Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 16
16 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Margar flökkusagnir eru til um hlutföll líkamans. Þannig er lífseig saga, en röng, að skónúmer segi eitthvað um stærð getnaðarlims manna. Þegar kemur að hlutfalli og lengd fingra gildir hins vegar annað því vísindamenn beggja vegna Atl- antsála hafa leitt í ljós að því lengri sem baugfingur er í hlutfalli við vísifingur, þeim mun meira hefur verið af karlkyns- hormóninu testósteróni í móðurkviði. Konur með lengri vísifingur eru sagð- ar frjórri en aðrar og karlar með lengri baugfingur líklegri til að bregðast vel við líkamlegri þjálfun og ná árangri í íþróttum. TESTÓSTERÓN SÉST Á FINGRALENGD Nema hvað! „Þegar handboltinn gengur svona vel er lífið helmingi auðveldara.“ BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAFSSON LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR Fréttablaðið 8. desember 2009 Stórborgin í hólminum „Ég átti reyndar ekki von á því að Stykkishólmur væri svona lítill bær.“ SEAN BURTON, LEIKMAÐUR SNÆ- FELLS Í KÖRFUBOLTA Morgunblaðið 8. desember 2009 Búist er við allt að fimm þúsund umsóknum um aðstoð fyrir jólin til Hjálpar- starfs kirkjunnar og mæðrastyrksnefnda. Sam- tökin fengu 40 milljónir úr Pokasjóði í gær til að deila út fyrir jólin. Framlagið er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan sjóðsins. Stjórn Pokasjóðs afhenti Hjálpar- starfi kirkjunnar og mæðrastyrks- nefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi gjafakort að andvirði 40 milljóna króna í gær. Gjafa- kortin gilda í matvöruverslunum innan sjóðsins og er inneign á kortunum fimm þúsund og tíu þús- und krónur. Mikil aukning hefur verið í umsóknum allt árið bæði til Hjálparstarfs kirkjunnar og mæðrastyrksnefnda. Því er gert ráð fyrir allt að 5.000 umsóknum um aðstoð nú fyrir jólin. „Við erum að skrá umsóknir núna og það er nóg að gera,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hún segir stefnt að því að ljúka skrán- ingu á umsóknum á föstudag, en vinnan við úthlutanir hefst á mánudag. „Þá byrjum við að pakka niður jólamat og senda út á land ásamt gjafakortum og gjöf- um.“ Nokkur hundruð sjálfboða- liðar leggja samtökunum lið við þá vinnu sem fara mun fram í nýrri sameiginlegri úthlutunarmiðstöð að Norðlingabraut 12, þar sem áður var byggingavöruverslunin Mest. Byggingarfélagið Eykt hefur lánað húsnæðið til hjálpar- starfsins. Biskup Íslands, herra Karl Sigur- björnsson, og Ragnhildur Guð- mundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur, tóku við gjöfinni fyrir hönd Hjálpar- starfsins og mæðrastyrksnefnd- anna. Síðasti umsóknardagur fyrir jólaaðstoð er á morgun. Þeir sem fá aðstoð fá auk gjafakortsins jólamat miðað við fjölskyldustærð og jólagjafir ef börn eru á heim- ilinu. Skráningin er sameiginleg hjá þessum samtökum sem kemur í veg fyrir að einhverjir fái úthlut- að oftar en einu sinni. Pokasjóður úthlutaði við sama tækifæri þremur styrkjum, sam- tals tólf milljónum króna, sem fara í að styrkja starfsemi fyrir ungt fólk sem leitar til Krýsuvíkur- samtakanna, Vímulausrar æsku og SÁÁ. sigridur@frettabladid.is 40 milljónir úr Poka- sjóði til bágstaddra 52 MILLJÓNUM ÚTHLUTAÐ Stjórn Pokasjóðs og fulltrúar þeirra sem hlutu styrk frá sjóðnum í ár. Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ, Jórunn Magnúsdóttir frá Vímulausri æsku, Lovísa Christiansen frá Krýsuvíkur- samtökunum, Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur, og Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands. Í aftari röð er stjórn Pokasjóðs: Ómar Valdimarsson, Höskuldur Jónsson, Bjarni Finnsson og Jóhannes Jónsson. Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunar- innar, úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfis- mál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál. Pokasjóður fær tekjur af sölu plastburðarpoka í versl- unum en merki á haldi hvers poka segir til um hvort verslunin greiðir í sjóðinn eða ekki. Í dag greiða 160 verslanir í sjóðinn og eru þær úti um allt land. Pokasjóður skiptist í tvær deildir, annars vegar sam- eignarsjóð og hins vegar séreignarsjóð. Í sameignar sjóð greiðir hver verslun sem tekur þátt í sjóðnum sextíu prósent af framlagi sínu og er úthlutað úr þeim hluta í nafni Pokasjóðs einu sinni á ári eða oftar ef svo ber undir. Í séreignarsjóð greiðir verslunin 40 prósent af framlagi sínu og úr þeim sjóði úthlutar hver verslun eða verslunarfyrirtæki. Verslanir sem eiga aðild að Pokasjóði eru þessar: 10-11, ÁTVR, Bónus, Hagkaup, Kaskó, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, Kaupfélag V-Húnvetninga á Hvammstanga, Melabúðin, Nettó, Samkaup úrval, Samkaup strax, Þín verslun og Seljabraut. HVAÐ ER POKASJÓÐUR? „Ég hef nú reyndar aldeilis fréttir. Rétt áðan vorum við að opna nýja blóma- búð,“ segir Lára Eiríksdóttir, eigandi ræstingafyrirtækisins Fjarðaþrifa og blómabúðareigandi á Strand- götu á Eskifirði frá því klukkan eitt í gær. „Það var hér blómabúð en henni var lokað fyrir tveimur árum. Það hefur þurft að fara upp á Egilsstaði til að fá blóm. Karlarnir hérna á Eskifirði segja að þeir hafi ekki gefið konunum sínum blóm í tvö ár,“ segir Lára sem kveðst bjartsýn á reksturinn. „Við höfum ekkert auglýst en það er búið að vera fullt að gera frá því búðin var opnuð áðan. Mér sýnist ég strax þurfa að panta meira,“ spáir Lára í spilin. Lára kveður Eskfirðinga lítið hafa fundið fyrir kreppunni. Sjálf sé hún með um 30 manns í vinnu við ræstingar hjá Fjarðaþrifum sem sinni verkefnum víða á svæðinu. „Við höfum auðvitað tekið eftir því að matvara hefur hækkað en hér er samt lítið atvinnuleysi. Það helsta sem ég gæti sagst vera leið yfir er þessa endalausa rigning. Ég held svei mér þá að það hafi rignt síðan í fyrra. En maður ætti víst ekki að kvarta, rigningin er góð fyrir rósirnar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? LÁRA EIRÍKSDÓTTIR ESKIFIRÐI Konurnar ekki fengið blóm í tvö ár Meira í leiðinniN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR N1 VERSLANIR Jólagjöf veiðimannsins Veiðikortið fæst hjá N1 WWW.N1.IS SÍMI 440 1000 „Ég held að netverslun sé ágætt rekstrarform. Ef þú færð nægar upplýsingar um bækurnar og myndir af þeim held ég að það sé ekkert síðra en að grúska í forn- bókabúð,“ segir Einar Örn Þor- valdsson. Einar starfrækir forn- bókaverslunina Gvend dúllara á vefnum, og mun það að hans sögn vera fyrsta íslenska fornbókabúð- in sem er aðeins aðgengileg á net- inu. Verslunin var áður starfrækt á Klapparstíg en fyrr á árinu ákvað Einar, og móðir hans sem er skráð- ur eigandi fyrirtækisins, að breyta til. Einar varði síðan sumrinu í að undirbúa vefsíðuna, hanna hana og forrita, skrá bækur og skanna inn kápur. „Jú, þetta var töluverð vinna en ég kom mér upp ágætis verklagi,“ segir Einar. Þannig hafi þetta gengið smurt fyrir sig. Í versluninni fást nú yfir þús- und titlar, og margir bætast við á hverjum degi. Hægt er að panta sér bækur hvert á land sem er, og auk þess er hægt að senda fyrir- spurn ef tiltekinn titill finnst ekki í safninu. Vera kann að hann sé þá til á lager en eftir sé að skrá hann í kerfið. „Þetta fer ágætlega af stað held ég,“ segir Einar. „Við höfum ekki verið að auglýsa mikið enn þá, þannig að það er ekki kominn neinn rífandi gangur enn, en ég er bjartsýnn.“ - sh Hægt er að panta fornbækur á vefsíðu verslunarinnar Gvends dúllara: Starfrækir fornbókabúð á vefnum GVENDUR.IS Á vefsíðunni má þegar finna yfir þúsund titla.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.