Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 34
 9. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● leikur í höndum Þær Jónína Margrét Sævarsdóttir myndlistar- kennari og Siv Heiða Franksdóttir, textílkennari í Rimaskóla, bjuggu til fallega stjörnu úr afar ódýrum efniviði, eða aðeins sex hvítum 80 g blöðum. „Þetta eru blöð eins og eru notuð í ljósritunarvélar og það má að sjálfsögðu nota aðra liti segir Jónína Margrét. Þetta virðist við fyrstu sýn frekar flókin smíð en hún er í raun sáraeinföld eins og sést á myndunum en jafnvel sex ára börn geta búið til stjörnur sem þessa.“ Siv Heiða tekur undir það og segir þetta geta verið skemmtilegt föndur. „Við höfum verið að gera þetta hér í skólanum og þetta hefur vakið mikla lukku. Börnin eru einnig oft svo hissa hvernig hægt er að skapa svona listaverk úr jafn einföldu hráefni og ljósritunarpappír.“ En nú ætlum við að fara yfir þetta skref fyrir skref. - uhj Listaverk gert úr ljósritunarpappír 1. Brjótið A4-blað í ferning, þannig að allir hliðar séu jafnlangar. Klippið afganginn af eins og sést á myndinni. 2. Brjótið blaðið því næst aftur saman horn í horn, eins og gert er hér að ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 3. Snúið lokaða endanum að ykkur og klippið með 1-1,5 sm millibili upp í lok- aða brotið. Klippið ekki lengra en 1-1,5 sm að brúninni á hinum enda. 4. Þegar ferningurinn hefur verið klipptur lítur hann svona út. 7. Þá er útkoman eins og þessi. Þetta er aðeins einn vængur í jólastjörnuna en í hana þarf sex vængi. Endurtakið því leikinn sex sinnum. 9. Hér er jólastjarnan tilbúin, ótrúlega falleg en búin til úr mjög ódýru hráefni. Hana er líka mjög auðvelt að gera, allt sem þarf er að klippa, líma og hefta. Þær Siv Heiða Franks- dóttir og Jónína Margrét Sævarsdóttir, kennarar í Rimaskólar, eru hug- myndaríkar í föndrinu en jafnframt útsjónarsamar. 8. Raðið stjörnunum í hring og heftið í miðjunni. Heftið svo saman hliðarnar, tvær og tvær. Heftið borða í miðjuna ef þið ætlið að hengja hana upp. 5. Takið tvær innstu ferningaræmurnar og límið þær saman með límstiftinu svo úr verður hálfgerður sívalningur. ● VEGGFÓÐUR Í LÍTIL RÝMI Ýmsum ráðum má beita til að lífga upp á króka og kima í húsum, geymslur og þess háttar, sem undir venjulegum kringumstæðum vekja litla eftirtekt. Eitt þeirra er að vegg- fóðra umrætt rými með fallegu, gamaldags veggfóðri eða jafnvel af- göngum af gömlu veggfóðri, gefist húsráðanda færi á að komast yfir slíkar gersemar. Ef húsið hefur al- mennt yfir sér látlaust yfirbragð spillir svo ekki fyrir að nota skraut- lega mynstrað veggfóður, ef völ er á, svo úr verði skemmtileg mótsögn við annað í nánasta umhverfi. ● KÖKUDISKAR KOMA SÉR VEL Hægt er að fegra stofuna með ýmsum einföld- um aðferðum. Ein er að koma fallegum kökudiski, helst á nokkrum hæðum, fyrir á miðju borðstofuborðinu. Svo er um að gera að skreyta það með fallegum munum, svo sem lit- ríkum kertum, krukkum eða bollum og setja þá minnstu efst og stærstu neðst, blómum eða girnilegum smákökum sem búið er að binda fallega, marglita borða utan um. Girnilegar súpuuppskriftir og stólar í stíl. Glæsileg og hagnýt bók til gjafa. Fæst í bókaverslunum og í verslun Sölku, Skipholti 50 c. www.salka.is 6 blöð af ljósritunarpappír blýantur skæri límstifti heftari hefti EFNI OG ÁHÖLD 10. Hér er jólastjarnan í margvíslegum litum, en nota má til dæmis annan lit af pappír, glitlím eða tússliti til þess að búa til frekara mynstur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.