Vikan


Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 31
I Heklu-buxurnar Hinar vinsælu Heklu- buxur fást nú í miklu litaúrvali. Verð aðeins kr. 227.50 li 4 'bHPtoar Hrútsmerkið (21. marz—20 apr.): Þú skalt var- ast aö breyta mikið til í Þessari viku, og einkum að leggja út i neina óvissu. Um helgina verður lögð íyrir þig gildra, og ef þú stenzt raunina munu næstu dagar verða einkar skemmtilegir. Fimmtudagurinn er dálítið varasamur, einkum þó kvöldið. Þessi vika veröur ungum hjónum til mikilla heilla. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú verður fyr- ir óvæntu láni i vikunni, og það verður til þess að skapið verður betra en nokkru sinni fyrr. E'n því miður virðist sem svo að eitthvað gerist, sem gæti varpað skugga á þessa hamingju. En ef þú sýnir festu og lætur ekki bugast af smámunum, munt þú yfirstíga þessa örugleika fyrr en varir. Karlmaður, sem þú þekkir lítillega kemur talsvert mikið við sögu Tvíbura.nerkiö (22. maí—21. júní): Atvik, sem kom fyrir i vikunni sem leið endurtekur sig í þessari viku, þér til mikillar undrunar. Ýmislegt virðist benda til að þú farir ekki rétt með pen- inga á næstunni, svo að þér væri ráðlegt að spara. Líkur á ferðalagi, einkum fyrir þá, sem eru undir þrítugu. KrabbámerkiÖ (22. júní—23. júlí): Það kemur ýmislegt óvenjulegt og skemmtilegt fyrir þig í þessari viku, einkum i hópi kunningja þinna. Einn kunningi þinn veldur þér og öðrum vinum þínum einhverjum vonbrigðum, en þið skuluð ekki hika við að sýna honum í tvo heimana og sýna honum fram á, að hann hefur hagað sér ósæmilega. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág.): Þetta verður ánægjurík vika. Þú munt nú ljúka verkefni, sem þú hefur unnið að lengi. Þú munt umgangast óvenjumarga ókunnuga í vikunni, og meðal þeirra muntu kynnast afar skemmtilegum manni eða konu, sem verður félagi þinn innan skamms. Amor verður mikið á ferðinni í vikunni, MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Það verða miklar breytingar á högum þínum i vikunni, og líklega flestar til batnaðar. Þú skalt vera við því búinn að þurfa að glíma við vandamál, sem þú heíur aldrei reynt við áður. Ef þú notfærir þér fyrri reynslu þína á svipuðu sviði, mun árangurinn verða mjög góður. Föstudagurinn er einkennilegur dagur VogannerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt ekki þurfa mörgu að sinna í vikunni, og fristundir þínar verða óvenjumargar. Varastu samt að leggjast í leti, því að þér gefst ekki alltaf svona gott tækifæri til þess að nota frístundir þinar til einhvers þarflegs. Framkoma einhvers i fjölskyldunni veldur þér talsverðum vonbrigðum. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika mun verða mjög frábrugðin undanförnum vikum. Þér gefst tækifæri til þess að sinna skemmtilegu á- hugamáli ásamf einum kunningja þinum, og láttu það fyrir alla muni þér ekki úr greipum ganga. Það hefur nokkuð borið á eigingirni og öfund i fari þínu undanfarið, BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Það gerist svo sem ekki margt markvert í vikunni, en í heild verður hún samt ánægjuleg. Fyrir nokkru hafðir þú einhverja ferð á prjónunum, en nú breytir þú áætlun og ferð í stað þess í aðra ferð, sem ekki verður síðri, eins og þú varst hræddur um. Þú átt við vanda- mál að striða þessa dagana, sem þú getur alls ekki leyst upp á eigin spýtur. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú munt eiga mjög annríkt í vikunni, en þú mátt fyrir alla muni ■FT U ekki leggja of hart að þér líkamlega, þvi að þú mátt beinlinis ekki við því. Vinur þinn gerir eitt- hvað, sem verður til þess að þú færð bráðsnjalla hugmynd, sem þú skalt reyna að hrinda í framkvæmd hið allra fyrsta. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þér mun oft verða komið á óvart í vikunni, og það til svo mikilla muna, að loks veizt þú ekki hvaðan á þig stendur veðrið og leggur árar í bát, Þar eð þú kannt ekki að ráða fram úr öllum þeim verk- efnum, sem að þér steðja. Þér gefst ágætt tækifæri til þess að vinna Þér inn laglegan skilding í frístundum þínum. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Það gengur ýmislegt á í vikunni, og þú verður ýmist fyrir láni eða óláni. 1 sambandi við vandamál, sem vinur þinn á við að etja, mun koma fyrir atvik, sem sýnir ljóslega, að þú ert of sérhlífinn. Von- andi kemur þú sjálfur auga á þetta og reynir að breyta betur. m Kirkjustræti 8—10, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.