Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 44

Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 44
BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 28 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Í dag syrgjum við marg verðlaunaðan körfuboltamann. Sjáðu hvað ég fann uppi á háalofti! Gamla keppnisbún- inginn hans pabba þíns! Ertu ekki að grínast? Er þetta hann? Hann var svolítið grey í þessum stóra búningi með hokkí-kylf- una sína. Dísus kræst! Hann er sjálflýs- andi! Þetta þótti flott á sínum tíma! Já, kannski á sínum tíma. Jájá. Flytjum við til ömmu? Já, bara í nokkrar vikur, þangað til hann jafnar sig á þessu. Heimurinn er vonlaus Kannnski væri heim- urinn öðruvísi ef þú reyndir bara að brosa. Þú hefur rétt fyrir þér. Heimurinn er vonlaus og mér er illt í andlitinu. Mamma og pabbi ætla með okkur á safn. Á hvað? Á safn. Það er staður þar sem maður gengur um og horfir á gömul málverk, styttur og hluti. Ó. Hvað gerðum við af okkur núna? Ekkert, ég held að þau séu bara að vera vond við okkur. Þetta verður fræðandi ferð! Ég velti því fyrir mér hvaða þankar þjóti þessa dagana um toppstykki helstu leikenda í Icesave-samningamál- inu. Hvernig undirbúa þeir sig áður en þeir fella sinn lokadóm? Hvað bærist til dæmis um í huga þínum, kæri forseti, nú þegar kaleikurinn fikrast í átt til þín? ÞAR sem þú ert nú að vestan langar mig að gauka að þér ráði undan mínum vestfirsku rifjum. Ég veit um afbragðsæfingu svo þú getir þjálf- að dómgreind þína áður en þjóð- in fær að finna fyrir henni. Hún felst einfaldlega í því að fletta upp í mannkynssögunni og setja sig í spor þeirra sem urðu að taka mik- ilvægar ákvarðanir. Leikur þessi getur vonandi orðið til þess að létta pressuna á þér því það er alltaf gott að finna fyrir því, á erfiðri stundu, að þú ert ekki einn. Það er fullt af fólki sem hefur haft örlög þjóða sinnar í höndun- um. Í ÞÍNU tilfelli væri því eflaust við hæfi að setja þig í spor Príams Trójukonungs og spyrja; hvað gerir þú nú þegar Grikkir koma færandi hendi með þennan líka flotta tréhest? HVAÐ er þá til ráða? Laokon bendir þér á að líklegast séu brögð í tafli því hestur- inn er holur að innan. Ódysseifur og félagar sem hafa komið sér fyrir í kviði hestsins fá í magann þegar þeir heyra hversu varir Trójumenn eru um sig. Gyðjan Aþena kemur þeim hins vegar til hjálpar og sendir snák á Laokon til að koma honum og tortryggni hans fyrir kattarnef. Ekki veit ég hvort Aþena er nú á ferðinni með sín bellibrögð sem valda því að stjórnarþingmenn sem eru nei- kvæðir gagnvart Icesave-samningunum verða allt í einu svona önnum kafnir við aðra hluti en þingstörf. JÁ, ÓLAFUR, hvað hefðir þú gert? Það kann aldrei góðri lukku að stýra að reita guðina til reiði. Slíkt þýðir venjulega vov- eifleg endalok. Sagan sýnir líka að örlög Tróju voru ráðin um leið og tekið var við gjöf frá brögðóttum andstæðingnum. ÞETTA er kannski of stressandi leikur, ég held ég viti betri aðferð. Þú tekur krónu, ekki af fjárlögum samt, segir síðan „ef þorskurinn kemur upp skrifa ég undir“. Síðan er peningnum kastað. Ráð handa Ólafi Ragnari POPP er nýtt fylgirit Fréttablaðsins og kemur út mánaðarlega. Við viljum að þið sendið okkur klikkuðustu símamyndirnar ykkar. Bestu myndirnar birtast í næsta tölublaði og höfundur bestu myndarinnar fær tvo kassa af Doritos í verðlaun. Sendið myndirnar í síma: 696 POPP (696 7677) eða á popp@frettabladid.is Við viljum tvífara fræga fólksins! Er kærastan þín eins og Angelina Jolie eða er vinur þinn eins og Jack Black? Sendu okkur mynd til sönnunar og hún gæti birst í næsta tölublaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.