Vikan - 01.06.1961, Blaðsíða 14
H»U
dPaUMuElnN
Draumspakur maður ræður drauma
fyrir lesendur Vikunnar.
Kæri draumráSningamaður,
Mig dreymdi um daginn að annar páfa-
gaukurinn minn, grænn að lit, hefði sloppið
út úr búrinu og út og ég var að elta hann
og kalla á liann, en hann flaug svo hátt og
atltaf aðeins á undan mér. Stoppaði aðeins,
en flaug svo áfram eins og hann væri að stríða
mér. Ég var örvinluð, en þá allt í einu
flýgur hann upp í hendurnar á mér og mér
létti svo að vera búin að ná honum.
Með fyrirfram þökk.
Gló-Gló.
P. S. Fuglinn var karlfugl.
Svar lil Gló-Gló.
Ef marka má drauminn, er eltingajrleikur
þinn við karlfuglinn, bending þess að þú
sért að reyna að nálgast karlmafin, en
eftir draumnum virðist það nú ekki ganga
vel fyrst í sta,ð þvi hann virðist hreykja
sér hátt og lítur niður á þig. En bersýni-
lega varð honum freistingin of sterk niður
á jörðinni svo hann kemur skyndilega af
sjálfdáðum niður til þín.
Kæri draumráðandi.
Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem
mér þætti vænt um að fá ráðningu á. Mér
fannst ég liggja á kennaraborðinu og strák-
ur í mínum bekk, sem ég er hrifin af lika.
Við það vaknaði ég. Skömmu síðar dreymdi
mig að ég og þessi strákur vorum búin að
eignast litla, ljóshærða telpu mjög líka strákn-
um. En svo fannst mér ég og þessi strákur
ganga eftir kirkjugólfinu til að gifta okkur.
Við það vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk fyrir svarið.
Ein forvitin.
Svar til einnar forvitinnar.
Fyrri draumurinn er tákn þess að þið
verðið umræðuefni skólasystkinanna fyrir
samdrátl ykkar. í þessu tilliti er skólaborð-
ið, sem þið liggið á œði glöggt dæmi, því
yfir það fara sa,mræður milli nemenda
og kennara, í þessu tilliti táknar skólaborð
umtal. Giftingarvígsla er venjulega tákn
um deitur við elskanda. manns, og lítið
barn í þínu tilfelli er tákn um áhyggjur.
Þú, sem ræður drauma,
Mig dreymdi draum, sem mig langar að
vita hvað merkir. Mér fannst vera 17. júni.
Það var gott veður og margt fólk úti. Þegar
ég var að f'ara heim fer ég inn á krá, þá
cr stráluir þar inni, sem ég hef verið með
núna undanfarið. Hann heilsar mér ekki bara
liorfir á mig. Mér fannst hann vera með bláa
lös-ku. Þá finnst mér ég allt í einu vera að
labba götuna heim og hún er orðin dimm og
skuggaleg.
Með fyrirfram þökk,
Rúna.
Svar til Rúnu.
17. júni, i dra.umi, er tákn um gleðskap
og kæti. Þannig mun samband ykkar pilts-
ins einnig hafa byrjað, og svo virðist vera
að þið lendið i einhverjum sameiginlegum
erfiðleikum, sem leiða af sér illt umtaj og
uð atburðirnir upp frá því verði leiðigjarnir
og drungalegir eins og gatan, sem þú gekkst
eftir.
Spats og menn hans stilltu pokerspilurunum upp við vegg og skutu þá niður.
Hlutverkin í kvikmyndinni
Sugar ............ Marilyn Monroe
Joe .................. Tony Curtis
Jerry .............. Jack Lemmon
Spats ............... George Raft
Mulligan ............. Pat O’Brien
Osgood ............. Joe E. Brown
Bonaparte ...... Nehemiah Persoff
Sue ................ Joan Shawlee
Poliakoff ............. Billy Gray
Toothpick Charlic . . George E. Stone
Bienstock ............ Dave Barry
Allir hafa heyrt talað um villta tímabilið í
Ameríku á þriðja tug aldarinnar. En ef til
vill hafið þið velt þvi fyrir ykkur, hvernig
þetta tímabil fékk orð á sig. Satt að segja
gat allt, bókstaflega allt, gerzt í Chicago á
þessum trylltu, þyrstu jazztimum.
Þetta var vinaleg og virðuleg borg. Allir
bófar með nokkra sjálfsvirðingu gátu veitt
börnum sínum það uppeldi, sem hæfði stétt-
inni. Næturkyrrðin var aldrei rofin af öðru
en vélbyssuskothríð, og öllum líkum var
snyrtilega sópað af gangstéttunum fyrir dag-
mál.
Ríkisstjórnin hafði um þetta leyti samþykkt
lög, sem bönnuðu sölu á áfengum drykkjum,
og það kom noklcru róti á hugi þeirra manna,
sem ráku knæpurnar. Og til þess að geta sinnt
skyldum slnum við þjóðfélagið tóku þeir að
brugga.
Ef einhver varð skyndilega þyrstur í
Chicago á þessum tímum, þurfti hann aðeins
að kveðja dyra hjá næstu útfararstofnun og
kynna sig sem syrgjanda við „jarðarför
ömmu,“ og þá var honum kurteislega boðið
inn í vínstofuna innst í húsinu.
Það var i einni slikri „ekki alveg löglegri“
knæpu, að söguhetjur okkar, Joe og Jerry,
spiluðu á saxófón og kontrabassa í hljóm-
sveit hússins og horfðu nú fram á þá rós-
~auðu framtið að eiga von á kaupi fyrir
fyrstu vinnuvikuna eftir langt „hvíldartima-
bil“.
Meðan hljómsveitin hespaði af hvert hálf-
falskt lagið á fætur öðru, voru Joe og Jerry
G I N N
að rífast. Jerry vildi eyða kaupinu i það að
láta gera við tönn. Joe var stórhneykslaður.
„Við skuldum húsaleiguna, Moe-nýlendu-
vörubúðin á hjá okkur áttatíu og níu dollara.
Þrír kínverskir lögfræðingar hafa stefnt okk-
ur vegna falskra ávisana, og við höfum feng-
ið lánaða peninga hjá hverri einustu stelpu i
kórnum.........“
Jerry fór hjá sér. Hvernig gat hann verið
svona eigingjarn? „Þú hefur rétt fyrir þér.
Það fyrsta, sem við gerum á morgun, er að
borga öllum eitthvað inn á skuldina.“ En
Joe hafði aðrar og betri ráðagerðir. „Það
fyrsta, sem við gerum á morgun, er að veðja
á Greased Lightning.“
Það dofnaði yfir Jerry. Það að veðja á
hundana var jafnvel enn minni tekjulind en
spila í hljómsveit. Skyldi Joe aldrei læra af
reynslunni?
En þá varð Jerry ljóst, að allar frekari
ráðagerðir um ráðstöfun á kaupinu voru ó-
þarfar, því að mitt á meðal viðskiptavinanna
sem sátu og þömbuðu baðkers-gin úr kaffi-
bollum, sat Mulligan lögreglumaður í óbreytt-
um jakkafötum, albúinn að gera allsherjar
lögregluleit.
Þegar þeir voru um það bil að læðast út,
reis Mulligan á fætur og bað um hljóð. „Þetta
er allt i lagi, góðir hálsar. Þetta er lögreglu-
rannsókn, og ég er Mulligan lögregluþjónn.
Þið eruð öll ákærð.“
í hópi nokkurra náunga með kúluhatta sat
Spats Colombo og dreypti á áfum og fór í
huganum yfir lista af „beztu vinum“ sinum,
sem hefðu getað gefið Mulligan upplýsingar.
Spats átti þessa sjoppu, og hann var i tölu-
verðum hugaræsingi. Þetta var ekki dreng-
skaparbragð gagnvart vini.
Og ofari á allt annað hafði fyllibytta fyrir
nokkrum mínútum helt úr ginbolla yfir glæsi-
leg föt hans. Hann skoðaði skemmdirnar
gramur. Þetta var ekki snyrtilegt. En Spats
kunni betur við að hafa hlutina snyrtilega.
Hann leit upp. Mulligan var að vomast
yfir honum. „Hver er sakargiftin i þetta
sinn?“ spurði Spats glaðlega.
„Að gera menn ölvaða af kaffi, — áttatíu og
sex sannanir.‘“
„Geri ég það, ég, sem er aðeins viðskipta-
vinur hér?“ Spats tókst alltaf vel upp í sak-
leysislegu hlutverki.
„Við höfum fengið aðrar upplýsingar."
„Frá hverjum?" spurði Spats. „Það skyldi
14 VIKAN