Fréttablaðið - 09.12.2009, Side 25

Fréttablaðið - 09.12.2009, Side 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Það er heilmikil spenna fyrir þessari ferð, enda skilst mér að þarna sé gríðarlega fallegt og eflaust gaman að keyra,“ segir Axel Eiríksson, úrsmíðameist- ari og meðlimur í BMW-mótor- hjólaklúbbnum á Íslandi. Nokkrir félagar í klúbbnum vinna hörðum höndum um þessar mundir við að skipuleggja heljarinnar hjóla- ferð til Skotlands í apríl næstkom- andi. Ferðin verður óvenjuleg að vissu leyti, því hjólin verða send út í gámi með Samskipum, og svo aftur til Íslands að ferðinni lokinni. Þátttakendurnir fljúga svo utan og til baka með Iceland- air. Sjálf ferðin verður farin frá Immingham, sem er á austur- strönd Bretlands, og réttsælis í stóran hring umhverfis Skot- land. Gert er ráð fyrir að ferðin taki í kringum tíu daga og verður þátttakendum skipt upp í þrjá hópa sem hittast í upphafi ferðarinnar, um hana miðja og í lokin. Þegar hafa nítján meðlimir skráð sig í ferðina og ætla nokkrar eiginkon- ur að fljóta með þótt þær hjóli ekki sjálfar. „Við köllum eigin konurnar stundum „hnakkaskraut“ að gamni okkar,“ segir Axel og hlær. Auk þess eiga nokkrir meðlimir hjól þar úti sem þeir koma til með að keyra í ferðinni. Lagt verður upp með að finna í það minnsta einn stað á hverjum degi, sem áhugavert er að skoða og býður upp á skemmtilegan hjólaakstur. Axel segir að það muni varla verða vandamál, enda mikið af háum heiðum og stór- brotnu landslagi í Skotlandi. Í Englandi mun hópurinn fara í viðtal hjá dagblaðinu Grimsby Telegraph, og til stendur að erlendir mótorhjólaklúbbar muni jafnvel heimsækja Ísland í sama tilgangi í kjölfarið. Þetta er fyrsta eiginlega ferðin sem klúbburinn fer út fyrir land- steinana. Nokkrir meðlimir ferðuð- ust þó til Þýskalands fyrir tveimur árum þar sem þeir sóttu námskeið í utanvegaakstri. „Klúbburinn er tveggja ára gamall og þó nokk- uð virkur,“ segir Axel. „Síðasta sumar var til dæmis heilmikið að gerast og margar ferðir farnar, þar á meðal ein afar eftirminnileg að Jökulsárlóni. Meðlimir klúbbs- ins eru misvanir eins og geng- ur, og einn okkar var sídettandi á hjólinu. Hann var allur af vilja gerður en þetta gekk bara ekki upp hjá honum. Á endanum var hann orðinn svo þreyttur að einn okkar þurfti að reiða hann burt af svæðinu, sem er ekkert grín í svona sandi eins og þarna er,“ segir Axel. kjartan@frettabladid.is Mikill spenningur fyrir Skotlandsferð í apríl Meðlimir í BMW-mótorhjólaklúbbnum á Íslandi ætla að leggja land undir fót í apríl og þeysa hringinn í kringum Skotland. Hjólin verða send út með gámi og svo fylgja þátttakendur eftir með flugvél. Hér sést hópurinn sem fór í eftirminnilega ferð að Jökulsárlóni síðastliðið sumar. Axel Eiríksson er annar frá vinstri. MYND/ÚR EINKASAFNI HÁDEGISGÖNGUR Ferðafélags Íslands eru farnar á þriðjudögum klukkan 12 og á fimmtudögum klukkan 14. Á þriðjudögum er gengið frá Árbæjarlaug og um Elliðaárdal en á fimmtudögum er gengið frá Nauthólsvík eftir ýmsum leiðum við sjóinn. www.fi.is • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Hefur góð áhrif gegn streitu • Er slakandi og bætir svefn Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð frá 9.750 kr. Nálastungudýnan NETHYL 2, SÍMI 5870600, WWW.TOMSTUNDAHUSID.IS ÖFLUGIR FJARSTÝRÐIR RAFMAGNS- OG BENSÍNBÍLAR Í MIKLU ÚRVALI. Draumadúnsængin 100% dúnn (790 gr) Jólatilboð 23.990 kr Verð áður 29.990 kr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.