Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 22

Fréttablaðið - 16.12.2009, Page 22
22 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR STOKKIÐ Í STÓRBORG Úrslitakeppnin í hástökki kvenna í Austur-Asíuleik- unum var haldin á milli háhýsanna í Hong Kong. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Auðmaður ryksugar upp eignir í stærsta nauðungaruppboði sögunnar segir í fyrirsögn vefútgáfu Berlingske Tidende í Dan- mörku í gær. Vísað er til kaupa félags Mikaels Goldschmidt í samstarfi við BRFkredit á fast- eignum í Klosterparken í Ringsted í Danmörku. Um er að ræða 310 íbúðir sem áður voru í eigu félags Steen Gudes, Stones Invest, sem varð gjaldþrota á árinu. Stones Invest gerði tilraun til að kaupa Keops Development af íslenska félaginu Landic Prop- erty en stóð ekki við skuldbindingar sínar og því rifti Landic þeim samningum í ágústlok í fyrra. Íbúðirnar sem milljarðamæringurinn og fasteignajöfurinn Goldschmidt tekur nú yfir eru á svæði þar sem lóðarmælingin telur 223 þúsund fermetra, en íbúðafermetrarnir eru um 27 þúsund. Þessi sami Mikael Goldschmidt seldi í árs- byrjun 2006 félag sitt Atlas Ejendomme Landic Property (en þá hét félagið Stoðir) og gjörþekk- ir danskan fasteignamarkað. Goldschmidt gerir ráð fyrir að hagnast á við- skiptunum öllum, að því er er fram kemur í við- tali Berlingske við hann. Hann tekur fram að leigja eigi út íbúðirnar þar til fasteignamarkað- ur í Danmörku tekur við sér á ný, en til standi að vinna að margvíslegum endurbótum á svæð- inu þangað til. - óká HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Í DANMÖRKU Keops er eitt þeirra dönsku fasteignaþróunarfélaga sem komst í eigu Íslendinga, en sala félagsins til Stones Invest síðla árs í fyrra gekk ekki eftir vegna vanefnda danska félagsins. Metkaup á stærsta nauðungaruppboði í danskri viðskiptasögu: Fasteignajöfur lætur til sín taka á uppboði BRETLAND, AP Svínaflensan alræmda virðist ætla að verða einn mildasti heimsfaraldur sem sögur fara af. Um þetta eru breskir og banda- rískir vísindamenn sammála. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa birt samantekt um fjölda dauðsfalla af völdum H1N1-veir- unnar í Bretlandi til þessa. Frá júlí til loka nóvember hafa um 26 af hverjum 100 þúsund, sem smit- ast hafa í Bretlandi, látið lífið af völdum veirunnar. Þetta er um bil hundrað sinnum lægra dánarhlutfall en spænska veikin hafði í för með sér árið 1918, en hún varð að minnsta kosti 50 milljón manns að bana um heim allan.Flensufaraldrar þeir, sem gengu yfir á árunum 1957 til 1968, voru um tíu sinnum mannskæðari en svínaflensan til þessa. Þá sendu bandarískir vísinda- menn nýverið frá sér tölur um svínaflensufaraldurinn þar í landi, og sögðu hann geta orðið mildasta heimsfaraldur sögunnar. Enn er þó ekki útséð um það hve illskeytt þessi flensa verður, því veiran gæti tekið upp á að stökk- breyta sér og gerast mannskæðari. - gb Breskir og bandarískir vísindamenn sammála: Svínaflensan með mildari faröldrum BÓLUSETNING Læknir í Frakklandi sprautar í mann bóluefni gegn H1N1-veirunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP amborgarar 4 brauð alltaf í leiðinni! h g 4 o498 kr.pk. ÓDÝRT ALLA DAGA!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.