Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 23
ANNANNA
Heilsuverndarsvæðið séð úr lofti.
aðist svo kennsluna að öðru leyti. Þetta taldi hann hiS heppi-
legasta kennslufyrirkomulag og hagaði kennslu okkar systkín-
anna samkvæmt Jjví. Við bræðurnir fórum því aldrei í barna-
skóla, foreldrar okkar kenndu okkur heima; faðir minn tók
okkur oft með sér í sjúkravitjanir langt upp í sveit og kenndi
okkur á leiðinni — og aldrei held ég að athygli okkar hafi
verið jafn vökul eða við höfum lært meira. Ég hef sjálfur aldrei
sinnt uppeldis- eða skólamálum, allur verið á öSru sviSi, en
eftir því sem ég eldist hef ég hallazt æ meir aS þessari skoðun
föður míns, að gamla, íslenzka aðferðin sé giftusamlegust,
þar sem henni verður við komið; fyrsti skólinn þurfti að vera
á beimihinum sjálfum i sem nánuistum og persónulegustum
tengslum við daglegt iíf. Þessir stóru barnaskólar eru hálfgert
neyðárúrræSi, að ég held, námið og uppeldið allt of skylt
verksmiSjuframleiðslunni, sem aS visu er nauðsynleg og góð
þegar um almennan iðnað er að ræða en stórhættuieg, þegar
verið er að móta mannssálir; við höfum fengið að kenna á þvi
hérna til hvers „standard“-framleiSsla á mannssálum getur
leitt. En sem sagt — ég hel' verið allur í öðru, og eflaust er
það nokkuS fyrir áhrif frá föður minum, en lika fyrir bein
kynni af íslendingum, að ég hef alltaf álitið að alþýðufræðsla
væri hvergi, eða liefði hvergi verið betri en hjá ykkur. Hvernig
er það annars núna?
—. Ég geri ráð fyrir að það megi kallast nokkurn veginn
fullkomið nýtízku skólakerfi. Stórir og vandaðir barnaskólar
í flestum kaupstöðum og stefnt að þvi að koma upp góðum
skólahúsum hvarvetna í dreifbýlinu, þar sem börnin geti notið
kennslu vetrarlangt.
•— Og árangurinn, samanboriS við þaS, sem var?
— Um þaS er nokkuð deilt. . .
Já, datt mér ekki i hug! En gamla fyrirkomulagið er
vitanlega orðið úrelt fyrir breyttar aðstæSur, og ekkert við þvi
að gera. Svona er það alls staðar. Og fyrst við erum að tala
um skóla — það voru mikil viðbrigði fyrir okkur bræðurna,
þegar i menntaskólann kom. Það var gamall og fornfrægur
klausturskóli, strangur agi og steindauð kennsla; klassisku
málin, latínan og grískan og svo klassisk stærðfræði — og
líkamlcgar refsingar. Urðum að vera komnir inn i herhergin,
ef liægt hefði verið að kalla þessar klefaskonsur herbergi,
klukkan átta á kvöldin á vetrum en níu á sumrin, og húsvörð-
urinn var volduga.sti og óttalegasti yfirboðari skólans. Það átti
að heita svo, að okkur væri kennd eðlisfræði — en vitið þér
livað, hún var líka svo klassisk, að þeir vildu helzt ekki við-
urkenna nýjustu uppgötvanir á þvi sviði, til dæinis rafmagnið,
og við strákarnir vorum því velflestir mun betur að okkur
í þeim fræðum en kennararnir. Þarna fékk ég greinilegastan
samanburð á þeirri lífrænu kennslu, sem ég hafði lilotið heima,
saiiikvæmt íslenzkri fyrirmynd, og steindauðu fræðastagli
„framhaldsskólanna.“ Þistta hafið þið verið svo heppnir aðt
sleppa við, og sem betur fer þekkist það fyrirkomulag ekki
lengur hér, að minnsta kosti ekki í þessari mynd. Og þó liöfðum
við ómetanlegt gagn af þessari skólavist. Við lærðum að meta
frelsið og einstaklinginn og þau réttindi, sem hann er borinn
til að njóta. Ekki hvað sízt ég, þar sem ég' hafði mitt „íslenzka“
uppeldi til samanburðar.
Talið bárst að ævistarfi dr. Webers og hinni heimskunnu
vísindastofnun í hjartasjúkdómafræði og hjartalækningum, sem
hann hefur veitt forstöðu um áratuga skeið i sambandi við
lieilsuhælin í Bad Naulieim.
— Eiginlega 'vciti ég þeirri stofnun ekki forstöðu lengur,
heldur dr. Thauer, sem nú er meðal fremstu hjartasjúkdóma-
fræðinga okkar og þegar víðkunnur lyrir línuritarannsóknir
sínar í sambandi við þá sjúkdóma. Ég er orðinn svo gamall,
skiljið þér, enda þótt ég haldi enn fullu starfsfjöri, nema hvað
heyrnin mætti vera betri. Eg kom hingað árið 1914, sem sér-
fræðingur i hjartasjúkdómum og lief verið hér siðan. Þessi vís-
indastofnun komst á laggirnar i fyrri heimsstyrjöld, en liefur
svo eflzt og aukizt síðan; ég hef veitt henni forstöðu til,
skamms tíma, en um leið hef ég verið yfirlæknir við heilsu-
hælin og prófessor í hjartasjúkdómum við liáskólann í Giessen.
Annars eru heilsuhælin sjálfstæð stofnun, undir umsjón há-
skólans, en rannsóknarstofnunin er starfrækt á vegum Planck-
vísindasjóðsins þýzka — og um lcið eru allir fastráðnir vís-
indamenn stofnunarinnar kennarar og prófessorar í viðkom-
Framhald á bls. 25.