Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 33
frá * til * umf. á enda og endiS
meS 3 1. br. blátt. — 8. umf. 3 1.
sl. blátt, 3 1. br. hvitt. Endurtakið
.frá * til * umf. á enda og endiS meS
;3 1. sl. blátt. — 9. umf. prj. sl. meS
bláu garni. — 10. umf. prj. br. blátt.
Byrjið siSan aftur á 1. umf. og þann-
ig myndast mynztrið.
32 1. prjónaSar með sléttu prjóni
= 10 cm.
Bakstykki: Fitjið upp 159—171 1.
á prjóna nr. 2% og prjónið garða-
prjón, 6 umf. Siðan er prjónað
sléttprjón. Eftir 5 cm prjónast
mynztur í 20 umf. Haldið síSan
áfram og prjónið sléttprjón. Takið
úr 1 1. báðum megin, i hvorri hlið
með 2ja cm millibili. Eftir 22—24
cm er stykkinu skipt í tvo hluta með
5 1. fleiri á hægra bakstykki. Prjón-
ið vinstri hlið fyrst. Fitjið upp 5
1. við miðju og prjónið þær með
garðaprjóni alla leið upp eða alltaf
sléttar. Eftir 25—27 cm er prjónað
garðaprjón og tekið úr með jöfnu
millibili yfir eina umferð þar til
lykkjurnar verða 45—47.
Eftir 6 umf. eru 4 1. felldar af
handvegsmegin og um leið 4 yztu
lykkjurnar prjónaðar með garða-
prjóni og því haldið áfram alla leið
upp. Einnig 5 lykkjurnar við miðju
eru prj. áfram með garðaprjóni.
Aukið út 1 1. fyrir innan garða-
prjónaða kantinn, handvegsmegin í
4. hv. umf. 7 sinnum. Eftir 36—40
cm (byrjað handvegsmegin) er fellt
af, fyrst 5—7 1. síðan 7 1. 4 sinnum
og lykkjurnar sem eftir eru, í einni
umferð. Hin hliðin prjónast eins,
en á mótstæðan hátt og án þess að
fitjaðar séu upp nýjar lykkjur í
miðju.
Prjónið 5 1. garðaprjón við miðju
og gerið þar 4 hnappagöt, 3 1. frá
yztu brún og yfir 2 1., það fyrsta
2 cm mælt frá skiptingu og það
siðara nokkru áður en fellt er af.
Framstykki: Fitjið upp og prjónið
eins og bakstykkið þar til 25—27
cm mælast. (Skiptið stykkinu ekki).
Prjónið þá garðaprjón og takið úr
með jöfnu millibili í einni umferð
þar til lykkjurnar verða 85—89.
Eftir 6 umf. garðaprjón eru felld-
ar af 4 i. í hvorri hlið. Endalykkj-
urnar 4 báðum megin eru prjónaðar
með garðaprjóni alla leið upp.
Eftir 21—23 cm sléttprjón, prjón-
ast 27 1. fyrir miðju mynztur, 21—23
1. til hliðanna sléttprjón og 4 1.
til endanna áfram garðaprjón. Auk-
ið út fyrir innan garðaprjónaða
kantinn handvegin eins og á
bakstykkinu.
Eftir 33—37 cm er fellt af fyrir
hálsmáli 13 lykkjur fyrir miðju.
Prjónið aðra hliðina fyrst og takið
úr hálsmálsmegin 1 1. í hverri um-
ferð 4 sinnum og siðan i annarri
hverri umf. þar til 33—35 1. eru
eftir á öxlinni. Eftir 36—40 cm er
fellt af fyrir öxl, eins og á bak-
stykkinu. (Ath. að byrja handvegs-
megin að fella af). — Hin hliðin
prjónast eins.
Kragi:
Fitjið upp 48 1. með hvitu garni
og prjónið garðaprjón 4 umf.
Fellið af 10 1. i byrjun næstu
umferðar og prjónið síðan lykkj-
urnar sem eftir eru með sléttprjóni,
að undanskyldum 3 endalykkjun-
um sem prjónast með garðaprjóni
alla leiðina upp.
Þegar kraginn er 4% cm á breidd
cr fellt af.
Saumið nú lítla renningínn (af-
felldu lykkjurnar 10) við kragann
frá röngu.
Prjónið hinn kragahelminginn
eins, en á mótstæðan hátt.
Pressið öll stykki mjög lauslega
frá röngu. Saumið axlir og hliðar-
sauma með aftursting og úrröktum
ullarjiræðinum. Saumið kragann við
hálsmálið. Saumið venjulegt kapp-
melluspor í hnappagötin. Festið töl-
ur. Dragið grannan teygjuþráð í
garðaprjónaða hlutann í mittinu og
rykkið dálítið saman.
HÚS OG HÚSBÚNAÐUR.
Framhald af blk. 13.
ur. Allir viðurkenna, að timbur geti
farið vel, sé því vel við haldið. Hins
vegar hefur oft orðið sú raunin á, að
það er látið fúna og grotna niður án
þess að nokkuð sé að gert og Þá fer af
því glansinn. Það er ekki svo miklu
úrkomusamara hér en víða annars
staðar í heiminum, þar sem timbur-
hús eru byggð, að varla ætti Það eitt
að geta orðið til fyrirstöðu um timb-
urnotkun utanhúss.
Mér er nær að halda, að trassa-
skapurinn og hirðuleysið séu verri
meinsemd hér en nokkru sinnni rign-
ingarnar. Nú á síðustu árum höfum
við séð, að allmargir hafa klætt hús
sín að utan með harðviði, sem ætti að
standast veðurfarið mun betur en fur-
an. Það verður fróðlegt að sjá hverju
fram vindur; æskilegt væri að geta
fundið einhverja tilbreytingu frá
endalausum steinsteypuflötum.
Stofan er fremur löng og arkitekt-
inn hefur kosið að leggja áherzlu á
lengdina með Því að klæða hana
timbri á langveggnum, sem einnig
stuðlar að því að stofan sýnist lengri
en hún er.
ÁSur en ég fékk nýju Borletti saumavélina var ég
alltaf þreytt. Saumaskapurinn, með öðrum heim-
ilisstörfum, var orðinn mér um megn. — En í dag
er ég hamingjusöm og allt teikur í höndum mér
— Hin fögru mynztur, sem vélin saumar algerlega
sjálfkrafa skreyta nú klæði barnanna og jafnvel
yngsta dóttir mín bróderar með vélinni. Hljóðlaus
gangur vélarinnar og hinn hraði saumur vekur
mér gleði og ánægju af saumaskapnum. Það er því
engin nýlunda, þótt ég njóti snmarbliðunnar nú
orðið i rikum mæli og stundi sólböð og sund við
hvert tækifæri. —
Húsmóðir.
HIN NÝJA
BORLETTI
SUPER AUTOMATIC
VIL B E R G & ÞORSTEINN
Laugavegi 72, sími 10259.
Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði,
Stapafetl h.f., Keflavik,
Har. Eiríksson & Co., Vestmannaeyjum,
Elís H. Guðnason, Eskifirði,
Yerzt. Þórs Stefánssonar, Húsavilc,
Sportv. og hljóðfæraverzl., Akureyri,
Verzlunin Vökull, Sauðárkróki,
Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði,
Vesturljós, Patreksfirði.
NÚ ER LÍFIfl LEIKUR EINN
MARCO H.F.
Aðalstræti 6, — sími 13480 — 15953.
VIKAN 33