Vikan


Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 39
— Gremjulegast er, aO við skulum standa algerlega ráOalaus gagnvart þeim, sem hafa ekki sœnsk verndar- vottorO, sagöi Gabor. ViÖ þyrftum aO geta gefiö þau út sjálf. — ÞaÖ er ekki unnt, svaraði Wall- enberg. — Ef ég afhenti ykkur óút- fyllt vottorö, gæti þaö valdið alvar- legum óþægindum. En Þið gætuö tekið meö ykkur vottorð, sem þegar er búiö að ganga frá, en eigendurnir hafa ekki haft ástæöur til aö sækja. Ef til vill hittið þiö þá á ferðum ykk- ar. — Afbragð! svaraði Gabor. — Þá er ekki annað en finna þá. — Wallenberg gekk nú inn I næsta Á brjóstinu hékk spjald með svo- felldri áletrun: Þannig fer fyrir Gyðingum, sem reyna að flýja. herbergi og kom aftur meö stóran bunka af verndarvottoröum. — Þetta nægir fyrtr stóra lest, sagði hann, um leið og hann rétti Ga- bor bunkann. NOKKRUM dögum eftir þetta lögð- um við miklu seinna £if stað en viö höfðum ætlað okkur. Fyrst ók Gabor föður minum til sendiráðsins og sótti stafla af verndarvottorðum, sem við áttum að hafa með okkur. Við ætluðum að fara að leggja af staö, þegar við komum auga á WaU- enberg. Gabor vildi nota tækifæriö til aö spyrja hann um eitthvað, og ég íylgdist með þeim inn á skrifstofu Wallenbergs. Þegar við komum aftur út á göt- una, var bifreiðin horfin. Lögreglu- þjónninn, sem á verði var fyrir utan sendiráðiö, sagði okkur, aö henni hefði verið ýtt eitthvaö lengra á- fram. — HvaÖ eigið þér viö, — ýtt lengra áfram? spurði Gabor. — Hefðuð þér ekki getað hindrað Þaö? — Ég er aðeins í götulögreglunni, svaraði hann. Og Það voru örvakross- menn, sem tóku vagn yðar. Þér finnið hann áreiðanlega undan aðalstöðvum flokksins. Tigrisgatan lá aUbrött niður aö hlíðarfæti Naphegy og endaöi þar við Mezarosgötu, sem flokkurinn hafði höfuðstöðvar sínar. Og það var al- veg rétt, að bifreiðin svarta stóð þar fyrir utan húsið. Var hálf tylft örva- krossmanna aö rannsaka hana sem rækilegast, aö utan og innan. Mér varö ekki um sel. Eg fetaöi kviðafuU á eftir Gabor, þvi aö ég vissi, hve oft hann lét ofsann hlaupa meö sig i gönur. Og nú var hann íokvondur. — Hvaöa uppátæki er þetta? æpti hann til örvakrosspiltanna. — ÞiÖ haf- ið engan rétt til að snerta vagninn minn. — Hafið yður hægan, kapteinn, svaraði einn þeirra. — Þér eruð framan við höfuðstöðvar hreyfingar vorrar, en ekki í hermannaskálunum. — Mér stendur á andskotans sama, hvar ég er staddur, öskraði Gabor. — Þetta er þjófnaður! — Þessi vagn stóð fyrir utan sænska sendiráðið, mælti einn örva- krossmanna. — Við höfum ástæðu til að halda, að hann sé notaður tii Þess að hjálpa Gyðingum. Við höfum því lagt hald á hann i þágu landsins. Getið þér annars fært sönnur á, að þér eigið bílinn? — Ég hef skilríkin hér á mér og er reiðubúinn að sýna Þau, hvenær sem er, svaraði Gabor, — en aðeins lög- reglunni. Örvakrossmenn virtust hrifnir af sjálfstrausti hans. Fylgdi nú einn þeirra okkur til næstu lögreglustöðv- ar. Þar voru öll skilríki athuguð ná- kvæmlega, bæði mín, Gabors og bif- reiðarinnar. Að því loknu féllst lög- reglan á, að Gabor hefði fullan rétt til að nota vagninn. — Þá er sú hlið málsins í lagi, sögðu örvakrossmenn. — Komum nú aftur til aðalstöðvanna. ViÖ neyddumst til að fylgja Þeim, þótt okkur væri ljóst, að Þegar við værum einu sinni komin inn í greni þeirra , ættum viö á hættu að hverfa Þegjandi og hljóðlaust. Ehginn í sendiráðinu mundi nokkurn tíma kom- ast aö því, hvaö um okkur hefði orðið. Eina ráðiö var aö vekja svo mikla athygli, að það hlyti að skilja eftir sig verksummerki. Allskammt var frá lögreglustöðinni til aðalstöðva flokksins, en Gabor reifst og skammaðist alla leiöina. Hann kvartaöi hástöfum undan þvl, sem hann kallaði ósvífna meöferö, og bæði hann og ég heimtuðum I sífellu skýringu á þessu atvikl. Ég var dálítið óróleg út af Gabor, því aö honum leið ekki reglulega vel þennan dag. KvÖldið áður höfðum við látið bílinn standa úti fyrir sænska sendiráðinu, ef faðir minn skyldi þurfa að nota hann, en vinur okkar, að nafni Ivan Székely, hafði ekið okk- ur heim I bifreið sinni. Meðan við vorum á leiðinni, var gefið merki um loftárás, en við héldum áfram í trássi við það. Þegar við vorum komin inn á Honvedgötu í Pest, vildi óhapp til. Sjúkrabíll kom á móti okkur vinstra megin á götunni og fór geyst. öku- maðurinn bjóst auðvltaö ekki við að mæta neinnji umferð, þegar veriö var að gefa hættumerki, og það var með naumindum, að Székely gat af- stýrt slysi. En vagninn rauk upp á gangstéttina og rakst þar á múr- vegg. Framrúðan fór í mél, og Gabor er sat við hlið bilstjórans, skarst nokkuð á vinstri hendi og fékk gler- brot I auga. Hann varð því að ganga til átaka við örvakrossmenn með aðra hönd I reifum og umbúðir fyrir auganu. Allur sá fyrirgangur, sem hann hafði upphafið á götunni, dró að sér fjölda forvitinna manna, sem var þvi ekki vanir, að staöið væri uppi í hár- inu á valdhöfunum. Þess var því nokkur von, aö sendi- ráðið gæti komizt eftir þvi, hvar við værum niðurkomin. Og þá gátu sendi- ráðsmenn getið sér til, hvlllk hætta vofði yfir okkur. VlliAll BLAÐID YKKAR ftdýrar utanferðir Nýjflr lelðir SUMAELEYPISPEKÐ 7.-27. JIJLl A.-Þýzkaland - Tékkóslóvakía - Austurríki - Pólland Flogið 7. júli Rvík—Berlín. — Sérstaklega ódýr: kr. 10.650,00 (allt innifalið). A.-Þýzkaland Berlin -— Potsdarn — 6 dagar á baðströnd við Eystrasalt — Dresden, með mál- verkasöfnunum frægu. ! hf* í:| 1 1 f BrandenburgarhliÖið í Berlín Schönbrunnhöll í Wien. Austurríki 2 dagar i hinni glaðva-ru Vínarborg. Pólland Farið um Krakow og Osviecim (Auschwitz), þar sem hinar illræmdu fangabúðir nazista voru á striðsárunum, Frá Prag Tékkóslóvakía Karlovy Vary (Karlsbad) — Prag —- Bratislava — Ostrava. Ferð á Eystrasaltsvikuna, 7.—18. júlí Flogið til Berlínar 7. júlí — 10 dagar á strönd Eystrasaltsins. Flogið heim frá Kaupmannahöfn (Þátttakendur geta verið lengur á eigin kostnað). Vinnuferð til Júgóslavíu, 7.—27. júlí Flogið til og frá Berlin. Með lest Berlín — Belgrad — Berlín. Ferðin ætluð ungu fólki, sem vill vinna við vegagerð í Serbíu og Makedóníu, ásamt sjálfboðaliðum frá mörgum löndum. Mjög ódýr ferð: kr. 8.700,00, Örfá sæti laus. Ferð til Kína, 20. ágúst — 13. september Flogið til Helsinki. Helsinki —* Moskva með lest. Flogið Moskva — Peking — Moskva. 17 dagar í Kína. Leitið nánari upplýsinga. FERÐASKRIFSTOFAN VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.