Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 01.06.1961, Qupperneq 13

Vikan - 01.06.1961, Qupperneq 13
Frá Brattahlíð á Grænlandi, olía á léreft. Eggert Guðmundsson, listmálari hefur látið verk sin fyrir almenningssjónir og nú mun vera komið að lokum þeirrar sýningar. Það má heita, að allir, sem eitthvað kenna sig við mál- aralist, hafi „hengt upp“ einhverntima á árinu, en nú t'er i liönd sá timi, að dofni yfir sýningar- lífinu þar til haustar. Eggert er ekkert unglamb i þessum sökum; mun vera búinn að halda 30 sýningar að minnsta kosti. Það er með sýninguna fyrir mál- arann eins og útgáfuna fyrir rithöfundinn, hvorttveggja er nauðsynleg Ieið til að koma verkunum fyrir almenningssjónir og án vin- samlegra samskipta við fólkið í landinu, væri listamaðurinn einangrað fyrirbrigði og gæti ekki einu sinni lifað. Á sýningu Eggerts kennir margra grasa; þar eru kolteikningar á léreft frá gömlu Iteykjavík, svipmynd af hlóðareldhúsi, úti- gangshestar, sögulegar myndir ýmsar, svo sem Miklabæjar-Solveig og séra Oddur, landslags- myndir frá Eystri-byggð í Grænlandi, blaðsölu- drengir á Lækjartorgi, fjara á Iteykjanesskaga og bátar að koma úr róðri. Þar að auki nokkr- ar myndir nálega óblutlægar, aðrar með ein- hvers konar himinleitandi verum og hugleið- ingum um norðurljós. Þið, sem ekki hafið séð sýningu Eggerts, getið ráðið af þessu, að yrkisefnið er fjölskrúðugt. Við spurðum listamanninn um viðhorf hans til sýninga almennt, og hann svaraði: — Frá mínum liæjardyrum séð, er nauðsyn- Iegt fyrir málara að efna til sýninga öðru hverju Krítarteikning á léreft: Vatnsþró í gömlu Reykjavík. og það af ýmsum ástæðum. Ein mikilvægasta ástæðan er sú, að listamaðurinn þarf að gera það sjálfs sín vegna, — til þess að fá yfirlit yfir verk sin. — Og gagnrýni? — Ekki endilega það. Gagnrýni getur verið góð og blessuð, en gagnrýnendur skrifa fyrst Og fremst til þess að verja sjálfa sig og ákveðn- ar stefnur. — Hefur þú ómótstæðilega löngun til þess að mála, eða er það að einhverju leyti eins og hvert annað brauðstrit? — 'Það er erfitt að svara því nákvæmlega. Þess löngun vaknar í manni ungum og síðar kemur þörfin á því að vinna fyrir sér og sjá fjölskyldu farborða. Annars finnst mér alltaf, að maður sé hamingjusamur, þegar ekkert þarf að hugsa um sölumöguleika. — Já, það væri sjálfsagt margt öðruvísi i þessum heimi, ef hægt væri að skrúfa fyrir alla fjárhagsörðugleika. Hvað heldur þú annars um allar þessar stefnur í myndlistinni. Hefur þú nokkra spádóma um framtíðina? — Ónei, ég leiði það lijá mér að spá. Hins- vegar finnst mér, að æskilegt sé að fjölbreyttur gróður sé á þessum akri og mér dettur ekki í hug að fara að bannfæra einhverjar ákveðnar stefnur. Timinn einn sker úr um það, livað lifir. Ég vil ekki taka mér dómarasæti og mér finnst, að málarar ættu ekki að ráðast hver á annan, eins og stundum hefur komið fyrir. Það er sjaldan af öðru en öfundsýki, sem sprottin er af baráttunni um brauðið. — Mér hefur virzt, að stundum sé það af heitttrúnaðarástæðum. Sumir heillast svo af ýmsum nýstefnum, að 'þeir vilja bannfæra allt annað. — Kann að vera, — annars er ég þeirrar skoðunar, að verkið sigri, sé það unnið af trú- mennsku. — Hvað gengur bezt út af verkum þinum? — Landlagsmyndir seljast alltaf bezt og það er ekki hægt annað en játa það, að það er tals- vert af þeim sökum, að ég mála landslagsmynd- ir með. Ég hef meiri ánægju af öðrum verkefn- um, eins og þessum sögulegu myndum og öðru, sem er kannski af skáldskaparlegum toga spunnið, en þvi er ekki að neita, að það er ekki eins útgengileg vara. — Málar þú mikið úti? — Já, mér finnst það nauðsynlegt. Það er ekki þar með sagt, að maður máli landslags- myndir úti, heldur hitt, að maður sér litina í nýju ljósi. — Er ekki mismunandi, hvernig sýningar- gestir virða fyrir sér málverk? — Ég gæti bezt trúað, að engir tveir sæju mýnd nákvæmlega eins. Það er svo misjafnt, hvað menn hafa i huga. Tökum til dæmis myndina þarna með útigangshestunum og bæn- um. Einn tekur aðallega eftir þvi, hvað blái lilurinn er kaldur, annar virðir fyrir sér hnjúk- inn, sá sem hefur áhuga fyrir byggingum og arkitektúr, gerir bæinn að miðpunkti og svo eru þeir, sem skoða mundu hestana, sem þungamiðju myndarinnar og varla sjá annað. Vanur málverkaskoðari sér mynd að sjálfsögðu frá óliku sjónarhorni en hinn, sem ekki þekkir Framliald á bls. 38. Eggert Guðmundsson í vinnustofunni að Hátúni 11, þar sem hann býr. Þvottakonur, krítarteikning. Ég bannfæri ekki neitt Séra Oddur og Solveig í Miklabæ. vikan 1 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.