Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 12
12 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Nýtt aðalskipulag - Ávarp Júlíus Vífi ll Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Aðalskipulagið og sjálfbær þróun Björn Axelsson, umhverfi sstjóri Betri borgarbragur Harpa Stefánsdóttir, arkitekt Nýtum og njótum - málefni orkunnar Þrándur Sigurjón Ólafsson, verkfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur Umhverfi sviðmið Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt Stefna um vistvæna byggð Björn Guðbrandsson, arkitekt Umræður Fundarstjóri Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Morgunfundur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 10. desember kl. 08.30 - 10.00 www.lapulsa.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UPPLÝSINGATÆKNI Heildarkostnaður ríkisins vegna hugbúnaðar nam 7,5 milljörðum króna á þriggja ára tímabili, 2006 til 2008. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Fram kemur að í fjármálaráðuneytinu sé hafin greining á kostnaði við upplýsingatækni hjá ríkinu. „Auk þess hafa nokkur ráðuneyti nýlega hafið skoð- un á kostum og göllum frjáls og opins hugbúnaðar. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu næsta vor,“ segir þar. Fram kemur að kostnaður við sérsniðinn hugbún- að sé um áttatíu prósent af heildarkostnaði ríkisins vegna hugbúnaðar þessi þrjú ár. Þá kemur fram að Þjóðleikhúsið hafi innleitt opinn og frjálsan hugbúnað fyrir tölvupóstkerfi og skrifstofuvöndla og talið sé að kostnaðurinn við þessi kerfi sé fyrsta árið um fjórðungur af árlegum kostnaði áður. Ályktar ráðherra því sem svo að til lengri tíma litið væri hægt að spara verulega fjármuni hjá ríkis- stofnunum með því að innleiða frjálsan og opinn hugbúnað. „Sparnaðartækifærin liggja í vali á skrifstofuvöndli, stýrikerfum og ýmsum sérhæfðum hugbúnaði. Þó verður að meta kosti slíkra lausna þar sem flókin vinnsla upplýsinga og notkun stórra gagnagrunna á sér stað.“ Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, kallar þó eftir nánari upplýsingum og telur trauðla hægt að álykta um mögulegan sparnað strax. Hann segir að horfa verði til kostnaðar við rekstur kerfanna. „Samkvæmt okkar tölum, ef tek- inn er heildarkostnaður af upplýsingakerfum og rekstri þeirra, þá eru leyfisgjöld að meðaltali 7,5 prósent. Mestur er kostnaðurinn vegna reksturs, innleiðingar og verkefna af ýmsu tagi,“ segir hann. Að sama skapi segir hann að tölur um sparnað hjá Þjóðleikhúsinu séu vart marktækar fyrst ekki sé um lengra tímabil að ræða. „Viðvarandi rekstrar- kostnaður er miklu hærri þegar um opinn hugbúnað er að ræða,“ segir hann. olikr@frettabladid.is KARDEMOMMUBÆRINN Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Í svari fjármála- ráðherra um kosti og galla opins hugbúnaðar kemur fram að Þjóðleikhúsið hafi sparað umtalsverðar fjárhæðir með innleið- ingu slíks búnaðar í sumar. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Kanna sparnað með opnum hugbúnaði Á þremur árum nam kostnaður ríkisins vegna hugbúnaðar 7,5 milljörðum króna. Ríkið kannar kosti og galla opins hugbúnaðar og vinnur kostnaðargreiningu. 1. Hversu mikið hækkar heild- söluverð raforku frá Landsvirkj- un um áramótin? 2. Hve miklu fé tapaði Árvakur 2008 3. Hvað er brekkubobbi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 DÓMSMÁL Íslenska ríkið var sýkn- að af kröfum landeigenda í tveim- ur þjóðlendumálum í Vopnafirði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í báðum tilvikum höfðu sækjendur fengið gjafsókn. Greið- ist sá kostnaður, samtals 2,1 millj- ón króna, úr ríkissjóði. Annars vegar var staðfestur úrskurður óbyggðanefndar um að landsvæði norðvestan Kistufells væri þjóðlenda og utan landa- merkja jarðanna Þorvaldsstaða og Hamars í Vopnafirði. Um leið var fallist á að sama landsvæði væri í afréttareign Þorvaldsstaða og Hamars. Hins vegar var staðfestur úrskurður um að land Mælifells og Selsárvalla í Vopnafirði væri þjóðlenda, en afréttareign stefn- enda í málinu. Landeigendur höfðuðu málin tvö, en auk einstaklinga eiga þar hlut að máli Veiðiklúbburinn Strengur ehf., Sunnudalur ehf., Heljardalur ehf. og Hofsárdalur ehf. Farið var fram á að úrskurðir óbyggðanefndar frá maílokum 2007 yrðu felldir úr gildi. Í úrskurði um gjafsóknar- kostnað kemur fram að litið sé til þess að lögmaðurinn sem fór með málið fyrir hönd sækjenda hafi annast rekstur fleiri sam- bærilegra mála vegna aðliggjandi landsvæða í Vopnafirði. Í öðru málinu var kostnaðurinn 1,0 millj- ón króna en 1,1 milljón í hinu. - óká STANGVEIÐIMAÐUR Allnokkur þjóð- lendumál í Vopnafjarðarhreppi hafa endað fyrir dómstólum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG.JÖKULL Hæstiréttur staðfesti tvo úrskurði óbyggðanefndar í Vopnafjarðarhreppi: Ríkið borgar málskostnaðinn VOGAR Vel á þriðja hundrað íbúa í Vogum hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að læknisþjónustu verði komið upp með starfsaðstöðu í bæjarfélaginu. Undirskriftarlistinn var lagður fyrir bæjarráð á fimmtudaginn og tekur ráðið undir að nauðsynlegt sé að tryggja íbúum í Vogum sam- bærilega þjónustu og tíðkast ann- ars staðar. Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta hefur mikil óánægja verið meðal íbúa bæjarins með þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að loka heilsugæsluseli í bæjarfé- laginu. Kristín Hansen stóð fyrir undir- skriftarsöfnuninni og þakkar bæj- arráð Voga henni framtakið, að því er kemur fram í fundargerð bæjarráðs. - kh Bæjarráð Voga: Vilja læknis- þjónustu í Voga SAMFÉLAGSMÁL Íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða verklagsregl- ur í forsjármálum, leggja meiri áherslu á að hlusta á það sem börnin vilja sjálf en nú er gert og virða mannréttindi barnanna, segir í yfirlýsingu frá stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Stjórn félagsins tekur þar með undir nýlega áskorun Femínista- félags Íslands. „Ef grunur leikur á ofbeldi af hálfu annars foreldris verða börnin að fá að njóta vafans. Vel- ferð þeirra og hagur skal ávallt vera hafður í fyrirrúmi,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Kvenrétt- indafélags Íslands. - bj Kvenréttindafélag Íslands: Hlustað á börn í forsjármálum VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.