Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 8
8 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR DÓMSTÓLAR Skilanefnd Glitnis á að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 milljarða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélags- ins Fons. Þrotabú Fons þarf hins vegar ekki að afhenda Vilhjálmi sambærileg gögn. Vilhjálmur kveðst ætla að skoða gögnin með mögulega skaðabóta- ábyrgð stjórnenda í huga. Hann útilokar því ekki að höfða mál að nýju, gefi gögnin tilefni til þess. Vilhjálmur stefndi bæði skilanefnd Glitnis og þrotabúi Fons. Anna M. Karlsdóttir kvað upp úrskurð í málinu um miðjan dag í gær. „Bankaleynd nær ekki út yfir gröf og dauða,“ segir Guðni Ásþór Haraldsson, lögmaður Vilhjálms. Í úrskurði Héraðsdóms segir að bankaleynd sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskipta- hagsmuni viðskiptavinar fjár- málafyrirtækis, en ekki hags- muni fjármálafyrirtækisins. „Ljóst er að sá viðskiptavinur sem hér um ræðir er gjaldþrota og erf- itt að sjá hvaða hagsmuni hann hefur af því að þeim upplýsing- um sem hér er beðið um, sé haldið leyndum. Þá er að líta til þeirrar yfirlýsingar þrotabúsins að það taki enga afstöðu varðandi það hvort varnar aðilinn Glitnir banki hf. veiti sóknar aðila aðgang að gögnunum,“ segir þar. Vilhjálmur segir dóminn vissu- lega marka ákveðin tímamót hvað varði túlkun á ákvæðum um banka- leynd. „Þegar viðskiptavinurinn hverfur er bankaleynd aflétt og þegar þetta er komið yfir í þrotabú þá eru gögnin nánast orðin opin- ber,“ segir hann og býr sig undir að fara yfir þau gögn sem skilanefnd- inni hefur verið gert að afhenda. „Ég vonast til að sjá hvernig það má vera að fyrirtæki fær 24 millj- arða að láni án nokkurra trygginga og þá get ég kannski séð ákveðið mynstur, en það sem ég horfi í er hugsanleg skaðabótaábyrgð stjórn- enda bankans vegna vanrækslu.“ - óká FÆR GÖGNIN Vilhjálmur Bjarnason ætlar að skoða gögnin með mögulega skaðabótaábyrgð stjórnenda í huga. Héraðsdómur úrskurðar í máli á hendur skilanefnd Glitnis og þrotabúi Fons: Vilhjálmur fær gögn um lán Brauðrist TT 61101 Tekur tvær venjulegar brauðsneiðar, 900 W. Jólaverð: 6.400 kr. stgr. Töfrasproti MSM 6B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.100 kr. stgr. Skaftryksuga BBH MOVE2 Öflug, 14,4 V. Hleðslutæki, frístandandi eða fest á vegg. Jólaverð: 26.900 kr. stgr. Hárblásari PHD 1150 1200 W. Hægt að fella saman. Jólaverð: 4.290 kr. stgr. Stafrænn hitamælir Bosotherm flex Jólaverð: 1.490 kr. stgr. Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE44E232SK Hvít, með fjórum kerfum. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 fyrir 1 2 3 4 5 6 7 A T A R N A Páll Óskar Hjálmtýsson (13 ára) og Sverrir Guðjónsson ásamt börnum syngja söngva um allt það sem mamma, pabbi, afi og amma kenndu okkur frá upphafi vega; um virðingu, traust, heiðarleika, að vera trúr og sannur, umhyggja fyrir hinu stóra sem smáa í okkar umhverfi, um fyrirgefninguna og um bænina. Fæst í verslunum og stórmörkuðum víða um land DÓMSMÁL Sex ungmenni hafa verið ákærð fyrir fjölmörg inn- brot og þjófnaði í umdæmi lög- reglustjórans á Selfossi. Um er að ræða fimm unga menn og eina stúlku á aldrinum 18 til 22 ára. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir innbrot í Árborg í Árnesi. Þar stálu þeir varningi fyrir 660 þúsund krónur auk símakorta en verðmæti þeirra er óþekkt. Einn mannanna og stúlkan eru ákærð fyrir að hafa í fórum sínum hluta þýfisins úr Árborg. Einn mannanna er svo ákærð- ur fyrir innbrot í bílskúr á Sel- fossi. Þar stal hann fjórum köss- um af Bratz-leikfangadúkkum, fjórum kössum af hraunlömpum og ferðatösku. Fjórir úr hópnum eru ákærðir fyrir innbrot í tvö sumarhús í Hrunamannahreppi þar sem þeir létu greipar sópa. Þeir stálu meðal annars þremur sjónvarps- flatskjáum, leikjatölvu, iPod hátalara, tveimur sængum og skammbyssu. Loks er einn mannanna ákærð- ur fyrir vopnalagabrot. Heima hjá sér var hann með heimatil- búna sveðju með rúmlega 60 sentimetra löngu blaði, heima- tilbúinn hníf með 26 sentimetra löngu blaði og heimatilbúna gaddakylfu. - jss Þjófagengi ákært fyrir Héraðsdómi Suðurlands: Stálu skammbyssu og flatskjáum FLATSKJÁR Mennirnir stálu þremur flatskjáum og skammbyssu úr sumar- bústöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.