Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 42
26 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Skúli Magnússon varð fyrstur Íslendinga skipaður landfógeti Íslands þennan dag árið 1749. Skúli fæddist að að Keldunesi í Norður-Þing- eyjarsýslu 11. desember 1711. Hann hélt til náms í háskólann í Kaupmanna- höfn árið 1732 og var þar til 1733 en lauk þó ekki prófi. Skúli tók við embætti sýslumanns í Skaftafells- sýslu tveimur árum síðast og svo í Skagafjarðarsýslu 1737. Hann var skipaður landfógeti Íslands tíu árum síðar, sem fyrr sagði, og er oft kallaður Skúli fógeti. Þá stofnaði Skúli ásamt fleirum íslenskum embættis- mönnum félagið Innrétt- ingarnar á Þingvöllum 17. júlí 1751 til að vinna að við- reisn íslenskra landshaga, en þess má geta að hann var einn helsti boðberi upp- lýsingarinnar á Íslandi og hefur jafn framt verið kall- aður faðir Reykjavíkur. Skúli bjó í Viðey þar sem Viðeyjarstofa var reist sem embættisbústaður á árun- um 1753-55. Hann lét af embætti sökum aldurs árið 1793 og lést ári síðar. Heimild: www.wikiped- ia.org. ÞETTA GERÐST: 9. DESEMBER 1749 Skúli Magnússon skipaður landfógeti MERKISATBURÐIR 1905 Lög um aðskilnað ríkis og kirkju samþykkt í Frakk- landi. 1917 Bretar ná Jerúsalem af Tyrkjaveldi í fyrri heims- styrjöldinni. 1926 Á Stokkseyri verður mikill eldsvoði. Brenna sjö hús, en ekkert manntjón verður. 1956 Stærsta skip sem Íslend- ingar hafa eignast, Hamra- fell, kemur til landsins. Skipið er 167 metrar á lengd og getur hvergi lagst að bryggju á Íslandi nema í Hafnarfirði stærð- ar sinnar vegna. 1990 Lech Wałesa verður fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Póllands. 1996 Sameinuðu þjóðirnar hleypa af stokkunum að- gerðinni Olía fyrir mat í Írak. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Elísabet Þórðardóttir áður Heiðargerði 1, Reykjavík og Víðihóli, Mosfellsdal, lést á Droplaugarstöðum 3. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 13.00. Þórdís Árnadóttir Ingvar Birgir Friðleifsson Þórður Árnason Vilborg Oddsdóttir Guðrún Ingvarsdóttir Hildur Ingvarsdóttir Árný Ingvarsdóttir Elísabet ÞórðardóttirMOSAIK Fyrrverandi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Sæmundsson frá Selparti, andaðist á Fossheimum Selfossi laugardaginn 5. desem- ber. Útförin fer fram laugardaginn 12. desember frá Villingaholtskirkju kl. 11.00. Magnea Sigurbergsdóttir Guðbrandur Gíslason Anna Lísa Andersen Sæmundur Ásgeirsson Ólína Ásgeirsdóttir Alexander Hafþórsson Bragi Ásgeirsson Petra Nicola Deutrich barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, G. Frímann Hilmarsson frá Fremstagili, Langadal, Skógargötu 17b, Sauðárkróki, lést 3. desember sl. á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kolbrún J. Sigurjónsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför afa okkar, fósturföður og frænda, Sigmundar Bjarnasonar Sólvangi Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 3ju hæð Sólvangs fyrir frábæra umönnun og kærleik síðastliðin 13 ár. Ásthildur Jónsdóttir Gunnur Friðriksdóttir Jón Þór Ólason Sigríður Jónsdóttir Sjöfn Þórarinsdóttir Vilhelmína Vilhjálmsdóttir Barítónsöngvarinn Sigurður Braga- son gaf út diskinn Líf & ljóð fyrir skemmstu en þar er að finna íslensk sönglög flutt í tímaröð frá lögum elstu íslensku tónskáldanna til hinna yngstu. Lögin spanna rúmlega hundrað ára sögu en elsta tónskáldið á disknum Bjarni Þorsteinsson fæddist árið 1847 og það yngsta Tryggvi M. Baldvins- son 1965. „Fyrstu tónskáldin sem sóttu sér menntun og fóru að skrifa nótur og semja lög undir nafni eru fædd rétt fyrir miðja síðustu öld en hin yngstu sem eru að koma fram á sjónarsviðið í dag eru fædd á bilinu 1965 til 1980. Ís- lenska sönglagið á sér því ekki nema um það bil 130 til 140 ára sögu,“ segir Sigurður. Sigurður flutti efnisskrána ásamt Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara fyrst í Corcoran-listamiðstöðinni í Washing- ton árið 2004. „Við fengum góða dóma í Washington Post og var sérstaklega vel tekið af áhorfendum sem sumir kölluðu á meira út úr sal auk þess sem þeir vildu frekari útskýringar á lögun- um, en ég lét smávegis formála fylgja hverju lagi. Ég átti allt eins von á því að vera með sofandi sal þar sem áhorf- endur höfðu aldrei heyrt lögin áður og komu viðtökurnar því ánægjulega á óvart,“ segir Sigurður. Íslensk sönglög virðast því höfða vel til fólks utan land- steinanna en Sigurður hefur flutt þau á ensku, þýsku og ítölsku. „Velgengn- in varð til þess að okkur var boðið að flytja efnisskrána í Saint John‘s, Smith Square í London, Boromini-tón- leikasalnum í Róm og í Bonn en í fram- haldi af því var diskurinn tekinn upp. Við sjáum síðan fram á að flytja hana víðar og stefnum meðal annars að því að halda tónleika í tengslum við bóka- messuna í Frankfurt 2011 þar sem Ís- land verður sérstakur gestur. Það skal þó tekið fram að það gerum við á eigin vegum.“ Sigurður segir disk- inn gefa nokkuð góða mynd af þeirri þróun sem hefur orðið í ís- lenskri sönglagatón- list. „Þetta eru auðvitað mjög mismunandi tón- skáld. Sigfús Einarsson með sínar dásamlega fallegu melódíur, Páll Ísólfsson með síðróm- antíkina og síðan nýrri tímar með Leifi Þórarins- syni svo dæmi séu tekin. Síðasta lagið á diskn- um, Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvins- sonar, er svo raunveru- lega djassað sving.“ Sum laganna á diskn- um hafa aldrei verið hljóðrituð. „Ég veit ekki til þess að Í þessu túni eftir Leif Þórarinsson, Komdu eftir Atla Heimi Sveinsson, Róa rambinn eftir Jónas Tómasson, Sóta vísur eftir Magnús Blöndal og Lagstúfur úr Atómstöðinni eftir Þor- kel Sigurbjörnsson hafi verið hljóðrit- uð. Það getur þó vel verið að einhverjar upptökur séu til en ég vonast til þess að diskurinn verði til þess að lögin varð- veitist enn frekar.“ vera@frettabladid.is SIGURÐUR BRAGASON: GEFUR ÚT SÖNGDISK SEM SPANNAR HUNDRAÐ ÁR Flytur sögu ísenska sönglagsins GEFUR GÓÐA MYND Diskur Sigurðar gefur góða mynd af þeirri þróun sem hefur orðið í íslenskri sönglagatónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HERMANN GUNNARSSON FÆDD- IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1946. „Það er aldrei of seint að finna rokkarann í sér.“ Hermann Gunnarsson er einn fremsti knattspyrnumað- ur sem Ísland hefur alið. Að knattspyrnuferlinum loknum starfaði hann um langt skeið í sjónvarpi og stýrði meðal annars hinum vinsæla þætti Á tali hjá Hemma Gunn. Í dag er Hermann með þáttinn Svar- aðu nú á Bylgjunni. AFMÆLI FELICITY HUFFMAN leikkona er 47 ára. JOHN MALKOVICH leikari er 56 ára. KARA DIOGUARDI tónlistar- maður er 39 ára. DONNY OSMOND tónlistar- maður er 51 árs.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.