Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 2009 35 Fjöldi erlendra tónlistarsíðna hefur greint frá væntanlegri sólóplötu Jónsa í Sigur Rós. Platan nefnist Go og er væntanleg 22. mars í Evrópu og daginn eftir í Bandaríkjunum. Síðurnar NME.com, Gigwise. com og Pitchfork.com eru á meðal þeirra sem greindu frá sólóplöt- unni. Blaðamaður Pitchfork segir að lagið Boy Lilikoy, sem Jónsi gaf á heimasíðu sinni Jonsi.com, hljómi síður en svo eins og eitthvert ómerkilegt hliðarverkefni. Þvert á móti sé það jafnvel ennþá meira verk en flest verka Sigur Rósar. Alls verða níu lög á plötunni. Sjö þeirra verða sungin á ensku og tvö á íslensku. Í tilkynningu frá Jónsa kemur fram að hann hafi upphaflega ætlað að gera órafmagnaða plötu en á endanum breyttist hún í eitthvað allt annað þar sem fjölda tónlistar- stefna er blandað saman. Platan var tekin upp á Íslandi og í Connecticut í Bandaríkjunum. Upptökustjóri var Nico Muhly sem hefur unnið með Björk og Grizzly Bear. Einnig komu að upptökustjórninni Jónsi sjálfur, kærastinn hans Alex Som- ers og Peter Katis sem hefur unnið með The National og Interpol. Jónsi ætlar í tónleikferð um heiminn á næsta ári til að fylgja plötunni eftir. Sólóplata Jónsa vekur athygli JÓNSI Tónlistarmaðurinn Jónsi úr Sigur Rós gefur út sólóplötu sína í mars á næsta ári. MYND/LILJA BIRGISDÓTTIR Tónastöðin opnaði nýja hljóðfæra- verslun á Strandgötu 25 á Akur- eyri um síðustu helgi. Fjöldi fólks lagði leið sína í verslunina til að njóta léttra veitinga og fagna aukinni samkeppni og fjölbreytti á þessum markaði. Ýmsir tónlistarmenn stigu á svið, þar á meðal Baggalútur og Pálmi Gunnarsson. Tónastöðin verður eins og systurfyrirtæki hennar í Skipholti í Reykjavík; alhliða tónlistarverslun. Helsta nýbreytnin við komu verslunar- innar til Akureyrar er aukin þjónusta varðandi viðgerðir á hljóðfærum. Einnig er nú hægt að fá í fyrsta sinn norðan heiða strengja- og blásturshljóðfæri í úrvali að ógleymdum hefðbundn- um píanóum. Tónastöðin til Akureyrar PÁLMI GUNNARSSON Pálmi Gunnarsson spilaði fyrir gesti Tónastöðvarinnar á Akureyri um síðustu helgi. Leikkonan Diane Kruger hefur verið valin andlit snyrtivöru- risans Ĺ Oreal fyrir væntanlega auglýsingaherferð fyrir vöruna Ĺ Oreal Paris. Fetar hún þar í fót- spor leikkvennanna Evu Long- oria Parker og Evangeline Lilly sem hafa áður auglýst fyrir Ĺ Or- eal. Kruger hóf feril sinn sem fyrirsæta og ætti því ekki að eiga í vandræðum með verkefnið. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og það er mjög ánægjulegt að verða talsmaður fyrir Ĺ Oreal Paris,“ sagði Kruger, sem vakti mikla athygli í síðustu mynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds. Auglýsir snyrtivörur DIANE KRUGER Leikkonan hefur verið valin andlit snyrtivörurisans L´Oreal. Talið er að leikarinn Mickey Rourke ætli að kvænast í þriðja sinn í apríl á næsta ári. Kærasta Rourkes er 24 ára rússnesk fyrir- sæta, Elena Kuletskaya, og vill Rourke að brúðkaupið verði hald- ið að hefðbundnum rússneskum sið. Elena er um þessar mundir að kenna leikaranum að tala rúss- nesku fyrir hlutverk hans sem rússneskur þorpari í hasarmynd- inni Iron Man 2. Ætti hann því að geta mælt einhver orð á tungu- máli kærustunnar í brúðkaupinu. Rourke hefur tvívegis áður verið kvæntur. Hann skildi við Debru Feuer árið 1989 eftir átta ára hjónaband. Þremur árum síðar kvæntist hann Carrie Otis. Þau skildu árið 1998. Í hjónaband í þriðja sinn MICKEY ROURKE Rourke hefur í hyggju að ganga í hjónaband í apríl á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.