Vikan - 01.06.1961, Page 12
Símon Njálsson og Þórarinn Jónsson
Gísli Albertsson.
HÖFNIN i Ileykjavik liefur ætíð
liaft mikið aðdráttarafl. Fólk fjöl-
mennir þangað á góðviðrisdögum
með börnin sín, til að sýna þeim
skipin og annað sem fyrir er að
liitta á staðnum. Svo eru þeir er hafa
áhuga á ljósmyndun ekki sjaldséðir
og er sannast máta, að þeir sem
við höfnina starfa eru orðnir nokk-
uð vanir því að vera fyrirsætur á-
hugaljósmyndara. Og blöðin sjá þá
heldur ekki í friði. Frægastur manna
við höfnina er hann Þórarinn gamli
Jónsson. Þórarinn kom inn i þennan
heim fyrir rúmum 92 árum vestur í
Arnarfirði, en hvar hann fer út úr
honum aftur, skal látið ósagt. Hann
er staðráðinn í að lifa manna lengst
og virðist óhætt að segja, að honum
miði drjúgum i þá áttina. Þórarinn
lifði á sjó og við framan af, var á
skútum og bátum í æsku, eða það
iná vist segja um fyrstu þrjá eða
fjóra áratugi ævi hans. Hann kveðst
aldrei á togara hafa komið, svo
þeirri hlið íslenzks fiskifangs hef-
ur hann ekki kynnzt á stuttri ævi.
Hálffimmtugur ræðst hann til starfa
hjá nýstofnuðu Eimskipafélagi Is-
lands og þar hefur hann haft sína
afkomu síðan. Þórarinn er mikill
grínisti og ekki laust við að maður
trúi varlega sumu af því, sem hann
segir. Það er skemmtilegt að sjá
hann dudda þetta fram og aftur á
bryggjunni, því hann hefur svo sér-
stakt lag við vinnuna, sem ekki sést
daglega annarsstaðar. Ásamt Þór-
arni er Sírnon Njálsson, berserkur
mikill og mátti hann ekki vinnu
sinnar vegna, vera að því að spjalla
nokkur orð og kvað við er mynd-
inni af honum var haldið til lians:
Ég tít ekki á þetta helv. . .“ Svo mörg
voru þau orð og kröftug að sama
xkapi. Símon hefur greinilega verið
hamrammur þennan dag, því hann
þekktist iíla af nærstöddum fyrir
sama mann og fór hann ómjúkum
hö'ndum um verkefni sín. Sfmon er
Stokkseyringur að uppruna, en sök-
um fámæiis lians var ekki unnt að
rekja ættir hans né heldur ákvarða
aldur mannsins og við það situr.
Nú skulum við snúa okkur að Gísla
Albertssyni. Hann hefur ekki komið
nær sjávarstörfum, en að vinna
þarna á Eyrinni. Hins vegar hefur
hann stundað störf þau er land-
búnaðarstörf eru kölluð á nútíma-
máli.,Gísli er kominn úr Skagafirði
og þar sem liann var hlaupari mikill
í fyrri tíð er nær að halda, að þá
list hafi hann numið í eltingaleik
við eftirlæti Skagfirðinga, hestinn.
Hann er kominn yfir sextugt er því
farinn að draga á Þórarin gamla.
Þegar hér var komið máli, var frið-
urinn skyndilega rofinn. Var ekki
gott að átta sig í fyrstu hvað væri
á seyði. Þó kom það í ljós, að þarna
var kominn maður, sem taldi sig
eiga slikt erindi við blaðamanninn,
að því yrði eigi við komið, nema
með háreysti. Var jiað á þá leið, jiað
sem skildist, að hér væri enginn
andskotans viðtalsstaður og færi
maðurinn ekki í brott, þá skyldi lög-
reglan kölluð á vettvang og væri þá
ekki víst að menn yrðu kátir við.
Stoðuðu engin mótmæli, ]>ví maður-
inn lýsti því yfir að hann réði hér
einn. Nú kom lögreglan ekki, enda
hætti yfinnennið að svo komnu máli
af góðmennsku sinni að láta stinga
blaðamanninum inn. Nú var ekki ó-
eðlilegt að fengnar yrðu upplýsing-
ar um hver liér væri kominn, en að
sið höfðingja, jieirra sem litið vilja
yfir alþýðu rísa, þá hélt maðurinn
nafni sínu vandlega leyndu. En
myndavélin brá sér á loft, til að
fyrirbyggja að ásjóna þessa öðlings
yrði gleymd, þá er maðurinn sjálfur
væri kominn undir torfu eða í
krukku. Og er hann úr sögunni. Þar
sern veður var hið hlíðasta, var
haldið áfram ferðinni og var gengið
vestur bryggju framhjá tollbúð og
komum við siðla dags að þeirri
bryggju, sem strandferðaskipin
venja komur sínar yið. Þar starfar
Guðsteinn nokkur .Tónsson í þágu
þessarar bryggju og skipa hennar.
Hann var ejcki svo mjög vant við
látinn og þegar hann frétti erindið,
þá varð hann hinn ljúfasti. Stafaði
jiað vist ekki sízt af því, að hann
var ritstjóranum eitthVað kunnugur
og vildi gera honum það til góðs
að veita nokkrar upplýsingar. Guð-
steinn er kominn vel af barnsaldri
eins og sjá má. Hann liefur stundað
búmennsku í Grímsnesinu og Grafn-
ingnum, sjómennsku frá Þorlákshöfn
og suður með sjó. Hann segist vera
alinn upp á mikið góðu heimili í
Laugardalnum og hlýtur svo að
vera, þar sem hann man slíkt enn.
Guðsteinn er eðliskátur maður og
virðist það vera einkenni hans kyn-
slóðar, því þeir eru allir töluvert
kátari, en yngri menn og stafar það
kannski af því, að þeir vita sig hafa
meginið af erfiðinu að baki sér. Hin-
ir aftur á rnóti eru rétt farnir að sjá
i skottið á tilverunni. Guðstein
hefur líkt hinum aldursfélögum sín-
um dagað. uppi á þessum bryggjum
og gerir varla ráð fyrir að hverfa
frá þessu dvalarheimili elliára
sinna. Af þessu mætti nú ætla að
fátt markvert væri við höfnina ann-
að en menn vel fullorðnir. Svo er
nú ekki. Unglingarnir á Eyrinni
eiga lfka sína sögu, þó liún sé ólíkt
styttri. Þar er t.d. Tryggvi Guðjóns-
son bilstjóri hjá Eimskip. Hann er
frá Disarstöðum í Sandvíkurhreppi
í Árnessýslu og sleit þar dyggilega
sínum æskuskóm. Þó Tryggvi sé rétt
kominn yfir fertugt, þá man hann
þá tið, sem kynslóð eftirstríðsáranna
litur sem þjóðsögur. Tryggvi hefur
þau sérkenni margra íslendinga
að hafa fitlað við flest og verið
sinn eiginn smiður, húsameistari,
og margt, margt fleira. Hann hefur
nú unnið ein tíu ár hjá Eimskip og
hefur tekið til höndum við flest það,
sem unnið er á Eyrinni. Einnig
stundaði hann verzlunarstörf að
Álafossi um nokkurra ára skcið og
það má segja að hann kom sér ekki
í bæinn fyr en að striðinu loknu.
Og hér unir hann sér við bilkcyrslu
hjá Eimskip. Annan mann hittum
Framhald á bls. 37.
12 VIKAN