Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 3
WSKAM
Útgcfandi: VIKAN H.F.
EiUtjóri:
Giali BigurSsaon (ábm.)
Auglýainguatjóri:
Jóhaunes J.örundaaoh.
Framkvæmdastjóri:
Hilmar A. Kriatjinsaon.
Rlutjórn og auglýslngar: Sklpholtl
33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Póst-
hólf 149. AfgrelBsla og dreiflng:
Blaðadrelfing, Mlktubraut 15, slmj
36720. Drelílngarstjóri: Óskar Karls-
son. VerB 1 lausasölu kr. 15. Askrlft-
arverð er 200 kr. ársþriBjungsIega,
grelöist íyrlrfram. Prentun: Hllmir
h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
/ næsta blaði verður m.a.:
Ar í felum milli Látrabjargs og Hornbjargs. Grein eftir Gunnar
M. Magnúss. urn Þjóðverjann August Lehrmann, sem komst
undan Bretum og fór huldu höfði um Vestfirði.
ÍC Þú hefur gleymt að lifa. Smásaga eftir Jesper Lindberg.
Ar Einbýlishús f Hafnarfirði. Þátturinn hús og húsbúnaður hefur
fengið aðsent efni frá Guðmundi Guðgeirssyni, rakarameist-
ara f Hafnarfirði, sem teiknar og módelerar hús í frístundum.
Ar Hástökk. Grein um þessa skemmtilegu íþróttagrein, helztu
afreksmenn í henni og nokkur tækniatriði fyrir hástökkvara.
ÍC Vorkvöld. Smásaga eftir norska höfundinn Sigurð Hoel.
if Læknirinn: Áfengi og geðsjúkdómar.
ÍC Viðtal við Teng Gee, unga konu af auðugu foreldri frá Singa-
pore, sem hætti í skóla í Englandi til þess að giftast íslendingi
og býr nú í Laugarneshverfinu, arflaus en ánægð.
•k Sendiför til Ungverjalands. Sönn frásögn og hörkuspennandi.
ic Vikan og heimilið. Fjórar Vikusíður fyrir húsmæður.
ÍC Mattkías Jónasson: Hið sæla böl. Grein um ofdrykkjumenn.
Á konan að vinna úti?
Kæri Póstur.
Mig langar til þess að leggja fyr-
ir þig vandamál, sem ég og konan
mín erum lengi búin að rífast um.
Við höfum verið gift i næstum þvf
tvö ár, og ég held ég megi segja, að
hjónabandið okkar sé fínt. Ég er
í ágætri vinnu og hef gott lcaup eftir
ekki lengri vinnu, og ég held, að
kaupið mitt sé alveg nóg til þess
að sjá fyrir okkur hjónunum, en
við erum barnlaus. En það er eins
og húsmóðurstarfið eigi ekki við
konuna mína. Mér finnst hún hálf-
löt við það. Hún hefur unnið úti
frá þvi við giftum okkur, en hún
hefur ósköp litið kaup, og ég held
varla, eins og skattalöggjöfinni er
nú háttað, að við græðum neitt að
ráði á því. En hún segist hafa gam-
an að vinnunni og hefur jafnvel
sagt að sér leiddist allt heimilis-
stúss. Finrist þér rétt, Póstur minn,
að eiginkonan vinni úti?
B. X.
Sannleikurinn er sá, að hús-
móðurstörf eiga misjafnlega vel
við konur, en raunin er samt sú,
að eftir nokkurra ára sambúð,
fer konan ósjálfrátt að hafa yndi
af heimilisstússi.“ Heimili ykkar
er auðvitað ekki enn fastmótað,
og þar sem þið eruð enn barn-
laus, get ég ekki ímyndað mér að
konan hafi nokkuð við að vera
heima hjá sér allan daginn. Auk
þess hefur konan ekki nema gott
af því, fyrstu hjónabandsárin, að
víkka.. sjóndeildarhring.. sinn,
kynnast fólki og skoðunum og
breyta um umhverfi, því að elleg-
ar myndi hún forpokast heima
við. Mér finnst því sjálfsagt að
konan vinni úti, a.m.k. þangað til
þið eignist fyrsta barnið. Þá ætti
hún að fá nóg að starfa, og ekki
skil ég annað en þá fari áhuginn
á „heimilisstússinu“ að glæðast..
Sambýlisfólkið þurrt
á manninn ...
líæra Vika,
Ég er nýkomin til höfuðstaðar-
ins úr þorpi utan af landi. Við hjón-
in búum í stóru sambýlishúsi. 1
þorpinu, þar sem ég bjó, þekkti ég
livern einasta mann, og það var eátt-
hvað þægilegt við að geta heilsað
hvaða manni, sem maður sá og rabb-
að við um daginn og veginn. En
nú finnst mér viðbrigðin svo mikil,
að ég l'er næstum að gráta, þegar ég
hugsa um það. Ég þekki ekki sálu
í öllu húsinu, og mér dauðleiðist
allan daginn, þvi að ég er svo félags-
lynd — suniir tnundu kannski kalla
mig kjaftakerlingu. Hvernig á mað-
ur eigiulega að fara að kynuast fólki
liérna í borginn? Ég þjáist af þvl
að fá ekki að tala við neinn annan
en manninn minn, en hann vinnur
líka stundum langt fram á kvöld.
Reyndu nú að gefa mér góð ráð,
Vika mín. Þakka þér svo fyrir allt
gamalt og gott, einkarlega fyrir
heimilissiðuna, því að hún er fyrir-
tak alltaf.
Kær kveðja,
Lóa.
Úr því að sambýlisfólkið leitar
ekki til þín, Lóa min, verður þú
sjalf að hefjast hanaa. Og ekki
trúi ég öðru en þú finnir góða
félaga í þessu stóra húsi. Þú get-
ur oyrjað með því að bjóða næstu
nabylingum þinum góðan daginn,
þegar pið hittist a gongunum.
HkKi býst ég við að neinn firr-
ist við það. IMú, svo væri til dæmis
reynanúi að úrepa á dyr nákonu
þinnar einhvern morguninn og fá
lánað hveiti eða eitthvað þvílikt.
Um leið getur þu rabbað litillega
við frúna, og ef allt gengur að
osKum, ætti ekki að veröa langt
þangað tii þiðj arekkið elletu-
sopann saman. Frúin þekkir svo
aðra frú og þannig koil af kollL
Hinsvegar hef ég heyrt marga
þá, sem búa í storurn sambýUs-
husum, kvarta einmitt undan því,
að allir þekkist fullvel, og að
menn séu farnir að fá ríg í
nnaKKann af eilífum kollkinking-
um, ef þeir á annáð borð leggja
nokkuð upp úr almennri kurteisL
En þetta er nú önnur hlið máls-
ins, og mér virðist á bréfi þínu,
að þú þurfir ekki að hafa ýkja-
miklar áhyggjur af henni —
fyrst um sinn.
Oviðeigandi?
Kæra Vika,
Viltu svara fyrir okkur spurningu,
sem við böfum verið, að rífast um.
Er það óviðeigandi að konur kveiki
sér sjálfar i sigarettu i „blönduðu
samkvæmi?"
Ása, Signý og Helga.
Það getur fjárakornið ekki tal-
izt óviðeigaridi, þótt hinsvegar
fari vel á því að karlmaður
kveiki í sigarettu hjá konu, og
ættu karlmenn ávallt að hafa aug-
un opin í slíkum tilfellum. Hins-
vegar skuluð þið varast að bíða
lengi með sígarettuna í þeirri von
einni, að einhver sjentilmaður-
inn kveiki í hjá ykkur. Það get-
ur orðið hjákátlegt. Ströngustu
kurteisisreglur eru mjög ítarleg-
ar varðandi slíkt. Til dæmis er
það talið óviðeigandi að karl-
maður með sígarettu uppi f sér
kveiki í sígarettu hjá konu. Þið
getið vafalaust hankað margan
sjentilmanninn á þessu.
Mygla?
Kæra Vika,
Gelðu mér nú ráð i vandræðum
mínum. Svo er mál með vexti, að
ég lét setja upp grindverk kring-
um svalirnar á húsinu minu úr teak-
við. Nú er þessi fallegi viður orðinn
grár og ljótur. Ég hef borið teak-
olíu á hann, en það dugar ekkert.
Er hlaupin mygla i viðinn, og hvað
er hægt að gera við því?
Jón S.
Það er ólíklegt, að mygla sé
hlaupin í viðinn. Hinsvegar hefur
þú líklega ekki borið nægilega
oft olíu á hann. Við þessu er ekk-
ert að gera nema láta skafa upp
viðinn, og síðan verður þú að
gæta þess að bera á hann olíu allt
að því einu sinni í mánuði, ef vel
u að vera.
Hundar ...
líæra Vika,
rívernig i ósköpunum stendur á
þvi að það má ekki hafa hunda í
Réykjavik? Ég sé ekki að hundar
„pirri“ fólk eitthvað meira en
breimandi kettir. Af hverju er ekki
bannað að hafa ketti? Það má hafa
ketti, íkorna og jafnvlel eðlur jV
heimahúsum, en ekki huuda. Hvað
á svona að þýða?
Hundavinúr.
Því miður getum við ekki
breytt löggjöfinni fyrir þig,
hundavinur góður. Hins vegar
geta hundar gert meira en að
„pirra“ fólk, og á meðan ekki er
hægt að ala hunda betur upp en
raun ber vitni, verður víst að
meina þeim að vera í bænum. Auk
þess er það ekki samkvæmt nátt-
úru vesalings hundanna að hafast
við í smáborgum, nema hvað ein-
staka kjölturakki myndi ef til
vill sætta sig við það. En það
væri erfitt að gera upp á milli
hundategunda, svo að við getum
ekki annað gert en að sætta
okkur við staðreyndir og vera án
hunda, hvort sem okkur líkar
betur eða ver. Það er satt hjá þér,
að lítil unun er af breimandi kött-
urn, og erum við algerlega sam-
mála þér: þeir eru hreinasta
plága. Ekki skulum við samt á’-
byrgjast að þú fáir að spássera
um bæinn m«ð eðlu í bandi!
Ætli kvenþjóðin myndi ekki gera
uppreisn.
m
vikan 3