Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.12.2009, Qupperneq 22
22 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR STOKKIÐ Í STÓRBORG Úrslitakeppnin í hástökki kvenna í Austur-Asíuleik- unum var haldin á milli háhýsanna í Hong Kong. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Auðmaður ryksugar upp eignir í stærsta nauðungaruppboði sögunnar segir í fyrirsögn vefútgáfu Berlingske Tidende í Dan- mörku í gær. Vísað er til kaupa félags Mikaels Goldschmidt í samstarfi við BRFkredit á fast- eignum í Klosterparken í Ringsted í Danmörku. Um er að ræða 310 íbúðir sem áður voru í eigu félags Steen Gudes, Stones Invest, sem varð gjaldþrota á árinu. Stones Invest gerði tilraun til að kaupa Keops Development af íslenska félaginu Landic Prop- erty en stóð ekki við skuldbindingar sínar og því rifti Landic þeim samningum í ágústlok í fyrra. Íbúðirnar sem milljarðamæringurinn og fasteignajöfurinn Goldschmidt tekur nú yfir eru á svæði þar sem lóðarmælingin telur 223 þúsund fermetra, en íbúðafermetrarnir eru um 27 þúsund. Þessi sami Mikael Goldschmidt seldi í árs- byrjun 2006 félag sitt Atlas Ejendomme Landic Property (en þá hét félagið Stoðir) og gjörþekk- ir danskan fasteignamarkað. Goldschmidt gerir ráð fyrir að hagnast á við- skiptunum öllum, að því er er fram kemur í við- tali Berlingske við hann. Hann tekur fram að leigja eigi út íbúðirnar þar til fasteignamarkað- ur í Danmörku tekur við sér á ný, en til standi að vinna að margvíslegum endurbótum á svæð- inu þangað til. - óká HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Í DANMÖRKU Keops er eitt þeirra dönsku fasteignaþróunarfélaga sem komst í eigu Íslendinga, en sala félagsins til Stones Invest síðla árs í fyrra gekk ekki eftir vegna vanefnda danska félagsins. Metkaup á stærsta nauðungaruppboði í danskri viðskiptasögu: Fasteignajöfur lætur til sín taka á uppboði BRETLAND, AP Svínaflensan alræmda virðist ætla að verða einn mildasti heimsfaraldur sem sögur fara af. Um þetta eru breskir og banda- rískir vísindamenn sammála. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa birt samantekt um fjölda dauðsfalla af völdum H1N1-veir- unnar í Bretlandi til þessa. Frá júlí til loka nóvember hafa um 26 af hverjum 100 þúsund, sem smit- ast hafa í Bretlandi, látið lífið af völdum veirunnar. Þetta er um bil hundrað sinnum lægra dánarhlutfall en spænska veikin hafði í för með sér árið 1918, en hún varð að minnsta kosti 50 milljón manns að bana um heim allan.Flensufaraldrar þeir, sem gengu yfir á árunum 1957 til 1968, voru um tíu sinnum mannskæðari en svínaflensan til þessa. Þá sendu bandarískir vísinda- menn nýverið frá sér tölur um svínaflensufaraldurinn þar í landi, og sögðu hann geta orðið mildasta heimsfaraldur sögunnar. Enn er þó ekki útséð um það hve illskeytt þessi flensa verður, því veiran gæti tekið upp á að stökk- breyta sér og gerast mannskæðari. - gb Breskir og bandarískir vísindamenn sammála: Svínaflensan með mildari faröldrum BÓLUSETNING Læknir í Frakklandi sprautar í mann bóluefni gegn H1N1-veirunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP amborgarar 4 brauð alltaf í leiðinni! h g 4 o498 kr.pk. ÓDÝRT ALLA DAGA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.