Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 30

Vikan - 23.03.1961, Qupperneq 30
Blöndunartæki Kranar Fittings morgum gerðum fyrir ' ' y ' ©J;L nma Sighvatur Einarsson & Co Skipholti 15 Símar: 24133 - 24137 Baðkör Handlaugar Sturtur og Eldhús NÆTURLÍF í PARÍS. Framhald af bls. 11. sinni kom efnaður útgefandi og leizt svo vel á stúlku, að hann ein- setti sér að ná i hana fyrir konu. Stúlkan þýddist hann heldur illa, en hann var þolinmóður og keypti kort á þessa sömu stúlku hundrað kvöld í röð. Þá var hann búinn að vinna hana á sitt mál, og nú eru þau gift. Okkur fýsti að hafa tal af einni þessara stúlkna og slógum saman i kort, þúsund franka hvor. Við vorum það seint á ferðinni, að allar þær laglegustu voru uppteknar; þó var stúlkan fremur viðfelldin og virtist vel greind og vön að halda uppi samræðum. Við spurðum hana um ástæðurnar fyrir þvi, að hún væri þarna. — Ástæðurnar eru einungis þær, að ég er ekkja og var þess ekki megnug að sjá börnum minum far- borða á annan hátt. Við fáum 1200 franka á kvöldi og auk þess prósent- ur af kortunum. Ég gæti ekki haft svipaðar tekjur annars staðar. Svo er þetta starf, sem ekki er neitt at- hugavert við. Það er ættazt til þess, að við séum gestum til skemmtunar og örvum þá frekar til drykkju. Flestir þeirra manna, sem koma hingað, eru giftir og margir á aldr- inum fimmtiu til sextiu ára. Kon- urnar þeirra eru hættar að hlusta á þá. Þeim finnst gott að geta romsað úr sér einhverjum áhyggju- efnum, og við reynum að vera á- hugasamar og skilningsrikar. — Þið kynnizt mörgum. — Oftast einhverjum nýjum á hverju kvöldi. — Finnst yður þeir vera mis- jafnir eftir þjóðerni? — Já. Okkur likar bezt við Þjóð- verja og Belga. Þeir koma til að skemmta sér og eru ekki með neitt ..knffiri". Þeir koma með blóm eða konfekt til okkar. Bandarikjamenn eru verstir, — alltaf eitthvert þras og vandræði. Við báðum hana vel að lifa og lukum við kampavinið. Sviinn Hans var á förum daginn eftir, og við kvöddumst með virktum. Ég átti einn dag eftir i Paris — og kvöldið með. Þá fór ég á ólikar slóðir, að minnsta kosti í fyrstu. Það var óper- an, sem varð fyrir valinu, og það var ógleymanlegt, ekki sizt húsið sjálft með þungu barokkskrautinu. Á eftir gerði ég ferð mina f Rauðu mylluna. Reyndar hafði ég farið þangað áður, en mér fannst ég varla geta skilið svo við Paris, að ég liti þar ekki inn. Þar hanga myndir eftir málarann Toulouse-Lautrec á veggjum, og það er eitthvað við staðinn, sem minnir á öldina sem leið og þá daga, er Lautrec var hér gestur og málaði skopmyndir af gestunum. Nú er hann genginn, en minning hans er höfð i heiðri, enda á Rauða myllan honum talsvert að þakka. EGAR ég kom inn, voru fimm ítalir að Ijúka við fimleika- sýningu, en síðan kom það, sem Rauða myllan er fræg- ust fyrir, en það er Can-can-dans- inn. Þær eru eitthvað um tuttugu og allar mjög laglegar, vel vaxnar og jafnháar. Alltaf eru spilaðir sömu glaðværu marsarnir fyrir dansinum hjá þeim, og þær láta langa leggina sveiflast upp í loftið, svo að sköfl- ungurinn leggst að vanganum. Það er svo mjúklega útfært og áreynslu- laust, að unun er á að horfa. Ég var fram eftir nóttinni á nætur- klúbb Rauðu myllunnar, án þess að bæri til tiðinda, en á heimleið sá ég atvik, sem varð mér minnisstætt. Það var einhvers staðar nálægt Boulevard Clichy. Hópur lögreglu- manna stökk út úr bíl og hóaði saman kvenfólki þar á gangstétt- inni eins og kvikfé og rak það upp i bílinn. Ég spurði nærstaddan lög- regluþjón, hverju þetta sætti, og skildist, að þær hefðu verið að veið- um úti á götunni. Það mætti ekki samkvæmt lögum. Allt slikt yrði að fara fram innan húss. Það væri í rauninni ólöglegt, en látið afskipta- laust. Lögreglan vissi margt, en um- bæri mikið. Ég spurði hann, hvort það væri ekki tilgangslaust að vera að smala svona, — svo færu þær bara út á götuna annað kvöld, ef þær yrðu þá lausar. — Nei, sagði hann. Monsieur mætti ekki halda, að þetta væri tilgangslaust. Þetta gerði það að verkum, að færri segðu skilið við venjuleg störf og færu út á þessa braut. Þannig er það i París. Þar við- gengst margt, sem yfirvöldin vita um, en láta afskiptalaust. Það er vist einmitt þess vegna, að Paris er að margra dómi eftirsóknarverð. Það er þess vegna, að þangað flykkjast forvitnir ferðalangar frá Ameríku og Indlandi, Manchester og Melbourne, Kaupmannahöfn og Reykjavik. Og ef ég á að segja mitt álit að enduðum þessum pistli, þá vil ég leggja á það áherzlu, að þrátt fyrir óþrifnað og ósóma og margt, sem sizt er til fyrirmyndar, finnst mér Paris dásamleg borg. g. KYN LAN Fyrsta ferð í sumar er Öræfaferð um páskana. Farnar verða helgar1- og sumarleyfisferðir um land allt. Ferðist skemmtilega, ægilega og Ulfar Jacobssen Ferðaskrifstofa 30 VIKAM

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.