Vikan


Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 29.06.1961, Blaðsíða 2
r ■ i • nýtt loni auðveldar hárlagninguna Hárið verður glæsilegt GREITT í LOKKÁ1 GREITT SLETT HÁRIÐ HELDUR SÉR MJÖG YEL MILLI ÞVOTTA ^LLAR VILJUM við að hárið verði eins og það er lagt og haldist þannig milli þvotta. Ef við breytum hárgreiðslu, þá þarf nýja greiðslan að endast vel. Þess vegna er nauðsynlegt að fá sér perm og og það er TONI sem leysir galdurinn. EVEN-FLO hár- liðunarvökvinn er það eina, sem gerir lagninguna auðvelda. Setur glæsibrag á hárið. Svo auðvelt. Fylgið aðeins hin- um einföldustu leiðbeiningum, sem eru á íslenzku, og hárlagningin verður fullkomin, og endingargóð„ / Super fyrir erfitt hár. Regular fyrir venjulegt hár. Gentle fyrir auðliðað hár. Veljið TONI við yðar hæfi. Við og við berast fréttir úr heimi vísinda mönnum til mikillar upp- örvunar. T.d. hefur brezkur læknir A. J. Burton skrifað mjög svo at- liyglisverða grein i læknablað. Er inntak hennar á þá leið, að vísindin séu nú svo langt komin, að þess gerist varla þörf lengur að hafa svona marga karlmenn til að við- lialda mannkyninu eins og nú tíð- kast. í raun og veru nægir að hafa einn karlmann á hverjar 3000 kon- ur. Reyndar fer hann enn lengra út i þessa sálma og fullyrðir að hægt — I vikishjrjjuu — er að komast algjörlega af án karl- manna. Verður ])á ekkert nema kvenfólk á jörðunni. Og þá verður gaman að lifa eða hvað finnst ykk- ur‘? — O — Bandarískt dagblað hefur haft skoðanakönnun um það, hvaða kröf- ur ungar stúlkur gera til væntan- legra eiginmanna. Hér er svo nið- urstaðan. í> fyrsta lagi: Iðni í öðru: Hann veröur að eiga bíl. í þriðja: Greind. I fjórða: Hann verður að eiga bíl. í fimmta: Sam- vizkusemi. í sjötta og siðasta lagi verður hann að eiga bíl. Sé billinn af réttri gerð og réttuin árgangi má sleppa fyrsta, þriðja og fiinmta lið. — O — Á þessari öld geimferða hcfur löngunin til að ferðast í loftinu greinilega líka náð til dýrana. Um daginn stökk lítill hundur út um glugga á tólftu liæð í New York. Hundsspottið lenti ofan á sportbíl ú ferð og fór beint i gegnum striga- þakið. Kominn inn í bílinn gerði liann sér lítið fyrir og opnaði liurð- ina og hvarf. Bíleigandinn fékk taugaáfall og liggur nú á sjúkrahúsi og fjasar um geimhunda og annað slíkt. — O — Nýverið átti það sér stað í Banda- ríkjunum, að hjólrciðamaður var sektaður fyrir of hraðan akstur. Var ]>að mörgum ánægjuefni, þeim sem álíta að Kanar séu orðnir of latir og værukærir af öllum bílunum sín- um. Sannaði þetta að lijólreiðar eru ekki með öllu útdauðar í Banda- ríkjunum. Sá sem sektina borgaði var 21 árs gamall stúdent og hafði hann verið á leið í háskólann, þegar liann var telcinn fastur fyrir að brjóta regluna um 50 km. liámarks- hraða, en liann vai á 60 km. liraða. — O — Sænskt blað liefur liaft uppi spurninga meðal kvenfólks um ]iað, hvað þær helzt vilja vita um karl- menn. Og svörin voru á þessa leið: Frá 16 til 22 ára spurðu þær: Hvernig er hann? Frá 22 til 30 : Hvað er hann? Frá 30 til 98 : Hvar er hann? Þær sem eru yfir 98 reyna að muna : Hver var liann? — O — Sí og æ er verið að finna út með- altal einhverra hluta og nú er búið að finna það að franskar stjörnur eru að meðaltali fimmtung hverrar kvikmyndar í rúminu. Þetta er að vísu ekki mikið borið saman við það, að mannkynið eyðir þriðjung æfinnar í rúminu. En þá er líka gert ráð fyrir að menn liggi kyrrir, en þvi er ekki að heilsa í kvikmynd- iinum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.