Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI leikur í höndumMIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2009Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Það er heilmikil spenna fyrir þessari ferð, enda skilst mér að þarna sé gríðarlega fallegt og eflaust gaman að keyra,“ segir Axel Eiríksson, úrsmíðameist-ari og meðlimur í BMW-mótor-hjólaklúbbnum á Íslandi. Nokkrir félagar í klúbbnum vinna hörðum höndum um þessar mundir við að skipuleggja heljarinnar hjóla-ferð til Skotlands í apríl næstkom-andi. Ferðin verður óvenjuleg að vissu leyti, því hjólin verðút í gá þátttakendum skipt upp í þrjá hópa sem hittast í upphafi ferðarinnar, um hana miðja og í lokin. Þegar hafa nítján meðlimir skráð sig í ferðina og ætla nokkrar eiginkon-ur að fljóta með þótt þær hjóli ekki sjálfar. „Við köllum eigin konurnar stundum „hnakkaskraut“ að gamni okkar,“ segir Axel og hlær. Auk þess eiga nokkrir meðlimir hjól þar úti sem þeir koma til með að keyra í ferðinni.Lagt verðu jafnvel heimsækja Ísland í sama tilgangi í kjölfarið.Þetta er fyrsta eiginlega ferðin sem klúbburinn fer út fyrir land-steinana. Nokkrir meðlimir ferðuð-ust þó til Þýskalands fyrir tveimur árum þar sem þeir sóttu námskeið í utanvegaakstri. „Klúbburinn er tveggja ára gamall og þó nokk-uð virkur,“ segir Axel. „Síðastasumar var til dæmi h i Mikill spenningur fyrir Skotlandsferð í aprílMeðlimir í BMW-mótorhjólaklúbbnum á Íslandi ætla að leggja land undir fót í apríl og þeysa hringinn í kringum Skotland. Hjólin verða send út með gámi og svo fylgja þátttakendur eftir með flugvél. Hér sést hópurinn sem fór í eftirminnilega ferð að Jökulsárlóni síðastliðið sumar. Axel Eiríksson er annar frá vinstri. MYND/ÚR EINKASAFNI HÁDEGISGÖNGUR Ferðafélags Íslands eru farnar á þriðjudögum klukkan 12 og á fimmtudögum klukkan 14. Á þriðjudögum er gengið frá Árbæjarlaug og um Elliðaárdal en á fimmtudögum er gengið frá Nauthólsvík eftir ýmsum leiðum við sjóinn. www.fi.is • Dregur úr vöðvaspennu• Höfuð- háls- og bakverkjum• Hefur góð áhrif gegn streitu• Er slakandi og bætir svefn Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð frá 9.750 kr. Nálastungudýnan NETHYL 2, SÍMI 5870600, WWW.TOMSTUNDAHUSID.IS ÖFLUGIR FJARSTÝRÐIR RAFMAGNS- OG BENSÍNBÍLAR Í MIKLU ÚRVALI. Draumadúnsængin100% dúnn (790 gr)Jólatilboð 23.990 krVerð áður 29.990 kr MIÐVIKUDAGUR 9. desember 2009 — 291. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG AXEL EIRÍKSSON Ekur á hjóli hringinn í kringum Skotland • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! Bellissimo Ó · 1 29 64 VIÐSKIPTI Heildarfjárhæð viðskipta sem Seðla- bankinn hefur til athugunar vegna brota á gjaldeyrisreglum er litlu lægri en verðmæti alls þorskútflutnings frá landinu fyrstu níu mánuði þessa árs. Heildarupphæð viðskipta sem Seðlabankinn hefur til athugunar vegna brota nemur rúmum 57,5 milljörðum króna. Meint brot voru framin á rúmlega tíu mánaða tímabili frá 28. nóvem- ber 2008 til 1. október 2009. Að auki bíða um 100 mál skoðunar og munu fjárhæðir því hækka umtalsvert þegar fram líða stundir, að því er fram kemur í svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Ásbjörns Óttars sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Til samanburðar má nefna að samkvæmt vef Hagstofu Íslands nam verðmæti á útfluttum þorski frá Íslandi á níu mánaða tímabilinu frá 1. janúar til 1. október á þessu ári 61,6 milljörð- um króna. Fjárhæðir þeirra mála sem þegar eru til skoðunar vegna brota á gjaldeyrisreglum á tíu mánaða tímabili jafngilda því að verðmæti 93,3 prósentum af níu mánaða þorskútflutningi. Verðmæti allra útfluttra sjávarafurða nam 172,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði árs- ins en heildarútflutningur vöru og þjónustu var 555,4 milljarðar króna. Meint gjaldeyris- svik nema því 10,3 prósentum af heildar- útflutningi vöru og þjónustu fyrstu níu mánuði ársins. Svo umfangsmikil brot á gjaldeyrisreglum veikja gengi krónunnar verulega, að sögn Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði. Hann treystir sér ekki til að nefna hlutfalls- tölur í því sambandi. Þórólfur segir að líklega sé ávinningur þeirra sem stundað hafa svikin í hæsta lagi helmingur heildarfjárhæðarinnar „og senni- lega þó töluvert undir því,“ segir hann. „Það er verið að selja í leiðinni vöru og þjónustu.“ Í svari efnahagsráðherra við fyrirspurn- inni segir að ekki sé hægt að veita upplýsing- ar um hvaða starfsemi þeir lögaðilar stunda sem grunaðir eru um brot á gjaldeyrisregl- unum. 134 lög aðilar áttu hlut að viðskiptum með 91,93 prósent heildarfjárhæðarinnar en 110 einstaklingar hlut að viðskiptum með 8,07 prósent af heildarfjárhæðinni. - pg / sjá síðu 10 Gjaldeyrissvikin svipuð og verðmæti þorskútflutnings Fjárhæðir gjaldeyrissvika sem Seðlabankinn er nú þegar með til athugunar jafngilda 93,3 prósentum af útfluttum þorski frá landinu fyrstu níu mánuði þessa árs. Veikir krónuna verulega, segir prófessor. Jólasveinn í Bretlandi Felix Bergsson hræðir bresk börn með Grýlu. FÓLK 34 Fíladelfía fer með rangt mál Friðrik Ómar stendur við stóru orðin. FÓLK 46 Blautt syðra Í dag verða austan 8-13 m/s, hvassast syðst. Víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið og bjart norðanlands. Bætir í úr- komuna syðra síðdegis. Hiti víðast 2-8 stig. VEÐUR 4 4 2 5 6 6 LEIKUR Í HÖNDUM Sykurhúðuð listaverk, föndur og bílaviðgerðir Sérblaðið Leikur í höndum FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Saga íslenska sönglagsins Sigurður Bragason gefur út disk sem spannar 100 ára sögu. TÍMAMÓT 26 KAUPMANNAHÖFN Loftslagsráð- stefna Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn er í uppnámi eftir að drögum að samkomulagi um sam- drátt í losun koltvísýrings var lekið til breska blaðsins The Guardian í gær. Fulltrúar þróunarríkja brugð- ust ævareiðir við því sem fram kom í drögunum, sem kölluð hafa verið „Danski textinn“. Í drögunum er gert ráð fyrir að heimsins ríkustu þjóðir fái aukin völd þegar kemur að stefnumótun í loftslagsmálum og að dregið verði úr völdum Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur verði ríkari þjóðum heimsins heimilað að losa mun meira af koltvísýringi út í and- rúmsloftið miðað við höfðatölu en fátækum ríkjum árið 2050, eða 2,67 tonnum á móti 1,44. Drögin leynilegu voru smíðuð af félagsskap sem kallaður er „Skuld- bindingarklíkan“ (e. The circle of commitment), og er sagður inni- halda fulltrúa Bretlands, Banda- ríkjanna og Danmerkur, auk ann- arra. Þau höfðu einungis verið kynnt fulltrúum örfárra þjóða síðan lokið var við þau í vikunni. Talið er að þeir sem stóðu að drögunum hafi ætlað að reyna að afla þeim fylgis næstu daga, og reyna síðan að ná sínu fram þegar leiðtogar stærstu ríkjanna mæta til leiks eftir helgi. - sh Ný gögn sýna að klíka ríkra þjóða vill þrengja að þróunarlöndum: Leki skekur loftslagsráðstefnuna ERFIÐ UMRÆÐA Fulltrúi Haítí á loftslagsráðstefnunni hvílir sig áður en annar dagur hennar hefst. Samkomulagsdrögin sem lekið var til The Guardian hafa hleypt illu blóði í suma gesti og útlit er fyrir að viðræðurnar verði enn strembnari fyrir vikið. NORDICPHOTOS/AFP Bayern áfram Bayern vann glæsilegan útisigur á Juventus í Meist- aradeildinni í gær og komst áfram í sextán liða úrslit. ÍÞRÓTTIR 42 BRUNI Tvær geymslur á bænum Neðritungu í Örlygshöfn við Patreks höfn gereyðilögðust í eldi í gærkvöldi. Eldurinn kom upp klukkan hálf sjö og hafði verið slökktur á tíunda tímanum. Hátt á fimmta tug lögreglu-, slökkvi- liðs- og björgunarsveitarmanna hjálpaði til við slökkvistarfið. Rúnar Árnason, bóndi á bænum, segist hafa verið á næsta bæ þegar hann fékk símtal um að eldur væri kominn upp. „Manni brá náttúrlega,“ segir hann. Hann hljóp þegar til, en nágranni hafði þá gert lögreglu viðvart. Í húsunum voru um þrjátíu kindur og tuttugu til þrjátíu kálf- ar á öllum aldri, að sögn Rúnars. Vel tókst að koma þeim út. „Það er búið að koma þeim öllum í hús á næsta bæ,“ segir Rúnar. Ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp og Rúnar var í gærkvöldi ekki farinn að leggja mat á tjónið eða hversu vel hann væri tryggður. - sh Geymsluhús gereyðilögðust: Engar skepnur sakaði í bruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.