Fréttablaðið - 09.12.2009, Side 35

Fréttablaðið - 09.12.2009, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2009 7leikur í höndum ● fréttablaðið ● Á mörgum heimilum eru að minnsta kosti tvö til þrjú göt á bak við hverja upphengda mynd, sem skýrist af því að margir sigta rétta staðinn út með augunum, negla en komast síðan að því að myndin er skökk eða ekki á nákvæm- lega réttum stað. Yfirleitt sleppur þessi aðferð þegar um eina mynd er að ræða en sé ætlunin að hengja upp margar í hnapp þarf að beita öðrum brögðum. Besta ráðið er að klippa út pappírs arkir í sömu stærð og myndirnar eru og líma þær á vegginn þar sem myndirnar eiga að vera. Til að allt sé þráðbeint er gott að nota hallamál. Síðan er reiknað út hvar naglinn á að vera, sem helgast af því hvort mynd- irnar eru hengdar upp á band eða festingu. Þá eru naglarnir negldir, arkirnar fjarlægðar og myndirnar hengdar upp. - ve Enga götótta veggi Eigi að hengja upp margar myndir í hnapp er best að bera sig svona að. MYND/WWW.DIYIDEAS.COM 1. Klippið út form og límið á viðar- kubb. MYND/WWW.DIYIDEAS.COM 2. Málið formið með akrýlmálningu. Heimatilbúnir stenslar Það er leikur einn að búa til eigin stensla til að þrykkja á efni sem síðan má nota í persónulegar gardínur, púða, rúmteppi og ýmis- legt annað. Það sem til þarf er pappírsörk, svampur, tússpenni, skæri, akrýlmálning, pensill og viðarkubbur. Klippið út blóm eða annað form og tússið útlínurnar á þunnan svamp. Klippið formið síðan út og límið á lítinn viðarkubb. Málið svampinn í þeim lit sem ætlunin er að þrykkja með, snúið kubbnum við og þrýstið mótinu að efninu. Ef ætlunin er að hafa blómið í mörg- um litum skal búa til jafn marga stensla og litirnir eiga að vera. Þá má fá fram skemmtilega áferð með því að setja mikla málningu sums staðar á stensilinn en minni annars staðar. - ve 3. Snúið viðarkubbnum við og þrýstið mótinu að efninu. Skólar og námskeið Kemur út 12. janúar 2010 Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband: Benedikt í síma 512 5411 eða benediktj@365.is Bjarni Þór í síma 512 5471 eða bjarnithor@365.is Hlynur í síma 512 5439 eða hlynurs@365.is Sigríður Dagný í síma 512 5462 eða sigridurdagny@365.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.