóða drauma eins og þú þína, Sén-Lí? Það
hafði lika áreiðanlega legið þarna á glámbekk
og tifað svo tælandi framan í hana, litla greyið
... Ég var þegar farinn að fyrirgefa telpunni,
— en ekki Feng.
Ég sneri hægan heim á leið með hendurnar
í vösunum. Ljósið á einni götuluktinni logaði
með rykkjum. Kettir þöndu sig yfir götuna.
Feitar rottur hlupu í ræsunum. Þarna sátu þær
fimmtán saman í hálfhring. Svartur kekkur af
rottuskrokkum. Þær teygðu fram trýnin og
þefuðu, klóruðu svo ofan í jörðina. Þær voru
að sækjast í eitthvað.
Allt í einu sá ég við daufa birtu götuljóssins,
hvað það var, sem þær veðruðu eftir: dvínandi
blóðflekkur, brenndur í malbikið. E' |ns og
dökkrauð blómkróna, sem breiðir úr séi r_____
Ég þurfti ekki einu sinni að lita upp. I íg vissi,
hvar ég stóð: í jaðrinum á Hong-Kon: g-w^gi.
Og vegna þess að ég sá þig nú afl.ttr ífyrir
sjónum mér, Sén-Li, gat ég ekki farið a® segja
neitt, þegar ég hitti Feng aftur. Hanri ssát þar
í horninu við stigann að venju og reykli. :Síðan
leit hann upp og sagði:
— Viltu ekki gefa mér einn doFzar, Iherra?
Ef þú gæfir mér einn dollar, gæ;ti ég ftekið
vagninn hans Sén-Lis á leigu ...
Hvað átti ég að segja? Ég var aUt íi œinu
orðinn svo innlifaður þessu ökutiæki. É;^g greip
niður í vasann.
Feng rétti höndina áfjáður eftir penicngnum,
reis siðan á fætur og reikaði þeyjanóii ibrott
án þess að líta um öxl. Þegar hann var íkominn
yfir götuna, stóð hann um stund á báðium :átt-
um, yppti svolítið öxlum og hvarf þvví næst
ofan i kjallara, sem þar var nærri.
Ég vissi, hvað til stóð. Ég kannast v'i'ð þessa
kjallara. Heill dollar, — fyrir það g"át hann
keypt sér fram úr skarandi góSan dranm. Það
var ekki við öðru að búast.
Mátt ópíumjurtarinnar fær enginn staBizt ...
Hvernig væri líka annars hægt að þreyja
þorrann og góuna, þola annað eins Iífr þegar
sú hræðilega vissa er vakandi, að bráðlega,
mjög bráðlega, endar það í dökkrauðri blóm-
krónu á biki götunnar ...
Hvenær sem ég sé andlit þitt fyrir sjónum
mér, Sén-Lí, verður mér hugsað til Shanghai,
— borgarinnar, sem ekkert þekkir til réttlætis
og mannúðar, þar sem göturnar roðna af
dauðablóði.
MÓÐIR EÐA VALKYRJA.
Framhald af bls. 14.
koma barni áfallalaust til fulls þroska. Svo
langt er uppeldið orðið á eftir kröfu timans,
að mannkynið getur ekki unað þeim óskapnaði
til lengdar. Áhyggjum konunnar er því elcki
lokið, þótt hún losni undan oki ótlmabærrar
frjósemi. Ungbarnasjúkdómum, sem áður sátu
um barnið, verður bægt frá, en sálkreppur vegna
siaukinnar spennu, afbrot og aðrir menningar-
sjúkdómar munu sækja fastar á uppvaxandi
kynslóð en við vitum dæmi til nú. Það Grettis-
tak, sem 'konu framtlðarinnar er gert að lyfta,
heitir uppeldisönn. Vopnuð mun hún ekki
valda því.
HEIMILI FRAMTÍÐARINNAR.
Heimilið, sem um aldaraðir var einfært um
uppeldi barnsins, er að raskast og glatar smám
saman beinum áhrifum sínum á þróun samfé-
lagsins. Það er ekki aðeins, að breyttir atvinnu-
hættir dragi áhuga konunnar frá heimilinu,
heldur grefur gengi hennar á atvinnumarkaðn-
um undan hefðgrónum myndugleik heimilis-
föðurins Hann er ekki lengur eina fyrirvinnan.
Heimilið þarf ekki að treysta á hann. Iíonan get-
ur, hvenær sem er, tekið við atvinnuhlutverkinu.
En við allt þetta raskast innri gerð heimilisins,
og það lendir i upplausn, meðan það hefur
ekki mótazt I nýju formi.
Þarna er framtiðarhlutverk. Það þarf að skapa
heimilið að nýju, — nýtt form og nýjan anda,
— svo að það valdi hlutverki sínu I menningar-
þróun framtíðarinnar. í stað þeirra anna, sem
framleiðslutækni og samfélagshjálp létta af því,
leggur það aukna rækt við persónuleikann,
verður honum vaxtarreitur og griðastaður. Vax-
andi tækniframleiðsla eykur hraða starfsins sí-
fellt og herðir á taugaspennu starfsmannsins.
Hann þarfnast griðastaðar, þar sem hann er
sjálfs sín ráðandi og getur notið tómstunda
sinna á persónulegan hátt, í samlífi við sina
nánustu, i frjálsu viðfangi við hugðarefni sin.
Sú þörf er jafnbrýn fyrir konu, mann og börn.
Þar sem heimilinu er fórnað I þágu framleiðslu-
áætlana, verður maðurinn vinnudýr, sem lætur
sér nægja ask og bálk. Tómstundirnar geta
orðið eitt hið alvarlegasta vandamál framtíð-
arinnar, nema heimilið verði konu og manni
f)g börnum öruggt athvarf og griðastaður, þar
se>m þau fá notið ástúðar og hlýju.
Heimilið þarf að verða helgidómur persónu-
leikans, sem hrammur ópersónulegrar sam-
félag.sskipunar dirfist ekki að gripa inn I. Það
er fra'mtíðarhlutverk konunnar að skapa slíkt
heimili, sem hefur gildi sitt ofan við matseld,
klæðagerð og barnakennslu. Heimili fortiðar-
innar var framar öllu fæðingarheimili, verk-
stöð og skóli. Heimilis framtíðarinnar bíður
annað hlutverk: verndun persónuleikans gegn
tærandi áhrifum tæknimenningarinnar. *
Látið mig heyra enn einu sinni, að þér hótið
.að fara, ef þér ekki fáið launahækkun.
26 V.IKAN