Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 51

Fréttablaðið - 09.12.2009, Page 51
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 2009 35 Fjöldi erlendra tónlistarsíðna hefur greint frá væntanlegri sólóplötu Jónsa í Sigur Rós. Platan nefnist Go og er væntanleg 22. mars í Evrópu og daginn eftir í Bandaríkjunum. Síðurnar NME.com, Gigwise. com og Pitchfork.com eru á meðal þeirra sem greindu frá sólóplöt- unni. Blaðamaður Pitchfork segir að lagið Boy Lilikoy, sem Jónsi gaf á heimasíðu sinni Jonsi.com, hljómi síður en svo eins og eitthvert ómerkilegt hliðarverkefni. Þvert á móti sé það jafnvel ennþá meira verk en flest verka Sigur Rósar. Alls verða níu lög á plötunni. Sjö þeirra verða sungin á ensku og tvö á íslensku. Í tilkynningu frá Jónsa kemur fram að hann hafi upphaflega ætlað að gera órafmagnaða plötu en á endanum breyttist hún í eitthvað allt annað þar sem fjölda tónlistar- stefna er blandað saman. Platan var tekin upp á Íslandi og í Connecticut í Bandaríkjunum. Upptökustjóri var Nico Muhly sem hefur unnið með Björk og Grizzly Bear. Einnig komu að upptökustjórninni Jónsi sjálfur, kærastinn hans Alex Som- ers og Peter Katis sem hefur unnið með The National og Interpol. Jónsi ætlar í tónleikferð um heiminn á næsta ári til að fylgja plötunni eftir. Sólóplata Jónsa vekur athygli JÓNSI Tónlistarmaðurinn Jónsi úr Sigur Rós gefur út sólóplötu sína í mars á næsta ári. MYND/LILJA BIRGISDÓTTIR Tónastöðin opnaði nýja hljóðfæra- verslun á Strandgötu 25 á Akur- eyri um síðustu helgi. Fjöldi fólks lagði leið sína í verslunina til að njóta léttra veitinga og fagna aukinni samkeppni og fjölbreytti á þessum markaði. Ýmsir tónlistarmenn stigu á svið, þar á meðal Baggalútur og Pálmi Gunnarsson. Tónastöðin verður eins og systurfyrirtæki hennar í Skipholti í Reykjavík; alhliða tónlistarverslun. Helsta nýbreytnin við komu verslunar- innar til Akureyrar er aukin þjónusta varðandi viðgerðir á hljóðfærum. Einnig er nú hægt að fá í fyrsta sinn norðan heiða strengja- og blásturshljóðfæri í úrvali að ógleymdum hefðbundn- um píanóum. Tónastöðin til Akureyrar PÁLMI GUNNARSSON Pálmi Gunnarsson spilaði fyrir gesti Tónastöðvarinnar á Akureyri um síðustu helgi. Leikkonan Diane Kruger hefur verið valin andlit snyrtivöru- risans Ĺ Oreal fyrir væntanlega auglýsingaherferð fyrir vöruna Ĺ Oreal Paris. Fetar hún þar í fót- spor leikkvennanna Evu Long- oria Parker og Evangeline Lilly sem hafa áður auglýst fyrir Ĺ Or- eal. Kruger hóf feril sinn sem fyrirsæta og ætti því ekki að eiga í vandræðum með verkefnið. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og það er mjög ánægjulegt að verða talsmaður fyrir Ĺ Oreal Paris,“ sagði Kruger, sem vakti mikla athygli í síðustu mynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds. Auglýsir snyrtivörur DIANE KRUGER Leikkonan hefur verið valin andlit snyrtivörurisans L´Oreal. Talið er að leikarinn Mickey Rourke ætli að kvænast í þriðja sinn í apríl á næsta ári. Kærasta Rourkes er 24 ára rússnesk fyrir- sæta, Elena Kuletskaya, og vill Rourke að brúðkaupið verði hald- ið að hefðbundnum rússneskum sið. Elena er um þessar mundir að kenna leikaranum að tala rúss- nesku fyrir hlutverk hans sem rússneskur þorpari í hasarmynd- inni Iron Man 2. Ætti hann því að geta mælt einhver orð á tungu- máli kærustunnar í brúðkaupinu. Rourke hefur tvívegis áður verið kvæntur. Hann skildi við Debru Feuer árið 1989 eftir átta ára hjónaband. Þremur árum síðar kvæntist hann Carrie Otis. Þau skildu árið 1998. Í hjónaband í þriðja sinn MICKEY ROURKE Rourke hefur í hyggju að ganga í hjónaband í apríl á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.